Kvikmyndir.is færð til nútímans – endurbætt útlit, virkni og viðmót

Loksins loksins hefur kvikmyndir.is verið færð til nútímans í útliti og virkni.  Við höfum alltaf lagt mikið uppúr góðu efni á síðunni og tryggum gagnagrunni mynda, en erum núna fyrst að uppfæra útlitið í langan tíma. Auk þess hefur ýmsum nýjungum verið bætt við sem ættu að bæta enn frekar upplifun af notkun síðunnar. Hér […]

Ágúst bíómiðaleikur

Nýr leikur í ágústblaðinu – Finndu grillið! Og þá er bara að skella sér í leikinn sem er í ágústblaði Mynda mánaðarins en hann snýst að þessu sinni um að finna grillið sem hefur verið komið fyrir einhvers staðar í Bíó- eða DVD hluta blaðsins. Sem fyrr þurfa þátttakendur að finna grillið og svara því […]

Mars bíómiðaleikur!

Nýr leikur í marsblaðinu – Finndu ungann. Og þá er bara að skella sér í leikinn sem er í marsblaði Mynda mánaðarins en hann snýst að þessu sinni um að finna unga sem hefur verið komið fyrir einhvers staðar í Bíó eða DVD hluta blaðsins. Sem fyrr þurfa þátttakendur að finna ungann og svara því […]

Filminute: Öðruvísi kvikmyndahátíð

Filminute er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem fer fram á veraldarvefnum ár hvert. Hátíðin einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það. Í ár mun Kvikmyndir.is, í samvinnu við Filminute, fjalla um myndirnar á hátíðinni. Myndirnar eru mismunandi […]

Með/á móti – Chronicle

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í einni efnisgrein) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt […]

Áhorf vikunnar (10.-16. okt)

Tvær gerólíkar íslenskar myndir voru frumsýndar um helgina, ein Woody Allen-mynd, endurgerð og svo mjög truflandi Pedro Almadóvar-mynd. En svo er auðvitað Airwaves en þetta allt gefur til kynna að flestir hafi haft nóg að gera um helgina sama hver afþreyingin var. Eins og flestir ættu að vita núna þá er Áhorfið stofnað til þess […]

Nýtt útlit!

Það hlaut að koma að því að Kvikmyndir.is tæki upp á enn einum útlitsbreytingum, en þær eru loksins orðnar að veruleika eftir mikla bið og eftirvæntingu. En svo það komi alveg örugglega fram þá er enn ýmislegt sem þarf að lagfæra og breyta. Ef þið hafið einnig uppástungur eða athugasemdir þá mega þær sendast á […]

Nýr ritstjóri kvikmyndir.is

Tómas Valgeirsson hefur verið ráðinn ritstjóri Kvikmyndir.is, og hefur hann nú þegar hafið störf. Tómas er 24 ára, fæddur í Keflavík en alinn upp í Reykjavík. Hann kláraði listnámsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur unnið í lausamennsku sem myndatökumaður og klippari. Auk þess að hafa skrifað bráðum 1.000 umfjallanir um kvikmyndir á kvikmyndir.is, og […]

Júníblað Mynda mánaðarins komið út

Á mánudaginn kom júníblað Mynda mánaðarins út, og er það glæsilegt og veglegt að venju. Forsíðumyndin í júní er nýjasta mynd eins fremsta kvikmyndagerðarmanns samtímans, J.J. Abrams, Super 8. Í tilefni þess fengum við viðtal við kauða, þar sem hann segir okkur m.a. frá þeim áhrifum sem átrúnaðargoðið Steven Spielberg hafði á myndina. Það er […]

Nýjungar á bíósíðunni á kvikmyndir.is

Við hjá kvikmyndir.is höfum einsett okkur að bæta reglulega við þjónustuna sem við veitum á bíósíðunni okkar. Þar gefst frábært yfirlit yfir allar myndir sem eru í sýningu í bíóhúsum landsins, hægt er að sjá hvenær þær eru sýndar, hvar þær eru sýndar, lesa um hvað myndirnar eru og lesa hvað notendum finnst um myndirnar […]

Kvikmyndaverðlaun á föstudag: hvaða mynd verður sýnd?

Nú styttist óðum í Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is, sem verða haldin á föstudaginn klukkan 19.00. Við vorum búin að lofa því að segja ykkur hvaða mynd verður sýnd eftir verðlaunaafhendinguna og stöndum við það hér. Smellið hér til að sjá hvaða mynd verður sýnd. Upphaflega ætluðum við að hafa forsýningu á myndinni í kjölfar […]

Kvikmyndaverðlaun – BREYTT DAGSETNING: 11. febrúar

Kæru lesendur. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna höfum við neyðst til að flytja dagsetningu Kvikmyndaverðlaunanna okkar frá fimmtudeginum 10. febrúar til föstudagsins 11. febrúar. Var þetta vegna vandkvæða sem komu upp við að leyfa sýningu á myndinni sem mun fylgja verðlaununum á fimmtudeginum. Í staðinn fyrir að sýna aðra og lakari mynd á fimmtudeginum ákváðum við að […]

Mikið úrval í boði í bíó – Sjáðu yfirlit yfir úrvalið

Að gefnu tilefni er gaman að vekja athygli á því mikla úrvali bíómynda sem kvikmyndaunnendum stendur til boða nú um helgina í kvikmyndahúsum. Ekki einungis er mikið úrval í kvikmyndahúsum Sambíóanna, Laugarásbíói, og kvikmyndahúsum Senu, Smárabíói og Háskólabíói, heldur er boðið upp á úrval mynda í Bíó Paradís ásamt því sem nú stendur yfir frönsk […]

Topp notendur 2010

Árið 2010 hefur verið viðburðaríkt hér á Kvikmyndir.is og er það ykkur notendum að þakka. Síðan er að sjálfsögðu mjög yfirgripsmikil, allt frá því að við höldum forsýningar og stöndum fyrir getraunum og leikjum, að því að birta sýningatíma, segja fréttir og margt, margt fleira. Ein helsta sérstaða síðunnar er hinn gríðarlegi kvikmyndagagnagrunnur sem hefur […]

Jólin koma í dag – og líka uppáhalds jólamynd Íslendinga – #2 – OG #1!

Við skulum bara vinda okkur beint í þetta. Fólk þarf að bíða nógu mikið eftir öðrum hlutum um jólin. Fyrst kemur annað sætið: 2. sætið DIE HARD (1988) Íslendingar vilja ekki bara snjóþakið gaman með grænum baunum og sykursæta rómantík með súkkulaði yfir jólin; það þarf að sjálfsögðu smá hasar. Die Hard flokkast meira að […]

Það styttist í jólin – Uppáhalds jólamynd Íslendinga #3

Við nálgumst uppáhaldsjólamynd Íslendinga óðfluga (sem minnir mig á hvað ég á eftir að gera margt fyrir jólin…) Nú erum við komin að þremur efstu myndunum, en eftir það sem mörgum fannst óvæntur aðili í fjórða sætinu í gær er aldrei að vita hvað leynist í þremur efstu sætunum… En munið: Þið völduð þennan lista, […]

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #4

Nú förum við að nálgast niðurstöðu í því hver uppáhalds jólamynd Íslendinga er, enda stutt í jólin sjálf. Listinn hefur komið ýmsum á óvart en fjölbreytnin hefur verið ráðandi til þessa, sem þýðir að Íslendingar nota ýmsar leiðir til að koma sér í jólaskap. Fimmta til tíunda sætið er svo skipað (í öfugri röð): 10: […]

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #5-7

Áfram höldum við að telja niður í uppáhalds jólamynd Íslendinga samkvæmt könnun sem var haldin hér á vefnum í nóvember. Í dag koma inn heilar þrjár myndir, þar sem undirritaður átti í listrænum ágreiningi við tölvuna sína um helgina, og við viljum öll komast að toppsætinu fyrir jól. Lítum á hvaða myndir sitja í fimmta, […]

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #8

Við höldum áfram að telja niður að jólunum með því að afhjúpa 10 uppáhalds jólamyndir Íslendinga, eina á dag, miðað við niðurstöður stórrar kosningar sem var haldin hér á vefnum í síðasta mánuði. Í 10. sætinu er It’s a Wonderful Life, í því 9. er The Holiday, en í dag er komið að áttunda sætinu. […]

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #9

Við höldum áfram að telja niður í jólin með því að birta 10 uppáhalds jólamyndir Íslendinga samkvæmt kosningu sem við framkvæmdum hér á vefnum í nóvember. Samkvæmt þeim lista er smekkur Íslendinga á jólamyndum afar breiður, en í dag er komið að níunda sætinu… 9. sæti: THE HOLIDAY (2006) Hún lét ekki mikið yfir sér […]

Kvikmyndaverðlaun MM og Kvikmyndir.is: Hjálpið okkur við tilnefningarnar!

Nú líður að lokum ársins 2010 og erum við á Myndum mánaðarins og Kvikmyndir.is á fullu að skipuleggja Kvikmyndaverðlaunin sem munu hylla allt það besta frá árinu. Nú erum við t.d. að reyna að raða tilnefningum í flokkana okkar og þar sem árið hefur að mörgu leyti verið afar jafnt óskum við eftir hjálp ykkar […]

STÓRATBURÐUR Í VÆNDUM: KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS

Nú er að líða að lokum eins farsælasta árs Mynda mánaðarins frá upphafi göngu þess. Tæpum 17 árum eftir útgáfu fyrsta tölublaðsins stendur tímaritið keikt á toppi afþreyingarita á Íslandi. Í september kom út 200. tölublaðið og var haldið upp á það með pompi og prakt og sérstöku 148 síðna afmælisblaði sem var troðfullt af […]

Allir bíótímar á einum stað á kvikmyndir.is

Við hjá kvikmyndir.is viljum benda á að við leggjum metnað okkar í að birta þægilegt yfirlit yfir allar bíósýningar sem í gangi eru á hverjum degi hérna á bíósíðunni okkar. Þarna má finna á einum stað alla bíótíma hvers dags, og hægt að velja um mismunandi sjónarhorn á bíótímana, hvort sem er eftir kvikmyndahúsum eða […]

Októberblað Mynda mánaðarins komið út

Í dag kemur októberblað Mynda mánaðarins út á allar leigur, í bíó og á fleiri staði. Blaðið er heilar 96 síður að þessu sinni, en aðeins afmælisblaðið í síðasta mánuði var stærra. Forsíðumynd Bíóblaðsins er The Social Network og í tengslum við þá mynd erum við með opnuviðtal við aðalleikara myndarinnar, hinn efnilega Jesse Eisenberg. […]

148 síðna afmælisblað Mynda mánaðarins kemur út í dag

Í dag kemur septemberblað Mynda mánaðarins út, en þar er ekkert venjulegt tölublað á ferðinni, heldur tvöfalt afmælisblað í tilefni þess að það er númer 200 í röðinni frá upphafi. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta blað, þar sem fengnir voru aukapennar til að ná að skrifa allt það efni sem er í blaðinu. […]

Nýr Punktur kominn á netið

Nýr íslenskur sketsaþáttur, að nafni Punkturinn, hefur lúmskt verið að vekja athygli á netinu (og í Morgunblaðinu). Hægt er að finna hann á Facebook og YouTube en líka hér fyrir neðan. Fjórði þátturinn fór í loftið fyrir helgi. Nokkrir stjórnendur á Kvikmyndir.is eru á meðal aðstandenda þáttarins. Punktarliðið hefur annars gefið þá yfirlýsingu að ef […]

Viltu vinna boðsmiða á The Expendables?

Harðasta mynd sumarsins kemur í almennar sýningar í dag og þar sem Kvikmyndir.is hefur verið að hæpa þessa mynd ágætlega upp er það sjálfsagður hlutur af okkur að gefa fáeinum heppnum notendum almenna boðsmiða á myndina. Á laugardaginn héldum við forsýningu, eins og kannski flestir hérna vita, og þótti stemmningin vera brjáluð og virtust langflestir […]

Myndir af forsýningunum

Hérna eru ýmsar ljósmyndir teknar um helgina af forsýningunum sem við héldum á Scott Pilgrim vs. the World og The Expendables. Njótið heil og reynið að spotta ykkur sjálf þarna ef þið getið. Svo koma hér nokkrar myndir frá kraftakallasýningunni sem var á föstudaginn: T.V.

The Expendables: Ykkar álit?

Koma svo, segið hvað ykkur fannst! Á skalanum 1-10, hvað mynduð þið gefa henni?? Og til þeirra sem fóru líka á Scott Pilgrim, hvor fannst ykkur betri? T.V.

Sterahasar og one-linerar í kvöld!

Í kvöld er markmiðið að loka bíósumrinu með massalátum. The Expendables forsýningin okkar er semsagt í kvöld á miðnætti og viljum við benda fólki á að það er enn eitthvað af miðum eftir. Skipulagið verður mjög svipað og á Scott Pilgrim. Þeir sem vilja kaupa miða fyrir sýningu – en vilja ekki gera það gegnum […]