Áhorf vikunnar (10.-16. okt)

Tvær gerólíkar íslenskar myndir voru frumsýndar um helgina, ein Woody Allen-mynd, endurgerð og svo mjög truflandi Pedro Almadóvar-mynd. En svo er auðvitað Airwaves en þetta allt gefur til kynna að flestir hafi haft nóg að gera um helgina sama hver afþreyingin var.

Eins og flestir ættu að vita núna þá er Áhorfið stofnað til þess að notendur smalist á spjallborðinu og rökræði eða auglýsi það sem þeir sáu í nýliðinni viku. Ykkar komment virka einnig sem öflug míkró-gagnrýni sem gæti haft jákvæð áhrif á aðra notendur (t.d. ef einhver segir að mynd sé glötuð sem einhver annar hafði hugsað um að borga sig inn á – þið fattið)
Hver ætlar svo að vera með trompspilið og koma með flesta titlana að þessu sinni? Allir muna reglurnar:

Mynd, einkunn
röksemdir.

 

Kýlum á þetta öll saman núna.