Júníblað Mynda mánaðarins komið út

mm_juniNýtt tölublað af Myndum mánaðarins er komið út og má nálgast það strax á rafrænu formi hér á kvikmyndir.is, eins og fyrri tölublöð sömuleiðis. Dreifing er einnig hafin í verslanir og á aðra staði sem dreifa blaðinu í pappírsformi.

Myndir mánaðarins er að venju með yfirlit yfir allar nýjar myndir í bíó og á DVD/Blu-ray í maímánuði auk þess sem fjallað er um nýja tölvuleiki sem koma út í mánuðinum.

Eins og alltaf er blaðið kryddað með skemmtilegum fréttum og frásögnum. Gullkornin, staðreyndirnar og stjörnuspáin eru einnig á sínum stað eins og venjulega.

Bíómiðaleikurinn er líka á sínum stað, og hægt er að taka þátt í honum með því að smella hér.

Júníblað Mynda mánaðarins komið út

Á mánudaginn kom júníblað Mynda mánaðarins út, og er það glæsilegt og veglegt að venju. Forsíðumyndin í júní er nýjasta mynd eins fremsta kvikmyndagerðarmanns samtímans, J.J. Abrams, Super 8. Í tilefni þess fengum við viðtal við kauða, þar sem hann segir okkur m.a. frá þeim áhrifum sem átrúnaðargoðið Steven Spielberg hafði á myndina.

Það er ekki eina viðtalið í blaðinu, því í því eru einnig viðtöl við bæði James McAvoy og Michael Fassbender, sem leika aðalhlutverkin í X-Men: First Class, Kristen Wiig, sem er að slá í gegn með leik sínum í Bridesmaids, og gríngoðið Jim Carrey, sem leikur aðalhlutverkið í Mr. Popper’s Penguins.

Fyrir utan viðtölin er að finna úrslit kosningarinnar um „Uppáhalds íslensku mynd þjóðarinnar“, en við birtum 25 efstu myndirnar sem þið völduð hér á Kvikmyndir.is.

Meðal annarra greina má sérstaklega nefna grein um dægurlög sem eru ævinlega tengd ákveðnum kvikmyndum, hjátrú í Hollywood og nokkrar af þeim stjörnum sem við teljum að muni slá í gegn á næstu misserum.

Fyrir utan allt þetta er svo öll útgáfa mánaðarins, bæði í bíó og á DVD, rækilega kynnt, auk tölvuleikjaútgáfu mánaðarins.

Þið getið nálgast blaðið í bíóum, á leigum og öllum helstu sölustöðum DVD-mynda. Svo getið þið líka skoðað það beint hérna á vefnum.