Talið niður í Super 8 – 4 dagar í forsýningu: Hver er þín uppáhalds sköpun J.J. Abrams?

Í tilefni þess að Kvikmyndir.is munu halda forsýningu á Super 8 á föstudaginn teljum við niður með einhverju skemmtilegu á hverjum degi þangað til.

Það fyrsta kemur í dag, en á facebook-síðu Mynda mánaðarins höfum við sett fram eftirfarandi spurningu: Hver er þín uppáhalds mynd/sjónvarpsþáttaröð frá leikstjóranum og handritshöfundinum J.J. Abrams? Svarmöguleikarnir eru báðar myndirnar sem hann hefur leikstýrt og þær sjónvarpsþáttaraðir sem hann hefur átt mesta hönd í bagga með að skapa og skrifa:
Star Trek
Mission: Impossible III
Fringe
Undercovers
Lost
Alias
Felicity
Ef engin þeirra höfðar til þín (sem verður að teljast ólíklegt) er hægt að velja „annað“.

Endilega kíkið á facebook-síðuna hjá Myndum mánaðarins og svarið þessari spurningu. Fylgist svo grannt með næstu fjóra daga, þegar við kynnum forsýninguna nánar og bjóðum meira að segja upp á Super 8-tengda vinninga hér og á facebook.

Smellið hér til að taka þátt.