Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Mission: Impossible III 2006

(Mission Impossible 3, M:I-3)

Justwatch

Frumsýnd: 5. maí 2006

The Mission Begins 05:05:06

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Ethan Hunt er hættur að starfa á vettvangi sjálfur, en einbeitir sér þess í stað að því að þjálfa aðra leyniþjónustumenn. Ástæðan er sú að hann á í ástarsambandi með Juliu, en hann vill giftast henni og fara að lifa eðlilegu lífi. En vinur hans Billy Musgrave, sem er stórkarl innan IMF, tilkynnir að leyniþjónustumaður sem hann þjálfaði sé í... Lesa meira

Ethan Hunt er hættur að starfa á vettvangi sjálfur, en einbeitir sér þess í stað að því að þjálfa aðra leyniþjónustumenn. Ástæðan er sú að hann á í ástarsambandi með Juliu, en hann vill giftast henni og fara að lifa eðlilegu lífi. En vinur hans Billy Musgrave, sem er stórkarl innan IMF, tilkynnir að leyniþjónustumaður sem hann þjálfaði sé í haldi vopnasala. Ethan ákveður að bjarga henni og gerir það, en útaf sprengju sem var sett inn í hana, þá er hún drepin með fjarstýringu. Þegar Ethan snýr aftur, þá skammar yfirmaðurinn Brussell bæði hann og Musgrave fyrir hvað þeir gerðu. Ethan ákveður að taka til sinna ráða og fer og handtekur vopnasalann. En áður en hann fer, þá giftist hann Juliu. Eftir handtöku vopnasalans þá snýr Ethan með hann aftur til Bandaríkjanna en þegar þeir koma þangað þá er ráðist á þá, og vopnasalinn sleppur. Juliu er síðan rænt. ... minna

Aðalleikarar


J.J. Abrams leikstýrir nýju Star Trek myndinni sem kemur í sumar. Mér datt í hug að það væri góð upphitun að horfa á fyrstu myndina hans aftur, MI3. Mission: Impossible þættirnir voru gífurlega vinsælir, seríurnar voru 7 talsins frá ´66 til ´73. Helstu stjörnurnar voru Greg Morris, Peter Graves og Martin Landau (sem lék Bela Lugosi í Ed Wood). Fyrsta myndin kom árið 1996, leikstýrð af Brian De Palma. Sú fannst mér mjög vel heppnuð, ég hef örugglega séð hana 4 sinnum. Næsta kom árið 2000, leikstýrð af engum öðrum en John Woo. Sú mynd var að miklu leiti misheppnuð fannst mér, allt of mikið slow motion og sýndarmennska. Hún er samt áhorfanleg.

Einn helsti styrkleikur þessarar myndaseríu er sá að hver mynd er gerð af nýjum leikstjóra sem er með sinn sérstaka stíl. Tom Cruise valdi J.J. Abrams sjálfur eftir að hafa horf á slatta af Alias. MI3 er hröð, spennandi og gæti verið sú besta í seríunni. Hún sker sig úr að því leiti að í þetta skipti þá er farið djúpt inn í einkalíf Ethan Hunt. Myndin og sendiförin er persónulegri en áður og það eykur spennuna. Philip Seymour Hoffman er vondi kallinn og er frábær í því hlutverki. Umhverfið er sérstaklega skemmtilegt, myndin gerist meðal annars í Róm og Shanghai. Þeir sem misstu af þessari ætti að skella sér á hana á föstudagskvöldi, það er hvort sem er aldrei neitt í kassanum.

Myndin kostaði 185.000.000 dollara, dýrasta frumraun leikstjóra sögunnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er stórkostleg mynd maður..... Ég hafði ekki séð neina Mission Impossible mynd áður en núna skil ég vinsældir þeirra þetta er frábær mynd sem ég mæli með fyrir alla nema kannski yngstu kynslóðina;) En Frábær mynd fær 4 stjörnur frá mér;).....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er 3. myndin í M:I seríunni kominn. M:I 3 er hin pottþétta poppkorns sumarmynd. Mikill hasar og nóg af sprengingum er það besta við þessa mynd, auk frammistaða Phillip Seymour Hoffman sem skúrkurinn. Þó hún nái aldrei að toppa M. 1, fannst mér hún mun betri en 2. myndin. Alveg ágætis afþreying, en ekkert meir en það að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mission 3 er hin pottþétta sumarmynd og tilvalin aukning fyrir alla spennufíkla. Hún er mjög hröð, actionið í góðum málum, sprengingarnar meiriháttar, og sagan er fín. Tom Cruise sýnir enn að hann er svalur sem Ethan Hunt. Svo er Ving Rhames góður sem Luther. En steluþjófurinn er Philip Seymour Hoffman. Hann er brilliant og mjög sannfærandi sem óvinurinn Owen Davion. Ef þið eruð að leita að alvöru sumarmynd, mæli ég með M:I 3. Þó hún nái ekki að toppa M:I 1, þá rassskellur hún 2. myndina og tekur hana í bakaríið. Fín mynd, vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta Mission-ið
Tom Cruise er aftur snúinn í þessa sívinsælu seríu þar sem fátt þykir sjálfsagðara en að skipta um stíl í hverri umferð. Reyndar er ég ekki mikið að kvarta svosem. Betra að hafa þetta fjölbreytt heldur en rútínubundið. Fyrsta Mission: Impossible þótti mér ótrúlega góð á sínum tíma. Það var hægur en snjall njósnaþriller af gamla skólanum þar sem hasar og læti höfðu engan forgang. M:I-2 var allt annar handleggur og var greinilega sniðin handa gelgjumarkhópnum. Farinn var þessi skemmtilegi, gamaldags njósnarmyndafílingur og í staðinn fengum við háværa, mainstream-hasarmynd sem fókusaði ekkert á það að leyfa áhorfandanum að hugsa, heldur var söguþráðurinn þunnur, formúlubundinn og auðútreiknanlegur út í gegn. Það versta var, hins vegar, að karakterinn hans Tom Cruise var orðinn gjörbreyttur. Í fyrstu umferð fór hann varlega að öllum aðgerðum, en í annarri var hann orðinn að síðhærðum adrenalínfíkil tautandi leiðinlega frasa. Myndin var bara svo mikið heiladautt bull að afþreyingargildi var óvenju takmarkað.

Þá komum við loksins að þriðju myndinni. Ég ætla ekki að kryfja stílinn alveg strax, en ég get allavega sagt að M:I-III hafi farið langt fram úr mínum væntingum. Þetta er topp spennumynd (og án nokkurs vafa best heppnaða myndin í þessum "þríleik") sem flæðir á svo miskunnarlausum hraða og kemur jafnvel enn meira á óvart með að sýna að hún leggur áherslu á aðra hluti en bara hasar. J.J. Abrams tók við stjórnina af Joe Carnahan (Narc), sem upphaflega átti að stýra myndinni, og get ég ekki séð annað fyrir mér en að það hafi verið góður hlutur. Abrams - sem sér einnig um handritið ásamt Roberto Orci og Alex Kurtzman - keyrir myndina bæði á frábærum hraða og nær að búa til alveg stórskemmtileg hasaratriði sem halda manni föstum við sætið. Það er heldur ekki verið að mjólka hasarinn. Í hvert skipti sem Ethan Hunt dregur upp byssu eða byrjar að hlaupa til og frá þá þjónar það tilgangi í söguþræðinum í stað þess að fylla upp í þagnirnar. Handritið er líka undarlega vel unnið og að mínu mati best af öllum þremur myndunum. Samtöl eru stundum grípandi, fyndin en almennt trúverðug. Myndin fellur líka aldrei í týpísku sumarmyndagryfjuna að þurfa að útskýra allt plottið frá A-Ö.

Stíllinn, að sjálfsögðu, er talsvert ólíkur hér en í fyrstu tveimur myndunum. M:I-III er meira hrá og nokkuð hörð þegar kemur að ofbeldinu. Líka, þrátt fyrir að vera afþreyingarmynd sem spilar með langsóttar hugmyndir þá er hún margfalt jarðbundnari en forverarnir. Hunt t.d. ekki lengur flotti gaurinn með sólgleraugun og one-linerana, heldur í þetta sinn er hann vel þjálfaður semi-harðjaxl sem reynir að gera rétt og vill vera hetja en nær því ekki alltaf.

Tom Cruise stendur sig vel (enda vanur maður), þrátt fyrir að senurnar á milli hans og Michelle Monaghan (úr Kiss Kiss, Bang Bang) hafi verið á mörkum þess að vera þvingaðar. Ef það er eitthvað sem að ég get sett út á varðandi myndina, og þá á alvarlegu stigi, þá er það dramatíkin. Ég veit ekki alveg hvað Abrams var með í huga þegar hann gerði Hunt að svona mikilli væluskjóðu í þeim senu, en það hefði mátt sleppa því – að hluta til a.m.k. Annars er nóg af kunnuglegum andlitum til staðar. Philip Seymour Hoffman stelur gjörsamlega senunni sem vondi kallinn. Hann er lúmskt kvikindislegur og gerir það auðvelt fyrir áhorfandann að hata sig. Laurence Fishburne og Billy Crudup koma ekki illa út heldur og Simon Pegg (Shaun of the Dead) á einnig nokkrar frábærar línur.

Þegar á heildina er litið er erfitt fyrir mig að mæla ekki með þessari mynd. Hún kemur út sem eitthvað miklu meira en aðeins sumarhasarmynd. Myndin er vel unnin í alla staði en brillerar líka þegar lætin koma. Þrátt fyrir örlítið feilspor í dramatíkinni og tvær eða þrjár flatar aukapersónur þá fær maður allt sem maður gæti óskað eftir frá afþreyingarmynd af þessari tegund.

7/10 - Skotheld afþreying.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.08.2020

Krefst þess að vera einn á hlaupum: „Betra en nokkur Óskarsverðlaun“

Stórstjarnan, áhættuleikarinn og ofurframleiðandinn Tom Cruise er þekktur fyrir það að hlaupa eins og fætur toga í kvikmyndum sínum. Þetta hefur lengi verið mörgum kunnugt og hefur þessi hefð leikarans orðið að miðpunkti...

08.07.2018

Felicity stjarna í Stjörnustríð 9

Heimildir kvikmyndaritsins  Variety herma að leikkonan, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Felicity, sem  sýndir voru við miklar vinsældir hér á Íslandi á sínum tíma, Keri Russell, sé um það bil að ganga til lið...

16.10.2016

Cruise hleypur stanslaust í ofurklippu

Burger Fiction á YouTube hefur búið til ofurklippu með öllum hlaupum Tom Cruise á kvikmyndaferli hans. Þar sést Cruise hlaupa eins og fætur toga í myndum á borð við Born on the Fourth of July, The Firm, Minority Repo...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn