Super 8-forsýning á morgun – verðlaun – þ.á.m. miðar – í boði!


Það styttist óðum í Kvikmyndir.is-forsýninguna á Super 8, sem verður annað kvöld klukkan 22.20.

Í tilefni þess hefur facebook-síða Mynda mánaðarins verið að telja niður í forsýninguna undanfarna daga, og gefa ýmis verðlaun. Í dag verða enn fleiri verðlaun í boði. Það sem þið þurfið að gera til að vinna eitthvað af eftirfarandi:
Super 8-hliðartaska (x2)
Super 8-LED-ljós
2 miðar á forsýninguna sjálfa
…er að fara á facebook-síðu MM og setja komment í nýjasta statusinn um fyrstu „sci-fi“-myndaminninguna ykkar. Allir sem svara fara í pott og geta unnið einhver af ofangreindum verðlaunum.

Svo erum við með ansi sérstök en mjög flott verðlaun, sem eins og LED-ljósin eru í stíl við söguheim myndarinnar. Það er hvorki meira né minna en kvikmyndavél sem hægt er að festa á reiðhjól.

Hún er reyndar svört en ekki appelsínugul eins og sú á þessari mynd, en engu að síður mjög svöl verðlaun.

Til að eiga möguleika á þessum verðlaunum þurfið þið einfaldlega að fara á Atburðasíðu Super 8-forsýningarinnarHÉR – og merkja ykkur sem „Attending“. Þá eruð þið komin í pottinn. Einfalt.

Svo minnum við aftur á miðasölusíðuna til að sjá Super 8 á undan öllum öðrum á Íslandi. Það er HÉR