Nýr ritstjóri kvikmyndir.is

Tómas Valgeirsson hefur verið ráðinn ritstjóri Kvikmyndir.is, og hefur hann nú þegar hafið störf.

Tómas er 24 ára, fæddur í Keflavík en alinn upp í Reykjavík. Hann kláraði listnámsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur unnið í lausamennsku sem myndatökumaður og klippari. Auk þess að hafa skrifað bráðum 1.000 umfjallanir um kvikmyndir á kvikmyndir.is, og fréttir og greinar að auki síðan árið 2004, þá hefur hann skrifað fyrir blöð eins og Orðlaus, Mammúng, Mannlíf og Séð og heyrt.

Á næstu dögum verða nýir fréttamenn kynntir til sögunnar og síðar í mánuðinum verða kynntar enn frekari breytingar á kvikmyndir.is

Fylgist með!