Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #8

Við höldum áfram að telja niður að jólunum með því að afhjúpa 10 uppáhalds jólamyndir Íslendinga, eina á dag, miðað við niðurstöður stórrar kosningar sem var haldin hér á vefnum í síðasta mánuði.

Í 10. sætinu er It’s a Wonderful Life, í því 9. er The Holiday, en í dag er komið að áttunda sætinu. Þar er mynd sem er mörgum ansi kunnug…

8. sætið:
ELF (2003)
Will Ferrell kemur öllum í jólaskap í hlutverki sínu sem mannabarnið Buddy sem elst upp meðal álfanna á Norðurpólnum. Þegar hann verður of stór fyrir álfana ferðast hann svo til baka til New York þar sem hann hefur uppi á föður sínum, en þar er sannarlegur Skröggur á ferð, auk þess sem jólaandinn er við það að hverfa frá mannkyninu, svo Buddy þarf að taka til sinna ráða til að bjarga jólunum.

Elf – Funniest Moments

Hverjir eru með jólahefð í kringum Elf? Endilega segið okkur frá því.

-Erlingur Grétar