Náðu í appið
Öllum leyfð

Elf 2003

(Álfur)

Frumsýnd: 14. nóvember 2003

This holiday, discover your inner elf.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, Walter Hobbs. Hobbs, sem er á svörtum lista jólasveinsins fyrir að vera samviskulaus... Lesa meira

Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, Walter Hobbs. Hobbs, sem er á svörtum lista jólasveinsins fyrir að vera samviskulaus durtur, vissi ekkert um tilvist Buddy. Buddy, nýtur hinsvegar lífsins í New York, eins og álfi einum er lagið. Þegar Buddy fer að trufla vinnuna hjá Walter, þá neyðist hann til að endurskoða forgansröðunina hjá sér. ... minna

Aðalleikarar

Besta jólamynd sem ég hef séð
Þetta er besta jólamynd sem ég hef séð. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þetta væri of barnaleg mynd svo að ég var ekkert það spenntur að horfa á hana. En þetta er bara snilld.
Will Ferrell (Anchorman, Talladega Nights) er nú þekktur fyrir að gera sig að fífli og hann breytir því ekki í þessari mynd. Hann leikur hinn heimska og ofvirka Buddy... sem heldur að hann sé álfur. Af hverju? Af því að hann ólst upp hjá jólasveininum. Edward Asner (The Animal, Up) leikur jólasveininn en leikur hann ekki jafn jolly og jólasveininn er oftast.
James Caan (The Godfather, Bulletproof)leikur pabba Buddys og leikar hann mjög vel.
Jon Favreau (Iron Man myndirnar, Couples Retreat) leikstýir þessari mynd með prýði. Þetta er æðisleg mynd sem öll jólabörn verða að sjá (að mynsta kosti einu sinni).

Quote:
Buddy: Wow, you're fast. I'm glad I caught up to you. I waited 5 hours for you. Why is your coat so big? So, good news - I saw a dog today. Have you seen a dog? You probably have. How was school? Was it fun? Did you get a lot of homework? Huh? Do you have any friends? Do you have a best friend? Does he have a big coat, too?...
Michael: - Go away !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Elf er frábær jólamynd. Hér er John Favreau kominn í leikstjórastólinn og skilar sinni vinnu glæsilega. Hún er mjög falleg mynd, sérstaklega hvað varðar boðskap og útlit. Svo bætir hann miklum fíflaskap við í formi Will Ferrell. Þessi leikari er búinn að skrá sitt nafn sem einn af fyndnustu leikurum Bandaríkjanna(með Steve Carell), og sýnir hér hversu fyndinn hann er. Svo er James Caan góður í hlutverki föður Wills. Elf er mynd sem þú getur verulega hlegið yfir, og auk þess að vera hin tilvalda jólamynd sem ætti að kæta alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Will Farrell aðdáðendur þið verðið að sjá þessa!!! Elf er í sjálfum sér ekki góð mynd en húmorinn í henni er hreint sagt ótrúlegur, þið hlægið ykkur máttlausan. Buddy, karekterinn sem Farrell leikur, elst upp á norðurpólnum og þegar hann fréttir að hann er ekki álfur eins og allir hinir fyrir utan jólasveinninn þá ákveður hann að fara til New York að leita að pabba sínum og finnur hann og þetta leysist bara uppí bráðskemmtilega mynd og eitt að því besta sem Will hefur gert og mun vera erfitt fyrir kappann að toppa þennan leik hjá sér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almennileg jólamynd fyrir alla
Í fáránlega langan tíma hef ég forðast það að horfa á þessa mynd. Satt að segja veit ég ekki alveg ástæðuna. Kannski það hafi eitthvað að gera með þá staðreynd að jólafjölskyldumyndir hafa alltof oft misheppnast síðustu ár. Annaðhvort eru þær fullvæmnar, fullbarnalegar eða bara hreinlega leiðinlegar. Í sumum tilfellum eru þær allt þrennt. Sama hvað það er, þá er jólafílingurinn oftar en ekki fjarverandi.

Elf kom mér vægast sagt mikið á óvart. Ég er reyndar sæmilegur aðdáandi Wills Ferrell enda ávallt jafn óborganlegur. Í þessari mynd nær hann að gera meira en að vera með fíflaskap. Hann býr til alveg einstaklega skemmtilega persónu og verður aldrei þreytandi þegar það kemur að trúðalátum. Sagan sjálf er líka óvenju góð. Hún er reyndar umvafin fjölkunnugum klisjum, en leikstjórinn Jon Favreau fer vel með hana. Aldrei dytti mér í hug að Faverau færi að henda sér út í eitthvað svona lagað, sérstaklega þegar maður lítur á hvers konar mynd Made var. Engu að síður virðist hann nokkuð meðvitaður um hvað hefur vantað í myndir af þessari sort langa lengi, og bætir það upp.

Elf er annars vegar bara létt, fyndin og hlý gamanmynd sem erfitt er að hafa ekki gaman af. Tilvalin í tækið um jólin.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Elf,elf,elf hvað getur maður sagt þetta er bara en eitt jólaálfadraslið þetta er nú bara þannig:

einhver álfur (will ferrel) sem kemst að því að hann er manneskja en ekki álfur og fer að leita að foreldrum sínum í stórborginni og þannig gengur þessi mynd bara og segir sig bara sjálf:


svona man ég söguna allavega

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn