Náðu í appið
1
Bönnuð innan 14 ára

Quantum of Solace 2008

(James Bond 22, B22, Bond 22)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. nóvember 2008

Have Regrets. Get Revenge.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Bond er búinn að handsama manninn sem kúgaði Vesper Lynd og hefur rannsókn á glæpasamtökunum sem hann er hluti af. Engar upplýsingar eru til um þessi samtök hjá bresku leyniþjónustunni. Þegar það kemur síðan í ljós að hátt settir aðilar innan MI5 eru á mála hjá samtökunum verður það augljóst hversu öflug þessi samtök eru. Á sama tíma eru yfirmenn... Lesa meira

Bond er búinn að handsama manninn sem kúgaði Vesper Lynd og hefur rannsókn á glæpasamtökunum sem hann er hluti af. Engar upplýsingar eru til um þessi samtök hjá bresku leyniþjónustunni. Þegar það kemur síðan í ljós að hátt settir aðilar innan MI5 eru á mála hjá samtökunum verður það augljóst hversu öflug þessi samtök eru. Á sama tíma eru yfirmenn MI5 ekki vissir um að þeir geti treyst James Bond sem virðist hafa meiri áhuga á að hefna fyrir dauða Vesper.... minna

Aðalleikarar


Það er skylda að fara á Bond í bíó. Það er augljóst að auglýsendur vita það, óþolandi að þurfa að horfa á auglýsingar í 20 mín þegar maður er búinn að borga sinn inn. Nóg um það. Bond er hér í fantaformi, bókstaflega. Myndin byrjar með miklum látum og maður fær varla að anda þar til í lokin. Það er tikkað í öll boxin, stúlkur, byssubardagar, eltingaleikir (ég taldi 6), bílar, bátar, flugvélar, you name it. Ok, þeir slepptu Q en allt annað var með. Casino Royale gerðist á undan fyrstu myndinni (Dr. No) og Quantum er beint framhald af henni. Helsti tilgangurinn virðist vera að kynna til sögunnar samtökin Spectre sem var óvinur Breta í mörgum af fyrstu Bond myndunum. Daniel Craig er ofursvalur sem Bond eins og síðast en það vantar kannski eftirminnilega bond gellu og virkilega flottan skúrk. Ég skemmti mér konunglega og fékk allt út úr myndinni sem ég sóttist eftir.

Hér er hægt að lesa nánar um Spectre:
http://en.wikipedia.org/wiki/SPECTRE

Þó að myndin virkaði vel á mig er ekki ekki að slá í gegn hjá öllum. Foreldrar mínir urðu fyrir vonbrigðum fyrst og fremst af því að það var ekki mikið um léttleika í myndinni eins og oft áður. Auður, konan mín, kvartaði yfir því að hasaratriðin væru of hröð og maður gæti því ekki náð að öllu sem væri að gerast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Betri en Casino Royale

Jæja, nýasta James Bond myndinn er ekki slæm en hún gæti verið smá vonbrigði því að hún er ekki það brjálæðislega James Bondleg því að Daniel Craig seigir aldrei "Bond, James Bond"sem ég hef alltaf fílað í hinum James Bond myndunum og themið kom í cretid listanum sem rétt svo náði að sína að þetta væri James Bond mynd.

Eina stóra kvörtunin sem ég hef er að Það var dáltið erfit að fylgjast með söguni og það var eingin Q.En annars Actionið var mjög Fjölbreitt og spennandi Ólíkt Casino Royale þar sem það var bara eltíngaleikur og "Póker hasar" Ef ég vil horfa á "Póker hasar" Horfi ég á Fucking Pabba Min spila fucking texas.Daniel er Mjög eftirminnilegur sem James Bond og hann er miklu harðari en Píkann hann Píers Bros :) man (Pierce Brosnan)
Í Quantum var byssu hasar, Jakie Chan hasar, Eltingaleikur á fótum, Eltingaleikur á bílum og SPREINGINGAR!

Þannig að Quantum er alveg Fín, Sterkur leikur frá Daniel, Sterkur hasar, Sagan Dáltið slöpp en samt fín mynd. 3.5 af 5

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ó James Bond James Bond
Hvað getur maður eiginlega sagt nema að James Bond is back og heldur manni við efnið og söguþráðurinn nær að sýna og gefa karakternum því hlutverki sem James Bond er raunverulega að mínu mati. Sem fyrr þá nær leikstjórinn að koma öllu tilskila sem þarf og leikaranir flestir koma sínu hlutverkum vel tilskila.
Var ánægð með heildarsvip myndarinnar, hasar-og bardagaatriðin sýndu það sem þau áttu að gefa frá sér þ.e. spark í adrenalíninu.

Loka einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stór vonbrigði!!!
Sem huge Bond aðdáandi, beið ég virkilega spenntur eftir þessari. Casino Royale var reyndar búinn að breyta Bond forever, og búinn að koma Bond í nútímann. CR virkaði reyndar alveg mjög vel. Daniel Craig fór virkilega vel með hlutverk Bonds(þó hann nái aldrei hæðum Connerys) og hún var alveg fínasta skemmtun. En þó vantaði allt sem einkenndi Bond(þ.e. allar tæknigræjurnar og bara flest sem einkennir Bond). Og þessi nýjasta ræma er ekki að bæta aðstæðurnar. Í rauninni er hún bara að gera Bond verri. In fact, ég get bara því miður ekki kallað þetta Bond mynd. Hún einblínir allt of mikið á action atriðin, sem eru reyndar alveg ágætlega góð. En það er líka það eina sem er gott við þessa blessuðu mynd. Sem Bond mynd, er hún hræðileg. Sem heilalaus action mynd, fínasta skemmtun. Þannig að mín lokaniðurstaða: 3/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta spennumynd ársins
Daniel Craig er mættur aftur sem James Bond. Síðasta Bond myndin, Casino Royale var nýtt upphaf fyrir seríuna sem hafði staðnað og orðið föst í gömlum og úreltum klisjum. Hinn nýi Bond er mannlegri og heilstæðari sem persóna. Í Casino Royale verður hann ástfangin af hinni glæsilegu, Vesper Lynd. Þegar í ljós kemur að glæpasamtök hafa verið að neyða hana til samstarfs við sig og til að svíkja Bond, fremur hún sjálfsmorð.

Quantum of Solace hefst þar sem Casino Royale endaði. Bond er búinn að handsama mannin sem kúgaði Vesper Lynd og hefur rannsókn á glæpasamtökunum sem hann er hluti af. Engar upplýsingar eru til um þessi samtök hjá bresku leyniþjónustunni, MI5. Þegar það kemur síðan í ljós að hátt settir aðilar innan MI5 eru á mála hjá samtökunum verður það augljóst að hversu öflug þessi samtök eru. Á sama tíma eru yfirmenn MI5 ekki vissir um að þeir geti treyst James Bond sem virðist hafa meiri áhuga á að hefna fyrir dauða Vesper Lynd.

Quantum of Solace er fyrr í gang en Casino Royale og það er mun meiri hasar í henni. Þó er einnig í henni að finna allt það sem gerði Casino Royale að klassík. Plottið í myndinni er afar áhugavert og vondi karlinn, Dominic Greene er með þeim svalari. Túlkun Daniel Craig á James Bond er að mínu mati betri en þeirra sem á undan honum fóru með hlutverkið. Líklega þá á persónusköpunin og handritið stóran hluta í því. Eitt sterkasta atriðið í myndinni er þegar James Bond heldur utan um deyjandi vin sinn, það atriði eitt segir okkur meira um Bond en flest önnur.

Þessi mynd skartar einnig einu flottasta atriði Bond seríunnar. Bond hefur komist að því að lykilmenn í samtökunum ætla að hittast í óperunni, þar sem þeir ræða saman í gegnum talstöðvar á meðan á sýningu stendur. Verið er að sýna lokin á fyrsta þætti óperunnar Tosca eftir Puccini þegar Bond kemur upp um þá.

Þeir sem voru hrifnir af Casino Royale verða ekki fyrir vonbrigðum með Quantum of Solace. Hún er hröð, fyndin og vel skrifuð. Besta spennumynd ársins hingað til.

Davíð Örn Jónsson
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn