Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Spy Who Loved Me 1977

(James Bond 10)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

For Summer OO77

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Fyrir tónlist, listræna stjórnun og besta frumsamda lag í kvikmynd; Nobody does it better eftir Marvin Hamlisch og Carole Bayer Sager

James Bond fær það verkefni að finna út úr því afhverju konunglegur Polaris kafbátur með sextán kjarnaodda innanborðs, hverfur eins og dögg fyrir sólu á eftirlitssiglingu. Bond vinnur að málinu með Majór Anya Amasova og tekst á við hinn slóttuga Karl Stromberg, og aðstoðarmann hans Jaw, sem er með stáltennur. Bond verður nú að finna út úr því hvar... Lesa meira

James Bond fær það verkefni að finna út úr því afhverju konunglegur Polaris kafbátur með sextán kjarnaodda innanborðs, hverfur eins og dögg fyrir sólu á eftirlitssiglingu. Bond vinnur að málinu með Majór Anya Amasova og tekst á við hinn slóttuga Karl Stromberg, og aðstoðarmann hans Jaw, sem er með stáltennur. Bond verður nú að finna út úr því hvar kafbáturinn er staðsettur áður en kjarnorkuflaugarnar verða sendar af stað, og ný heimsstyrjöld brýst út. ... minna

Aðalleikarar


Af þeim sjö Bond myndum sem Roger Moore lék titil hlutverkið í, er þriðja myndin, The Spy Who Loved Me sú besta. Roger Moore er orðin vanur að leika Bond og gerir það næstum eins vel og Sean Connery gerði. En það sem gerir Roger góðan sem Bond er að hann veit að hann er ekki Sean, hann gerir Bond að sinni persónu, reynar er Roger sem Bond lengst frá þeim Bond sem Ian Fleming skapaði, en það var samt betra en það sem George Lazenby gerði í On Her Majesty's Secret Service þar sem hann reyndi aðalega að herma eftir Connery.


The Spy Who Loved Me fjallar um ofurvondakarlinn Stromberg (Curt Jurgens) , hann hefur stolið 2 kafbátum sem geyma kjarnorkusprengjur, einum frá Sovetríkjunum og einum frá Bretlandi. Hann ætlar sér að nota sprengjurnar til að byrja þriðju heimstyrjöldina. Með því að sprenja upp New York og Moskvu. Eftir styrjöldina ætlar hann að ráða yfir hinum nýja heimi, sem verður neðarsjávar. Aðstoðarmaður Strombergs er Jaws (Richard Kiel), án efa vinsælasti óvinurinn, hann hefur járn tennur og getur rifið í sundur bíla, drepið hákarla, klippt í sundur keðjur. Það er gaman að fylgjast með hvernig Bond nær að koma sér út úr bardögunum við Jaws þar sem að Bond hefur ekki roð við hann líkamlega séð.



Í þetta sinn fer Bond ekki einn síns liðs að berjast við óvinina, hann fær hjálp frá rússneska njósnaranum Triple X eða Major Anya Amasova (Barbara Bach). Q (Desmond Llewelyn) færir honum auðvitað tæki, t.d. nýjan bíl, hvítan Lotus sem getur orðið að kafbáti. Það eru mörg flott atriði í myndinni, eitt flottasta var rétt áður en titillagið var spilað í byrjuninni, Bond fer á skíðum framm af bjargi, hann svífur í loftinu, hendir frá sér skíðunum og opnar fallhlíf sem er risastór breskur fáni. Áhættuleikarinn Rick Sylvester fékk um þrjátíu þúsund dali fyrir að leika þetta atriðið og var það vel þess virði.


Það er mikill húmor í myndinni, skopstælð atriði úr myndum eins og Jaws og Lawrance of Arabia. Hún er mjög góð og vel gerð. Má nefna að eftir að myndin var sýnd í Bretlandi seldust upp allir hvítir Lotus bílar og sagt er að sumir hafi farið á þriggja ára biðlista eftir bíl

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var fyrsta James Bond myndin sem ég sá í kvikmyndahúsi og man ég enn eftir eftirvæntingunni sem gagntók mig, enda nýbúinn að uppgötva bækurnar. Þetta var 1. október árið 1979 og sat ég á þriðja bekk upp á svölum í Nýja Bíói á Akureyri með ungum jafnaldra mínum. Ég man þetta vegna þess að ég varðveitti bíómiðann í mörg ár eftir það. Ekki er þó hægt að segja að myndin hafi elst vel. The Spy Who Loved Me var fyrsta Bond myndin sem Albert R. Broccoli var einn um að framleiða, en hann vildi ná til stærri markaðshóps með því að gera seríuna fjölskylduvænni en verið hafði fyrsta áratuginn. Þessi óheillaþróun hófst í upphafi áttunda áratugarins með gerð Diamonds are Forever, slökustu Bond mynd Connerys, og einkenndi síðan allan feril Moores. Það er þó ekki við Broccoli að sakast að hann skuli ekki hafa byggt kvikmyndina á bókinni í þessu tilfelli, því þegar höfundur hennar, Ian Fleming, seldi kvikmyndaréttinn setti hann það skilyrði að aðeins mætti nýta titil sögunnar en ekki efni hennar. Margir þekktir handritshöfundar voru fengnir til að skrifa handrit að myndinni, en Broccoli hafnaði þeim öllum og ákvað í staðinn að gera ævintýramynd í teiknimyndasögustíl fyrir alla aldurshópa. Fyrir vikið sitjum við uppi með ósköp á borð við fígúruna Skolta, sem er hér samt skömminni skárri en í næstu mynd á eftir, Moonraker. Snillingurinn Orson Welles var um tíma fenginn til þess að skrifa handrit myndarinnar, en hann hvarf frá því verki eftir að Broccoli hafnaði tillögum hans. Hugmynd Welles um brjálaða skipakónginn, sem vildi eyða öllu lífi á yfirborði jarðar og reisa í staðinn stórborgir í undirdjúpunum, var engu að síður nýtt með nokkuð góðum árangri. Enda þótt Welles hefði örugglega orðið jafnflottur í hlutverki skipakóngsins og hann var sem þrjóturinn Le Chiffre í Bond myndinni Casino Royale, verður Curt Jurgens engu að síður að teljast til eftirminnilegustu skúrka seríunnar. „Njósnarinn sem elskaði mig“ er þó frekar slök Bond mynd, sem ástæðulaust er að eltast við nema maður hafi ekkert þarfara með tímann að gera. Ef slíkar aðstæður skyldu einhvern tímann koma upp, ber samt að velja breiðtjaldsútgáfuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn