Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Diamonds Are Forever 1971

(James Bond 7)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Bond is back...with the excitement

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta hljóð.

Njósnarinn James Bond fær hér það verkefni að komast að því hver hefur verið að smygla demöntum. Hann fer í dulargervi og þykist vera Peter Franks. Hann slæst í för með Tiffany Case, og þykist sjálfur vera að smygla demöntunum, en öllum langar í þessa demanta. Hann þarf að vara sig á Hr. Wint og Hr. Kidd, stórhættulegu tvíeyki sem eirir engu sem verður... Lesa meira

Njósnarinn James Bond fær hér það verkefni að komast að því hver hefur verið að smygla demöntum. Hann fer í dulargervi og þykist vera Peter Franks. Hann slæst í för með Tiffany Case, og þykist sjálfur vera að smygla demöntunum, en öllum langar í þessa demanta. Hann þarf að vara sig á Hr. Wint og Hr. Kidd, stórhættulegu tvíeyki sem eirir engu sem verður í vegi fyrir þeim. Ernst Stavro Blofeld kemur einnig við sögu. Hann gæti verið búinn að breyta útliti sínu, en er hann tengdur demantaráninu? Og ef svo er, getur Bond loksins sigrað erkióvin sinn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þrátt fyrir nokkrar flottar senur er þetta langsísta Connerymyndin í Bondseríunni. Connery er flottur að vanda, en allt annað í þessari mynd er sorp, ef undan er skilið titillagið sem er með betri Bondlögum.

Fúskið við gerð myndarinnar virðist gríðarlegt, en keyrir um þverbak þegar Bond ekur Mustang á tveim hjólum milli húsa - og kemur akandi á hinum tveim hjólunum út! Verður það að teljast einn sorglegast bíófeill sögunnar að mínu mati. Ein og hálf stjarna, og er það bara af því að Connery er langflottastur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aðstandendur kvikmyndarinnar Diamonds are Forever hefðu betur nýtt meira en titilinn úr þessari fjórðu bók Ian Flemings um njósnarann James Bond, því handritið stendur henni langt að baki. Það er sem þeim Broccoli og Saltzman hafi nú þótt fjárhagslega vænlegt að taka mið af fjölda misslakra skopstælinga á Bond myndunum með því að auka við aulahúmorinn og ólíkindin á kostnað spennunnar, en það sjónarmið einkenndi því miður framleiðslu þeirra næstu árin. Þrátt fyrir að Diamonds are Forever hafi orðið dýrasta Bond myndin fram til þessa og í raun mun dýrari en flestar framhaldsmyndirnar, er framleiðslan samt ótrúlega handahófskennd og metnaðarlaus. Kvikmyndatakan er þannig mun síðri en í fyrirrennurunum og klippingarnar klúðurslegar eins og til dæmis skiptin frá borpallinum í lok myndarinnar yfir til skemmtiferðarskipsins. Leikararnir eru sömuleiðis margir slakir, en sennilega engir þó meir en þau Jill St. John og Jimmy Dean. Charles Gray í hlutverki erkifjandans með hvíta köttinn líður jafnframt fyrir illa skrifað handrit og stendur Sean Connery langt að baki, sem vitaskuld lék Blofeld með sóma í Bond myndinni Thunderball. Gray hefur í raun oft gert betur, til dæmis sem njósnarinn er var myrtur fyrir framan nefið á Bond snemma í myndinni You Only Live Twice. Meira að segja Connery virkar nú áhugalaus í hlutverki helsta bjargvættis breska heimsveldisins, en hann mun aðeins hafa samþykkt að leika hann á ný eftir að framleiðendurnir buðu honum hæstu laun, sem nokkur leikari hafði þá fengið, auk þess sem kvikmyndafyrirtækið hét því að framleiða fyrir hann þrjár kvikmyndir að eigin vali. Launin lét Connery engu að síður renna óskipt í sjóð tengdum skoska þjóðernisflokknum, enda eindreginn stuðningsmaður hans. Þrátt fyrir alla annmarkana á Diamonds are Forever má samt finna góð atriði í henni eins og til dæmis slagsmálaatriðið í lyftunni og nokkur hnyttin tilsvör auk velheppnaðrar tónlistar og glæsilegs Mustangs, en því miður megnar ekkert af þessu að bjarga myndinni fyrir horn. Þeir, sem vilja sjá hana, ættu þó að velja sér breiðtjaldsútgáfuna, widescreen, því hún er mun betri á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn