Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Octopussy 1983

(James Bond 13)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

James Bond's all time high.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Octopussy hefst á því að leyniþjónustumaður er myrtur með falsað Fabergé-egg í fórum sínum. James Bond er settur í málið og uppgötvar fljótt að maðkur er í mysunni sem aldrei fyrr. Bandbrjálaður og grimmlyndur indverskur prins, Kamal Khan, sem er lunkinn við að svindla í kotru, reynist tengja rússneska dýrgripinn við hinn illa og geðveika hershöfðingja... Lesa meira

Octopussy hefst á því að leyniþjónustumaður er myrtur með falsað Fabergé-egg í fórum sínum. James Bond er settur í málið og uppgötvar fljótt að maðkur er í mysunni sem aldrei fyrr. Bandbrjálaður og grimmlyndur indverskur prins, Kamal Khan, sem er lunkinn við að svindla í kotru, reynist tengja rússneska dýrgripinn við hinn illa og geðveika hershöfðingja Orlov sem hyggst koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni með því að sprengja kjarnorkusprengju í flugherstöð NATO í Vestur-Þýskalandi, svo mjög mislíkar honum afvopnunarferli Sovétríkjanna sálugu. Orlov er einmitt einn af hinum sígildu óvinum Bond, yfirlýstur harðlínukommúnisti sem vill þó ekkert meir en meiri gróða sér til handa. Í baráttu sinni gegn hinum illu Orlov og Kamal Khan nýtur Bond aðstoðar hinnar dularfullu Octopussy, smyglaradrottningar sem fellur fyrir njósnaranum ráðagóða, en er sjálf ekkert lamb að leika sér við.... minna

Aðalleikarar


Enda þótt Octopussy sé ein skásta James Bond mynd Roger Moores, hefur hún elst fremur illa og getur vart talist annað en miðlungs góð. Kemur þar margt til. Aulahúmor í anda Moonraker myndarinnar bregður alltof oft fyrir, pólitíkin er einfeldningsleg og fáránlegur ofleikur Steven Berkoffs sem brjálaður sovéskur herforingi skemmir mikið fyrir. Moore leikur auk þess tæpast neitt frekar en fyrri daginn. Octopussy getur engu að síður reynst viðunandi stundargaman en versnar þó við enduráhorfun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein af skárri myndum þessa sorglega hnignunartímabils Bond-sögunnar, þ.e. þegar Moore fékk að leika hann. Leikur Moore, eða skortur þar á, ásamt næfurþunnum söguþræði skemma fyrir, en þó nokkur ágætis atriði lyfta myndinni aðeins yfir meðallag. Þetta er þó alltaf Bond-mynd þegar allt kemur til alls.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn