Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Licence to Kill 1989

(James Bond 16)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. ágúst 1989

James Bond is out on his own and out for revenge.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Tilnefnd til Edgar Allen Poe verðlaunanna.

Vinur breska njósnarans James Bond, 007, Felix Leiter, er skilinn eftir nær dauða en lífi, af eiturlyfjabaróninum Franz Sanchez. Bond fer af stað að leita að Sanchez, en ekki eru allir jafn ánægðir með það. MI6 leyniþjónustan, telur að Sanchez sé ekki þeirra vandamál, og tekur hið víðfræga "leyfi til að drepa" af Bond. Bond verður fyrir vikið hættulegri... Lesa meira

Vinur breska njósnarans James Bond, 007, Felix Leiter, er skilinn eftir nær dauða en lífi, af eiturlyfjabaróninum Franz Sanchez. Bond fer af stað að leita að Sanchez, en ekki eru allir jafn ánægðir með það. MI6 leyniþjónustan, telur að Sanchez sé ekki þeirra vandamál, og tekur hið víðfræga "leyfi til að drepa" af Bond. Bond verður fyrir vikið hættulegri en nokkru sinni fyrr. Hann fær hjálp frá einum af vini Leiter, Pam Bouvier og svindlar sér inn í eiturlyfjaverksmiðjur, sem Sanchez á. Nú er spurning hvort að Bond tekst að fara huldu höfði áfram, eða hvort að Sanchez kemst að því hvað hann hefur í hyggju? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mjög góður Bondari. Dalton skilar sínu hlutverki ágætlega, en mér fannst hann þó aldrei finna sig neitt sérstaklega vel í hlutverkinu (Of drungalegur eiginlega). Aðrir karakterar eru skemmtilegir og valinn góður hópur leikara í sín hlutverk. Fyrir mikla Bond aðdáendur þá tapast með þessari mynd einn af fastakarakterunum hann Felix Leiter, sem í raun hefur elst illa í gegn um myndirnar. Það er líka gaman að sjá Del Toro í hlutverki hjálparkokks vonda mannsins. Greinilegt að manninum var ætlað að verða stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta Bond myndin í tvo áratugi. Timothy Dalton er sem fyrr hörkugóður í hlutverki Bonds og eru beibin Carey Lowell og Talisa Soto með þeim flottari í seríunni. Robert Davi sem suður-amerískur eiturlyfjabarón er sömuleiðis einn af eftirminnilegustu skúrkum hennar, en Bond segir skilið við bresku leyniþjónustuna til að leita hefnda á honum. Enda þótt ekki hafi verið notast við titil frá Bond sögunum hans Flemings í þessu tilfelli, er handritið klárlega byggt að hluta á bókinni Live and Let Die. Sjáið endilega breiðtjaldsútgáfuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bond mynd sem sker sig úr. Bond yfirgefur leyniþjónustu hennar hátignar með látum til að eltast við dópbaróninn Sanchez, sem hafði myrt Felix Leiter, sem við þekkjum úr öðrum Bond-myndum, í hákarlasnakk. Dalton fer með Bond mun nær bókunum en hinn hundleiðinlegi fyrirrennari hans, Roger Moore, og er bráðskemmtilegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

24.03.2017

Refn uppfærir Maniac Cop

Kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Winding Refn mun framleiða uppfærða útgáfu af „Maniac Cop“ og John Hyams („Universal Soldier: Day of Reckoning) leikstýrir. Danski sérvitringurinn Refn er þekktur fyrir frekar óhefðbundnar myndir...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn