Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

GoldenEye 1995

(James Bond 17)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. desember 1995

You know the name. You know the number.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Tilnefnd til tveggja BAFTA verðlauna. Fyrir brellur og hljóð.

Þegar stórhættulegt gervitunglavopnakerfi lendir í röngum höndum, þá er njósnarinn James Bond sá eini sem getur bjargað heiminum frá stórkostlegum hörmungum. Bond hefur leyfi til að drepa, og fer nú í ferðalag til Rússlands til að leita að stolnum aðgangsorðum fyrir "Goldeneye", hið magnaða geimvopn sem getur skotið stórhættulegum rafsegulgeislum niður... Lesa meira

Þegar stórhættulegt gervitunglavopnakerfi lendir í röngum höndum, þá er njósnarinn James Bond sá eini sem getur bjargað heiminum frá stórkostlegum hörmungum. Bond hefur leyfi til að drepa, og fer nú í ferðalag til Rússlands til að leita að stolnum aðgangsorðum fyrir "Goldeneye", hið magnaða geimvopn sem getur skotið stórhættulegum rafsegulgeislum niður til jarðar. Bond þarf að mæta stórhættulegum óvinum, þar á meðal hinum stórhættulega leigumorðingja Xenia Onatopp, sem notar tál og girnd, sem eitt sitt helsta leynivopn. ... minna

Aðalleikarar


Hérna var það sem að Pierce Brosnan tók við hlutverki hins svala og sjarmerandi njósnara James Bond. Maður hafði smá áhyggjur hvort að hann myndi ná að uppfylla þær kröfur að túlka Bond á réttan hátt. En eftir að hafa horft á myndina, þá er hann alveg tilvalinn í hlutverki Bonds. Alveg pottþétt sá næstbesti eftir Connery. Myndin er mjög hröð, afbragðsskemmtun, fallegar konur og mikil spenna. Allt sem á að einkenna Bond mynd er hér. Besta Brosnan Bond myndin allavega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að Goldeneye sé langbesta Bond myndin sem Connery lék ekki í,og ein af bestu Bond myndum allra tíma.

Eftir að Timothy Dalton myndirnar urðu að floppi og fengu báðar vonda dóma en það

er skiljanlegt Living daylight var skítsæmileg og license to kill algjör hryllingur örugglega ein Versta bondmynd sögunnar og svo voru Roger Moore myndirnar ekkert til að hrópa húrra fyrir þá voru ekki gerðar Bond myndir í meira en 6 ár en svo kom Goldeneye út og varð Bond Klassík.

Bond(Brosnan) og samstarfs maður hans Alec(Sean Bean) fara saman í verkefni í einu af Sovét ríkjunum sem fer úrskeiðis og kostar Alec lífið.

9 árum seinna er Bond staddur í Monako og hittir hina kynþokkafullu

Xeniu(Famke Jensen)og kemst að því að hún vinnur fyrir hershöfðingjan sem var ástæðan af dauða Alec.

En á sama tíma er tölvunördin Natalya(Izabella Scurupo) sem vinnur hjá einhverju stóru fyrirtæki útí skógi verður vitni þegar mörg hundruð vinnufélag hennar er slátrað af Xeniu og öðrum skæruliðum en þau vilja fá diskling að nafn golden eye sem gæti tortýmt hverri stórborginni á fætur annari.

Natalya lifir þetta hinsvegar af og flýr til Moskvu en Bond er þar líka svo fara þau að vinna saman en vita að einhver vill hana feiga og Bond ekki minna.

Þetta hljómar ekki eins og Bond mynd en þetta sannarlega er ein af þeim ,bílaeltingaleikir á götum Moskvu,hraði spenna,bondstelpur og brjálaðir hriðjuverka menn.Myndin er virkilegasvöl og mjög myrk á köflum.

Margir stórleikarar eru í þessari mynd svo sem Pierce Brosnan,Sean Bean

,Judi Dench,Famke Jensen og Robby Coltrene.

Í Goldeneye er svolítill feminismi þá má einnig nefa það að M er nú kona og femínisti.og Natalya er virkilega sterk kona og næstum jafnmikil aðalpersóna eins og sjálfur Bond(samt finnst mér hennar persóna vera virkilega pirrand)og Moneypenny hótar að kæra Bond fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað.Þetta getur varla verið tilviljun.

skyldu áhorf fyrir spennumyndaaðdáendur.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Goldeneye er ein besta Bond-myndin að ég held. Hún er með góðum leikurum og mjög vel búin til. Ég hef kynnt mér mjög vel allar 20 myndirnar, og þessi stendur uppi sem ein þeirra allra bestu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

. Það er komin ný manneskja sem M, kona (Judi Dench) og Moneypenny (Samantha Bond) talar um hvort hegðun Bonds sé kynferðisáreitni, þó að hún segi það í hálf gerðu gríni liggur mikið undir því. Internetið, rafpóstur og GSM símar er eitthvað sem hefur aldrei áður komið til tals í Bond myndum, nema þá í sambandi við eitthvað ótrúlegt tæki sem Q hefur fundið upp.


James Bond er í þetta skiptið leikin af Pierce Brosnan. Brosnan er frábær sem Bond, hann sameinar næstum allt það besta úr Sean Connery(sjarmann), Roger Moore(grínið) og Timothy Dalton(hörkuna), þó að hann verði aldrei eins góður og Conner þá veit hann það alla veganna og skapar sinn eigin Bond í staðinn fyrir að herma bara eftir. Í flestum hlutverkum eru komnir nýir leikarar, Samantha Bond leikur Moneypenny. Samantha er nokkuð góð sem Moneypenny, mikið betri en Caroline Bliss var í Living Daylights og Licence to Kill. Judi Dench er hin nýa M, hún er mjög góð sem M. Í staðinn fyrir Felix(sem missti fæturna í Licence to Kill) er komin annar CIA fulltrúi, Jack Wade leikin af Joe Don Baker, hann er skemmtilegur en ég skil ekki alveg af hverju Joe Don Baker var valinn til að leika hann þars em hann lék vondakarlinn í Living Daylights! Það eru fáir sem að fá að leika bæði illmennið og góða karlinn í James Bond heiminum.


GoldenEye segir frá því þegar nokkrir rússar, meðal annars fyrrverandi breskur njósnari Alec Trevelyan eða 006 (Sean Bean), ná höndum yfir leynivopni kommúnistanna, Gullaugað. Það virkar þannig að gervihnattatungl sem er tengt risastórum gerfihnattadisk sendir geisla hvar sem er á jörðina og skemmir öll raftæki í 100 m radíús. James Bond fær meðal annara hjálp frá tölvuforritaranum Natalya Simonova (Izabella Scorupco) og fyrrum njósnara KGB Valentin Dmitrovich Zukovsky (Robbie Coltrane) sem ég verð að viðurkenna að er ein af uppáhalds persónunum mínum úr James Bond myndunum. Bond keyrir líka á flottasta bílnum síðan hann keyrði á í Goldfinger, reyndar sami bílinn Aston Martin DB5. Bond fær reyndar líka glænýjan BMW Z3 Roadster frá Q en hann fær ekkert tækifræi til að nota hann. Myndin er eins og Bond myndir gerast bestar, hún er full af hasar atriðum, tækni- og sjónbrellum, flottustu bílum sem hafa verið í Bond mynd og fleira.



- www.sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir sex ára hlé kom loksins ný Bond mynd og það alveg stórskemmtileg. Um tíma gengu sögusagnir um það í fjölmiðlum, að Albert R. Broccoli hyggðist láta næstu mynd á eftir License to Kill fjalla um samband Bonds við föður sinn eins og Spielberg hafði gert í síðustu Indiana Jones myndinni, en sem betur fer varð aldrei af þeim ósköpum, enda hefðu þau vafalaust jafnast á við Moonraker, ef ekki hreinlega slegið hana út sem kalkúnn seríunnar. Þungu fargi var því af mér létt, þegar Goldeneye kom fram á sjónarsviðið, enda reyndist hún bæði þrælspennandi og óvenju vel skrifuð njósnamynd. Pierce Brosnan er ótrúlega góður sem James Bond og jafnast næstum því á við Connery í því hlutverki. Izabella Scorupco er sömuleiðis ekki aðeins langfegursta beib seríunnar, heldur einnig ein besta leikkona hennar frá upphafi. Ekki má heldur gleyma Sean Bean, sem er virkilega góður í hlutverki skúrksins, og Famke Janssen, sem er eftirminnileg sem eitt helsta handbendi hans. Leikstjórnin er góð, kvikmyndatakan glæsileg og tónlistin frábær. Örfá mistök, gallar og aulaskot í anda Moore myndanna skemma þó fyrir og draga myndina næstum því niður í tvær og hálfa stjörnu. Kaupið ykkur endilega Special Edition útgáfu myndarinnar á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn