Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Tomorrow Never Dies 1997

(James Bond 18)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. desember 1997

Tha Man. The Number. The License...are all back.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Sheryl Crowe var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir titillag myndarinnar

Leyniþjónustumaðurinn James Bond á nú í höggi við fjölmiðlamógúl, fyrrum kærustu sína og kínverskan útsendara. Elliot Carver vill ná heimsyfirráðum með fjölmiðlaveldi sínu, en til að ná því takmarki þá þarf hann að fá réttinn til að útvarpa og sjónvarpa í Kína. Carver vill hefja þriðju heimsstyrjöldina með því að etja Bretum og Kínverjum... Lesa meira

Leyniþjónustumaðurinn James Bond á nú í höggi við fjölmiðlamógúl, fyrrum kærustu sína og kínverskan útsendara. Elliot Carver vill ná heimsyfirráðum með fjölmiðlaveldi sínu, en til að ná því takmarki þá þarf hann að fá réttinn til að útvarpa og sjónvarpa í Kína. Carver vill hefja þriðju heimsstyrjöldina með því að etja Bretum og Kínverjum saman. Bond fær hjálp frá Wai Lin við þetta verkefni, að koma í veg fyrir þessar illu ráðagerðir, en hvernig á Bond eftir að ganga að takast á við þá staðreynd að fyrrum kærasta hans er nú eiginkona Carvers. ... minna

Aðalleikarar


Ég var ekki alveg nógu sáttur með þessa Bond mynd. Þó að Brosnan sé góður, þá fannst mér eitthvað vanta uppá action levelið í myndinni. Mér fannst þessi með The World is not Enough vera bara svona frekar miðlungsmyndir, sem að er frekar svekkjandi. En er alveg á því að þessi er ein af þeim verstu sem að hefur verið gerð í seríunni. Get ekki gefið henni meir en 2 stjörnur í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ofurnjósnari hennar hátignar, James Bond, mætir hér galvaskur til leiks í átjándu kvikmynd Broccoli-fjölskyldunnar um þennan mesta sjarmör kvikmyndasögunnar. Eins og alltaf í tilfelli James Bond er hér um að ræða hreinræktaða skemmtun frá upphafi til enda þar sem tæknibrellur, grín og óviðjafnanleg áhættuatriði blandast saman við sögu sem snýst um ekkert minna en heimsyfirráð - eða dauða. Í þetta sinn er það fjölmiðlakóngurinn Elliot Carver (Jonathan Pryce) sem reynist heldur betur vera að spila með ráðamenn voldugustu ríkja í heimi og etja þeim saman í alvarlegar deilur - deilur sem gætu auðveldlega leitt af sér hatrömm átök og jafnvel þriðju (og síðustu) heimsstyrjöldina. Þegar breskt herskip er eyðilagt einhvers staðar við strendur Kína veit enginn í fyrstu hver ber ábyrgðina og keppast stjórnvöld við að ásaka hvort annað. M, yfirmaður MI6 setur James Bond að sjálfsögðu í málið og ekki líður á löngu uns hann er búinn að átta sig á því að herskipamálið er bara eitt útspil í ótrúlega snjallri, en algjörlega geðveikri áætlun Carvers um heimsyfirráð. Brátt takast leikar að æsast verulega en Bond berst öflugur liðsauki í líki hinnar glæsilegu og geysilega hæfileikaríku Wai Lin (Michelle Yeoh) sem er jafn banvæn og hún er saklaus á að líta. Hér er að finna stanslausa spennu og hraða frá upphafi til enda í fantagóðri Bond-mynd. Pierce Brosnan fer að vanda á kostum í hlutverki 007, sem er ávallt jafn ómissandi fyrir alla heimsbyggðina og ekki síst breska heimsveldið. Hann er orðinn mjög sjóaður í hlutverkinu og er hann lýtalaus og afar góður í hlutverkinu. Michelle Yeoh er ágæt í hlutverki Wai Lin og er afar sjálfstæð og ákveðin kvenpersóna (táknmynd nútímakonunnar), Jonathan Pryce er hreint stórfenglegur og afar sannfærandi í hlutverki hins vægðarlausa fjölmiðlakóngs sem er hreint ekkert heilagt. Teri Hatcher birtist í litlu en góðu hlutverki Paris, eiginkonu fjölmiðlakóngsins og fyrrum ástkonu 007 og er hún alltof skamma stund á skjánum, en nær þó að minna áþreifanlega á sig sem góða leikkonu, en er ekki bara leikkonan sem túlkaði Lois Lane í Superman-þáttunum sem voru vinsælir hér fyrir nokkrum árum. Óskarsverðlaunaleikkonan Dame Judi Dench er stórfengleg að vanda sem hin volduga M, yfirmaður MI6 og er hún orðin mjög rótgróin og kröftug í hlutverki leyniþjónustuleiðtogans, enda er hún afar góð og mikilshæf leikkona. Einnig má minnast á leikarann Desmond Llewellyn sem er ávallt ógleymanlegur öllum aðdáendum þessa kvikmyndabálks, þetta er næstsíðasta skiptið sem hann birtist í hlutverki hins úrræðagóða Q, hans verður sárt saknað í framtíðinni, nú er John Cleese tekur við hlutverkinu. Tónlistin er mjög góð og stendur þar hæst gott titillag myndarinnar flutt af Sheryl Crow. Ég gef "Tomorrow Never Dies" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla unnendur ofurnjósnarans ódauðlega. Þetta er afar vönduð og vel leikin mynd sem stendur fyrir sínu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn