Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

You Only Live Twice 1967

(James Bond 5)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You Only Live Twice...and "TWICE" is the only way to live!

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til bresku BAFTA verðlaunanna fyrir listræna stjórnun.

Bandarískt geimhylki er sogað upp í það sem talið er að sé rússneskt geimskip, og þá verður allt vitlaust og þriðja heimsstyrjöldin er á næsta leiti ef ekkert verður að gert. Njósnari hennar hátignar, James Bond, fær hér það verkefni að bjarga heiminum frá þriðju heimstyrjöldinni. Bresku ríkisstjórnina grunar að geimhylkið hafi lent nærri Japan,... Lesa meira

Bandarískt geimhylki er sogað upp í það sem talið er að sé rússneskt geimskip, og þá verður allt vitlaust og þriðja heimsstyrjöldin er á næsta leiti ef ekkert verður að gert. Njósnari hennar hátignar, James Bond, fær hér það verkefni að bjarga heiminum frá þriðju heimstyrjöldinni. Bresku ríkisstjórnina grunar að geimhylkið hafi lent nærri Japan, en vondi kallinn, Ernst Blofeld, yfirmaður hinna illræmdu SPECTRE samtaka, sem dreymir um heimsyfirráð, er talinn vera höfuðpaurinn í þessari illu ráðagerð. Eini maðurinn sem getur stoppað hann er James Bond. Hann nýtur aðstoðar hinnar japönsku fegurðardísar Kissy Suzuki. ... minna

Aðalleikarar

Kjánaleg en samt bondari
Fimmta bond myndin og ein sú slappasta.
myndin er alltaf of langdregin og söguþráðurinn kjánalegur.
Samt getur maður vel skemmt sér yfir henni, þetta er bara slöpp mynd miðað við aðrar bond myndir.
Eitt af kjánalegri atriðum í mydinni er þegar bond er breitt í japana til þess að þekkjast ekki og labbar um á meðal annara japana töluvert hærri og breiðari og líkist japana ekki neitt en samt grunar engan neitt.
Svo er mikið af leiðindagöllum í myndini og eitt það asnalegasta er þegar bond er að flýgja undan öðrum bíl og þyrla kemur með risa segul og seglar hinn bílinn upp og bjargar þannig bond.
Á meðan bond er að keyra áfram horfir hann á í sjónvarpi í bílnum hvar þyrlan flýgur með hinn bílinn og varpar honum í sjóinn, og myndavélin er allantíman að mynda þyrluna á meðan hún flýgur.
En eins og ég segi þá er þetta samt bondari og því skylduáhorf fyrir alla bond aðdáendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd algjör snilld. Hér er Bond kominn enn eina ferðina í brilliant túlkun frá Sean Connery. Svo er einnig gaman að sjá Donald Pleasence í hlutverki skúrksins Ernst Stavro Blofeld(Skúrkurinn sem að Mike Myers fékk inspiration fyrir Dr. Evil). Er einnig með mjög mikið af action og skemmtanagildi þessarar myndar er í topplagi. Finnst þessi mynd eiga alveg skilið að fá fullt hús í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fimmta James Bond myndin og án efa sú lakasta sem Sean Connery lék í, þó að það sé ekki honum að kenna. Söguþráðurinn er aðalvandamálið, hann er of ótrúlegur, meira segja miðað við James Bond sögu. Það er skrifað af engum öðrum en barnarithöfuninum Roald Dahl sem skrifaði meðal annara bóka Matilda, James and the Giant Peach, Willy Wonka & the Chocolate Factory og Chitty Chitty Bang Bang. Ekki veit ég afhverju hann var fenginn til þess að gera Bond mynd en barnabækur og Bond eiga lítið saman. En allavegana gengur söguþráðurinn út á það að Blofeld (Donald Pleasence) og SPECTRE hafa stolið bandarískum og rússneskum geimskipum með þeim tilgangi að stofna til styrjaldar milli þessara tveggja heimsvelda. Bond er fengin til þess að bjarga málunum og allar vísbendingar benda á Japan. Bond fer til Japans og finnur þar, með hjálp Japönsku leyniþjónustunnar, eldfjall sem er í raun leynileg aðstaða Blofelds og lið hans. Það gerist margt annað í millitíðinni, t.d. giftist Bond en það er ekki jafn meiningarfullt og brúðkaupið í On Her Majesty's Secret Service heldur er það bara útaf starfinu.


You Only Live Twice er fyrsta myndin sem sést framan í Blofeld, í From Russia With Love og Thunderball heirðist bara illsvitandi rödd en núna er hann leikin af Donald Pleasance sem er þekktastur fyrir að leika Dr. Loomis í flestum Halloween myndunum. Útlit Blofelds er án efa þekktasta útlit hans(hann leit aldrei eins út). Sköllóttur maður með stórt ör niður hægri hluta andlitsins og með stóran hvítan kött í fanginu. En þó að Donald sé mjög góður leikari þá á hann ekki við í hlutverki illmennis og er framistaða Blofelds í myndinni svoldil vonbrigði. Fyrir þá sem ekki vita þá er Dr. Evil byggður aðalega á Blofeld úr You Only Live Twice, útlitið, kötturinn og eldfjallið.


Nafnið 'You Only Live Twice' er svoldið skemtilegt. Bond deyr nefnilega í byrjun myndarinnar. Það er meira að segja jarðarför, Bond var í sjóhernum áður en hann gekk í bresku leyniþjónustuna og fær hann mikla heiðurs athöfn þar sem lík hans er látið falla í sjóinn meðan hermenn skjóta af byssum sínum. Það þarf ekki snilling að skilja að hann hafi ekki dáið í raun og veru heldur var þetta bara til þess að plata vondu karlanna.


Þrátt fyrir frekar slappan söguþráð þá er margt gott við myndina, Sean Connery er pottþéttur sem Bond. Þó að hann hafi í raun verið komin með algert ógeð á persónunni. Þetta átti meira að segja að vera seinasta Bond myndin en hætt var við það. Titillagið 'You Only Live Twice' með Nancy Sinatra er eitt minnistæðasta Bond lagið og er mjög gott. Það er mikið af hasar atriðum og tækjum, t.d. lítlil þyrla sem passar í fimm töskur ósamsett og er kölluð 'Nellie'.

- www.sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fram til þessa höfðu handritshöfundar Bond myndanna verið tiltölulega trúir bókum Ian heitins Flemings, en nú var illu heilli brugðið út af þeirri stefnu, enda þótt kvikmyndin You Only Live Twice eigi út af fyrir sig meira skylt með bókinni en flestar framhaldsmyndirnar, sem héldu aðeins eftir titlunum. Þetta þýðir þó ekki, að myndin sé með öllu vond. Connery er sem fyrr frábær í hlutverki njósnara hennar hátignar og jafnt kvikmyndatakan sem tónlistin eru til sóma. Það sem dregur myndina hins vegar niður eru fáein slæm mistök við vinnslu hennar og leiðinlegir gallar í handriti norska rithöfundarins Roald Dahls. Stýrið á hvítum sportbíl, sem Bond er farþegi í, er þannig ýmist hægra eða vinstra megin, þar sem filman hefur bersýnilega snúist við, og aldrei þessu vant drekkur Bond Martini drykkinn sinn hrærðan en ekki hristann! Þar að auki er eitt helsta bílahasaratriði myndarinnar óvenju heimskt, þar sem Bond sér í bílasjónvarpi, hvernig þyrla kemur honum til bjargar með því að hrífa upp bifreið þrjótanna á eftir honum með stórum segli og varpar henni síðan niður í hafið í fjarska. Að lokum er með ólíkindum, hvernig Bond tekst á síðustu stundu að hafa upp á oftar en ekki fyrirferðamiklum aukabúnaði, eins og til dæmis við bækistöðvar hryðjuverkasamtakanna SPECTRA í japönsku eldfjalli, þar sem honum tekst fáklæddum að verða sér út um viðeigandi bardagabúning með sogskálum og öllum græjum áður en hann heldur inn í þær. Þrátt fyrir þessa galla verður myndin að teljast góð, enda gef ég henni tvær og hálfa stjörnu. Þar sem myndin var auk þess gerð í Panavision, er ekki horfandi á hana á myndbandi nema á breiðtjaldi, þ.e. widescreen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn