Náðu í appið

Nýtt á Stöð 2 Leigunni

SpennaÆvintýri
Leikstjórn Rob Cohen
Xander "XXX" Cage er spennufíkill sem hingað til hefur verið lýstur ósnertanlegur af lögregluyfirvöldum. NSA fulltrúinn Gibson neyðir XXX til að vinna með ríkisstjórninni og blanda sér inn í rússneska glæpaklíku, og sleppa þar með við fangelsisdóm. Gibbons sendir XXX inn í klíkuna, og þarf nú að berjast gegn henni, en henni er stjórnað af hinum miskunnarlausa, tómhyggjumanni Yorgi sem hefur ákveðið að ráðast fyrst á Prag.
SpennaRómantíkÆvintýri
Leikstjórn Brian Helgeland
Heath Ledger (Patriot), er William Thatcher, bóndasonur með drauma um að verða riddari í burtreiðum en það er íþrótt fyrir virta aðalsmenn, ekki bóndasyni. Þetta stoppar aftur á móti ekki drauminn hans, og gerir hann það sem þarf til að fá að keppa, jafnvel þótt að það þýði að svindla og ljúga örlítið.
GamanDramaUnglingamynd
Leikstjórn Richard Linklater
Það er lokadagur miðskólans í litlum bæ í Texas árið 1976. Eldri nemendur níðast á nýnemunum, og allir eru að reyna að komast í vímu, verða drukknir eða komast í bólið með einhverjum, jafnvel fótboltastrákarnir sem hafa skrifað undir samning um að láta allt slíkt vera.
RómantíkDramaStuttmynd
Leikstjórn Ryan Murphy
Byggð á metsölubók Elizabeth Gilbert. Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili - en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim.
Útgefin: 27. janúar 2011
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Wayne Wang
Marisa Ventura er einhleyp móðir, fædd og uppalin í New York, og vinnur sem þerna á fyrsta flokks hóteli á Manhattan. Örlögin haga því svo til að Marisa hittir Christopher Marshall, myndarlegan erfingja valdamikillar fjölskyldu, sem heldur fyrir misskilning að hún sé gestur á hótelinu, og þau eyða kvöldi saman. Þegar í ljós kemur hver Marisa er í raun og veru, þá komast þau að því að þau koma úr tveimur gjörólíkum heimum, þó svo að vegalengdin á milli þeirra sé ekki svo löng, á milli Manhattan og Bronx.
GamanRómantík
Leikstjórn Dennis Dugan
Danny er lýtalæknir sem þykist vera óhamingjusamlega giftur til að ná í kvenfólk, og hefur gert það í langan tíma með afar góðum árangri. Einn daginn hittir hann hins vegar konu sem heillar hann algerlega upp úr skónum, hina fögru Palmer. Hann notar ekki þessa siðlausu aðferð til að næla í hana en þau ná brátt vel saman og hefja ástarsamband. Þegar hún finnur svo „giftingarhring“ Dannys í buxnavasanum hans eru góð ráð dýr fyrir Danny, sem vill ekki hrekja hana burt. Hann segist vera á lokastigum skilnaðar og fær í framhaldinu skrifstofustjórann sinn, Katherine, til að þykjast vera eiginkona hans þegar Palmer krefst þess að hitta hana. Þessi lygi leiðir svo óhjákvæmilega til fleiri lyga og brátt hefur Danny komið börnum Katherine í vefinn og ferðast með þau öll til Hawaii í frí til að sannfæra Palmer um ágæti sitt. Það á eftir að reynast erfiðara en hann hélt...
Útgefin: 9. júní 2011
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Kirk Jones
Myndin er innblásinn af metsölubókinni What to Expect When You´re Expecting og fjallar um fimm pör, og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarps-líkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningarstjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Rithöfundur sjúkur í börn og lögfræðingurinn Wendi fá að kynnast nýrri hlið á Wendy þegar hormónarnir flæða um líkamann þegar hún verður ólétt, en maður hennar Gary, rembist við að vera ekki eftirbátur föður síns, sem einnig á von á barni, eða tvíburum öllu heldur, með ungri eiginkonu sinni, Skyler. Ljósmyndarinn Holly er tilbúin að ferðast um heiminn þveran og endilangan til að ættleiða barn en Alex eiginmaður hennar er ekki jafn viss, og leitar hjálpar í stuðningshópi fyrir karlmenn.
Útgefin: 11. október 2012
TeiknaðÍslensk mynd
Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga.
RómantíkDramaSöngleikurDansmynd
Leikstjórn Chris Columbus
Þessi rokkópera er byggð á óperunni “La Boheme” eftir Puccini, en hún segir frá ári í lífi vinahóps í fátækrahverfum New York borgar og baráttu þeirra við örbirgð og alnæmi.
GamanTónlist
Leikstjórn Paul Weitz
Martin Tweed stjórnar vinsælli hæfileikakeppni í sjónvarpi, American Dreamz, og þó að hann þoli ekki í hvert sinn þegar ný þáttaröð byrjar, þá er keppnin alltaf gríðarlega vinsæl. Tweed ákveður að nú sé kominn tími til að fá inn nýja og spennandi þátttakendur og sendir starfsmenn sína útaf örkinni til að finna skrýtnasta fólkið sem það finnur, til að taka þátt í þáttunum. Á meðan þetta er að gerast þá er forseti Bandaríkjanna að verða sífellt þunglyndari, og stólar á starfsmannastjóra sinn í einu og öllu, jafnvel þegar kemur að því að verða dómari í hæfileikakeppninni. Þetta eru frábærar fréttir fyrir hryðjuverkamennina sem sjá hæfileikakeppnina sem fyrirtaks leið til að komast í tæri við forsetann.
DramaÆvintýriSöngleikurSöguleg
Leikstjórn Julie Taymor
Jude er ungur maður frá Liverpool sem ferðast til Bandaríkjanna til að finna föður sinn. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er aðeins upphafið á miklu ævintýri sem að snýst í kringum stríð, byltingu og ást. Myndin einkennist af Bítlalögum sem flutt eru í nýjum og glæsilegum útgáfum.
GamanRómantíkTónlist
Leikstjórn Ed Harris
Myndin gerist árið 1973 þegar rokkið lifir enn í gömlum glæðum. William Miller er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni er að skrifa um hljómsveitina Stillwater. Hann kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane. Hann hrífst af henni en líka af tónlistinni. William fær síðan að ferðast með bandinu og lendir hann í ýmsum ævintýrum.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Grímur Hákonarson
Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Þráinn Bertelsson
Magnús er lögfræðingur sem kippir sér ekki upp við að láta bera út ekkju og munaðarleysingja, en honum bregður í brún þegar hann fær skyndilega að vita að hann sé haldinn alvarlegum sjúkdómi.
GamanDrama
Líf fasteignasalans Hildy Good fer að skýrast þegar hún byrjar með gömlum kærasta frá New York.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Sarah Smith
Artúr bjargar jólunum afhjúpar loksins leyndarmálið sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu? Skýringin: Úthugsað skipulag og hátæknivædd starfsemi, vel falin fyrir okkur hinum. Í aðalhlutverki er fjölskylda sem fer sífellt á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu og það er sonurinn Artúr sem fær upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni sem verður að klára áður en jólin renna upp.
Útgefin: 8. nóvember 2012
GamanFjölskylda
Leikstjórn Joe Roth
Þegar einkadóttir Luther og Nora Kranks fer til annars lands, þá ákveða þau að sleppa jólunum þetta árið, og fara þess í stað í skemmtisiglingu. En bæjarbúar eru allt annað en ánægðir með þetta, enda hefur jólahald þeirra ávallt verið stór hluti af jólunum í bænum. Þegar dóttir þeirra hringir á síðustu stundu og ákveður að koma heim um jólin, þá hafa Kranks hjónin 12 tíma til að koma sér í jólagírinn og gera allt klárt, áður en dóttirin og kærastinn mæta á svæðið!
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Jaume Balagueró
Thom er bráðsnjall verkfræðingur sem hefur mikinn áhuga á öryggisgeymslum Spánarbanka. Byggingin er meira en 100 ára gömul, engar teikningar eru til af henni og hluti af öryggiskerfinu er neðanjarðarfljót sem fylla mun bankahvelfinguna á augabragði ef einhver brýst inn. Þegar Thom fréttir að goðsagnakenndur týndur fjársjóður verði geymdur í hvelfingunni í tíu daga, þá ákveður hann, ásamt listaverkasalanum Walter “Cunningham” að brjótast inn í geymslurnar. Til þess hafa þeir einungis 105 mínútur, á meðan starfsmenn bankans eru uppteknir við að horfa á úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni í fótbolta árið 2010, þar sem spænska landsliðið keppir við Holland.
GamanRómantík
Leikstjórn Yumi Takamatsu
Kate Reddy er tveggja barna móðir sem vinnur sem sérfræðingur hjá virtu fjármálafyrirtæki. Starfið er erilsamt og krefjandi, en um leið það skemmtilegasta sem Kate gerir. Samtímis er það aðaltekjulind heimilisins því eiginmaður hennar, arkitektinn Richard, hefur ekki verið að skaffa vel undanfarið af ýmsum ástæðum. En Kate þarf að gera meira en að mæta í vinnuna og standa sig vel þar því hún hefur einnig nóg að gera heimavið og þótt það geti verið erfitt að finna tíma fyrir öll fjölskyldutengdu skylduverkefnin þá er hún ákveðin í að gera sitt besta, hvað sem það kostar. En það er stundum erfitt að ætla sér að gera alltaf vel í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur ...
Útgefin: 15. desember 2011
SpennaVestriÆvintýri
Leikstjórn Martin Campbell
Hinn goðsagnakenndi Zorro lendir í nýju ævintýri þar sem hann þarf að vernda framtíð Kaliforníu og íbúa ríkisins. Í þetta sinn þá fær hann hjálp frá hinni fögru eiginkonu sinni Elena, og ungum syni þeirra, Joaquin. Það togast á í Alenjandro De LaVega, líf hans sem Zorro og líf fjölskyldumannsins. Eftir að Alejandro svíkur loforð sitt um að hætta að klæðast grímu Zorro, þá fer Elena frá honum, og byrjar með greifanum Armand. En dularfull sprenging í eyðimörkinni fær Zorro til að gruna að ekki sé allt með felldu hvað Armand varðar, og hann er staðráðinn í að upplýsa málið. En það eru fleiri en hann sem hafa áhuga á málinu.