Náðu í appið

Nýtt á Stöð 2 Leigunni

RómantískDramaSpennutryllirSöngleikur
Leikstjórn Joel Schumacher
Söguþráður Bitur maður sem hefur verið vanskapaður frá fæðingu, og þekktur einungis sem the Phantom, eða Óperudraugurinn, býr í ræsinu undir óperuhúsinu í París í Frakklandi. Hann verður ástfanginn af sópransöngkonunni Christine, og kennir henni í einkatímum, á milli þess sem hann hrellir aðra starfsmenn óperuhússins, og krefst þess að Christine fái aðalhlutverk. Það versnar í því þegar Christine hittir æskuástina Raoul og þau tvö verða ástfangin. Draugurinn ákveður að ræna henni og halda henni fanginni, svo hún verði hans að eilífu. Raoul er nú sá eini sem getur stöðvað hann.
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Jack Hall, sem er vísindamaður sem rannsakar veðrakerfi Jarðarinnar, telur að ný ísöld sé á næsta leyti, vegna hlýnunar Jarðar. Hann reynir að viðra efasemdir sínar á ráðstefnu þar sem varaforseti Bandaríkjanna er staddur. Þar sem skoðanir Hall geta skaðað ýmsa aðila sem styðja ríkisstjórnina, þá skýtur varaforsetinn á Hall, og gerir lítið úr rannsóknum hans. Annar vísindamaður á ráðstefnunni telur hinsvegar að Hall hafi eitthvað til síns máls. Þessi vísindamaður vinnur á veðurathugunarstöð og sér hvernig hlýnun Jarðar er að breyta veðrakerfunum. Hann talar við Hall, sem er undrandi og reynir að vara ríkisstjórina við, en varaforsetinn, vill ekki trúa honum frekar en fyrri daginn. En þegar versnar í málunum, þá ráðleggur Hall forsetanum að flytja alla frá suðurhluta landsins þar til veðrið batnar. Á meðan þurfa þeir sem búa norðarlega að búa sig undir mikla kulda. Hall kemst að því að sonur hans er í New York þannig að hann telur hann á að vera innandyra þar til Hall kemst til að bjarga honum, en veðrið versnar hraðar en Hall bjóst við.
DramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jean-Jacques Annaud
Söguþráður Myndin gerist í nálægri fortíð, í landi í fjarskanum. Myndin segir frá ævintýrum ungra tígrisdýraunga, tvíbura, annar er feiminn og blíður, en hinn er ákveðinn og hvass - en þeir fæddust í rústum musteris í framandi skógi. Einn örlagaríkan dag, þá skiljast bræðurnir að. Sá ákveðni er seldur í fjölleikahús, þar sem heimþrá og þráseta í búri, ræna hann lífsgleðinni. En sá feimni verður gæludýr einmana sonar ríkisstjórans, þar til að slys gerir það að verkum að hann er gefinn manni sem vill brjóta hann niður og búa til úr honum bardagadýr. Þegar þeir eru fullvaxnir þá hittast bræðurnir á ný - en nú sem andstæðingar, þar sem þeim er att hvorum gegn öðrum
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jeff Wadlow
Söguþráður Þegar vinir fara í leikinn sannleikann eða kontór, fer allt á annan veg en upphaflega var ætlað, þegar einhver fer að refsa þátttakendum, og dauðinn er á næsta leiti.
Heimildarmynd
Leikstjórn Tim Wardle
Söguþráður Þrír ókunnugir menn hittast fyrir algjöra tilviljun eftir að hafa fæðst sem eineggja þríburar en aðskildir við fæðingu og ættleiddir af þremur mismunandi fjölskyldum. Ótrúlega merkileg saga þeirra vekur athygli um heim allan á augabragði með tilheyrandi frægð og frama. Hinsvegar setja hinir ævintýrakenndu endurfundir röð atburða í gang sem verður til að ótrúlegt leyndarmál kemur í ljós – leyndarmál sem hefur róttækar afleiðingar í för með sér.
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Morgan Neville
Söguþráður Lífi Fred Rogers eru hér gerð skil, en hann stjórnaði vinsælum barnaþáttum í sjónvarpi um árabil.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Wedge
Söguþráður Unglingsstúlka er flutt djúpt inn í skóg þar sem bardagi á milli góðs og ills á sér stað. Hún slæst í lið með fjölskrúðugum hópi, og berst til að bjarga þeirra heimi - og okkar.
Útgefin: 21. nóvember 2013
Ævintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Fyrsti hlutinn í þessum epíska og margverðlaunaða þríleik sem byggður er á meistaraverkum J.R.R. Tolkien. Sagan segir frá magþrunginni ferð hobbitans Frodo að eldfjallinu hjá Mordor til að eyða hring sem að gæti dregið að sér illsku frá öllum heimshornum.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Miðkaflinn í þessum margverðlaunaða þríleik. Frodo og Sam halda áfram för sinni til Mordor meðan að aðrir bandamenn berjast við alla þá ógn sem að stefnir að þeim. Þeir félagar taka Gollum til fanga og halda áfram til Mordor með það að markmiði að eyða hringnum.
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Lokakaflinn í þríleiknum sem segir frá hinni æsispennandi baráttu gegn illskunni frá Mordor. Frodo þarf að ganga í gegnum erfiði, bæði andlega og líkamlega ef hann ætlar að eyða hringnum áður en of seint verður.
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Shane Carruth
Söguþráður Maður og kona laðast hvort að öðru í leit að fótfestu eftir að hafa bæði upplifað skelfilega misnotkun sem eyðilagði minningar þeirra.
DramaRáðgáta
Leikstjórn Asghar Farhadi
Söguþráður Íranskur maður hefur átt í erfiðleikum í hjónabandinu með franskri eiginkonu sinni. Hann yfirgefur konuna og tvö börn til að fara aftur heim til Írans. Í millitíðinni þá er eiginkona hans í sambandi við franskan mann og skrifar því eiginmanni sínum og biður um skilnað, sem neyðir manninn til að snúa aftur til Frakklands, aðeins til að sjá nýja manninn inni á heimili sínu með börnunum. Nýi maðurinn í lífi konunnar fyrrverandi er Arabinn Samir, sem reynist eiga son og eiginkonu sem liggur í dauðadái.
GamanmyndDramaHrollvekja
Leikstjórn Harmony Korine
Söguþráður Myndin er kolsvört og afar óvenjuleg kómedía eftir Harmony Korine, þar sem hópur gamalmenna og undirmálsfólks í Nashville í Tennessee hefur búið til sitt eigið litla samfélag, en fólkið sefur undir brúm, klæðir sig í búninga og hræðir vegfarendur eða finnur ruslatunnur í húsasundum og riðlast á þeim. Allt þetta er svo tekið upp á gamla VHS-upptökuvél og birtist áhorfendum í þessari mynd, sem hefur ferðast milli kvikmyndahátíða um allan heim.
Útgefin: 4. nóvember 2010
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Brian K. Roberts
Söguþráður Nýgift hjón halda upp á fyrstu Jólin sín saman. Þau bjóða fjölskyldum sínum að vera hjá sér um hátíðarnar, en þegar Steve missir vinnuna rétt fyrir Jólin og Cynthia kemst að því að hún er ófrísk, þá ákveða þau að segja engum frá til að spilla ekki jólagleðinni.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn David DeCoteau
Söguþráður Brooke Harris telur sig himin hafa höndum tekið þegar henni er boðin stöðuhækkun innan fyrirtækisins sem hún vinnur hjá og tvöföldun á launum. Vandamálið er að upphefðinni fylgir óvenjulegt og bindandi skilyrði. Skilyrðið sem forstjóri fyrirtækisins setur er að Brooke gangi í hjónaband með sér algjörlega ókunnugum manni sem að öðrum kosti yrði vísað úr landi. En eftir því sem þau kynnast betur, þá fara neistarnir að fljúga á milli þeirra.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þrívíddarteiknimyndin Monsters vs. Aliens hefst hjá Susan Murphy, sem býr í Kaliforníu. Hún verður fyrir loftsteini á leið í eigið brúðkaup og verður skyndilega 17 metra há. Hún verður skrímsli í augum annars fólks og er gripin af hernum, þar sem henni er skellt í einangrun með öðrum skrímslum, Dr. Kakkalakka, brjáluðum vísindamanni með pödduhöfuð, Týnda hlekknum, 20.000 ára gömlum mannfiski sem er kominn alveg úr formi, B.O.B., hlaupkenndu, óeyðanlegu en gagnslitlu skrímsli og Insectosaurus, meira en 100 metra hárri en afskaplega kjarklítilli pöddu Þegar geimverur ráðast skyndilega á Jörðina og hinn illi Gallaxhar krefst algerra yfirráða yfir mannkyninu verða þessi skrímsli skyndilega eina von þess, vilji það lifa af.
Útgefin: 15. október 2009
GamanmyndDrama
Leikstjórn Noah Baumbach
Söguþráður Myndin gerist á miðjum níunda áratug 20. aldarinnar. Bernard og Joan Berkman og tveir synir þeirra, Walt Berkman og Frank Berkman, eru frjálslynd fjölskylda í Brooklyn í New York. Bernard er enskukennari, en sömuleiðis var hann eitt sinn rithöfundur. Joan, byrjaði síðar að skrifa bækur, og nýtur nú velgengni sem rithöfundur. Þetta veldur spennu í hjónabandinu, og þau ákveða að skilja eftir 17 ára hjónaband. Þau semja síðan um jafnt forræði yfir drengjunum, sem eru ekki sáttir við þessi málalok.
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Phillip Noyce
Söguþráður Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu í umhverfi sínu með hjálp hjúkrunarfræðings. En hann hræðist sífellt að fá slag sem gæti gert hann að grænmeti, og hann áætlar því "brottflutning", með hjálp vinar síns sem er læknir. Þetta breytist allt þegar hann fær ábendingu frá raðmorðingja sem er greinilega miðuð að réttarmeinarannsókninni. Málið endurvekur áhuga hans á lífinu. Klár, ung lögga, Amelia Donaghy, sem er þjökuð af sjálfsmorði föður síns og heldur að hún sé næst á dagskrá raðmorðingjans, er fljót að hugsa og bjargar vettvangi fyrsta glæpsins. Hann sér að hún hefur hæfileika á sviði réttarmeinafræða, og Rhyme fær hana inn í þá deild hjá lögreglunni, án þess að hún hafi sérstakan áhuga á því sjálf. Í gegnum talstöð þá verður hún augu hans og eyru á vettvangi.
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Henry Selick
Söguþráður Ævintýragjörn stúlka finnur nýjan heim sem reynist vera undarleg og breytt útgáfa af hennar eigin óþolandi heimili. Heimurinn býr þó yfir óþægilegum leyndarmálum.
Útgefin: 29. október 2009
RómantískDramaÆvintýramyndÆviágrip
Leikstjórn Mira Nair
Söguþráður Sem ung stúlka varð Amelia Earhart algerlega heilluð af flugvélum eftir að hún sá eina slíka fljúga yfir sléttuna í Kansas, þar sem hún var alin upp. Eftir það stýrir ást hennar á flugi og flugvélum öllu hennar lífi, sem leiðir til þess að einn daginn kemur fjölmiðlakóngurinn George Putnam (Richard Gere) að máli við hana og býður henni að verða fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshafið, en sem farþegi þó. Ákveðni og áræðni hennar veldur því að á endanum verður hún flugstjórinn í þessu tímamótaflugi og verður heimsfræg fyrir. Putnam hjálpar henni að skrifa bók um flugið og verða þau smám saman ástfangin hvort af öðru og giftast. Hins vegar hefur Earhart ekki fengið fylli sína af flugi ennþá og stefnir á mörg stærri og merkilegri met, en það á eftir að hafa miklar afleiðingar...
Útgefin: 20. maí 2010