Náðu í appið

Nýtt á Stöð 2 Leigunni

SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Leonard Nimoy
Söguþráður Til að bjarga Jörðinni frá gereyðandi geimkönnunarleiðangri, þá fara Kirk og áhöfn hans, aftur í tímann til 20. aldarinnar, til að ná í tvo hnúfubakshvali sem eru einu lífverurnar á Jörðinni sem geta á átt samskipti við geimkönnunarleiðangurinn.
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Brian De Palma
Söguþráður Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum. Jim Phelps er sendur til Prag í Tékklandi til að koma í veg fyrir þjófnað á háleynilegu efni. Eiginkona hans, Claire, og félagi hans Ethan Hunt, eru hluti af sérsveit Phelps. Til allrar óhamingju þá fer eitthvað hrikalega úrskeiðis og sendiferðin mistekst, og Ethan Hunt er sá eini sem lifir af. Eftir að hann tilkynnir að verkefnið hafi mistekist, þá grunar Kettridge, yfirmanni Ethans, að það sé Ethan að kenna að verkefnið klúðraðist. Núna þarf Ethan að beita óvenjulegum aðferðum, þar á meðal þarf hann að fá hjálp hjá vopnasalanum "Max", til að finna þá sem leiddu hann í gildru, og til að hreinsa nafn sitt af ásökunum.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Henry Roth býr á Hawaii og veður í kvenfólki sem kemur til Hawaii í frí, og skemmtir sér vel. Svo hittir hann Lucy Whitmore. Bæði Henry og Lucy njóta þess að vera saman, ást fer að kvikna á milli þeirra og sambandið verður alltaf alvarlegra og alvarlegra. Þegar Henry hittir Lucy næsta dag þá skilur Henry ekki afhverju Lucy þekkir hann ekki. Þarna áttar Henry sig á að Lucy þjáist af skammtímaminnisleysi og gleymir alltaf því sem gerðist daginn áður. Henry lætur það þó ekki stoppa sig og er ákveðinn í því að heilla Lucy á hverjum degi, aftur og aftur.
Spennutryllir
Söguþráður Tess er stjarnan í vinsælum sjónvarpsþáttum. Hún vill samt losna undan steríótýpunni sem hún leikur þar, sem er fordómafull og dæmigerð persóna, sem hefur skilað henni frægð, en enginn trúir því að hún muni gefa aðalhlutverkið upp á bátinn. Þegar ljósmynd er lekið, þar sem gefið er í skyn að mótleikari hennar og eiginmaður í raun og veru, hafi haldið framhjá henni, þá leitar Tess hjálpar hjá aðstoðarmanneskju sinni. Það mun þó líklega ekki reynast mjög happadrjúgt.
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Sean McNamara
Söguþráður Þegar pínulítið geimskip flýgur inn um gluggann á skólastofunni og lendir á vísindaverkefninu á borðinu hans, þá kynnast Rod og frænka hans Elspeth hópi vinalegra geimvera - geimlöggum sem þekktar eru undir nafninu Galactic Patrol.
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Ivan Reitman
Söguþráður John Kimble er harðsnúin lögga sem hefur verið á hælunum á eiturlyfjasalanum Cullen Crisp í mörg ár. Nú er svo komið að hann er búinn að ná í skottið á Crisp, en svo virðist sem eina manneskjan sem getur vitnað gegn honum, er fyrrum eiginkona hans. Vandamálið er að hún er nú horfin, og það eina sem Kimble veit er nafnið á skólanum í Oregon sem sonur hennar er í. Þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og upphaflega var áætlað, þá neyðist Kimble til að fara huldu höfði í erfiðasta verkefni sitt til þessa, að verða leikskólakennari!
DramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jean-Jacques Annaud
Söguþráður Myndin gerist í nálægri fortíð, í landi í fjarskanum. Myndin segir frá ævintýrum ungra tígrisdýraunga, tvíbura, annar er feiminn og blíður, en hinn er ákveðinn og hvass - en þeir fæddust í rústum musteris í framandi skógi. Einn örlagaríkan dag, þá skiljast bræðurnir að. Sá ákveðni er seldur í fjölleikahús, þar sem heimþrá og þráseta í búri, ræna hann lífsgleðinni. En sá feimni verður gæludýr einmana sonar ríkisstjórans, þar til að slys gerir það að verkum að hann er gefinn manni sem vill brjóta hann niður og búa til úr honum bardagadýr. Þegar þeir eru fullvaxnir þá hittast bræðurnir á ný - en nú sem andstæðingar, þar sem þeim er att hvorum gegn öðrum
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jeff Wadlow
Söguþráður Þegar vinir fara í leikinn sannleikann eða kontór, fer allt á annan veg en upphaflega var ætlað, þegar einhver fer að refsa þátttakendum, og dauðinn er á næsta leiti.
Heimildarmynd
Leikstjórn Tim Wardle
Söguþráður Þrír ókunnugir menn hittast fyrir algjöra tilviljun eftir að hafa fæðst sem eineggja þríburar en aðskildir við fæðingu og ættleiddir af þremur mismunandi fjölskyldum. Ótrúlega merkileg saga þeirra vekur athygli um heim allan á augabragði með tilheyrandi frægð og frama. Hinsvegar setja hinir ævintýrakenndu endurfundir röð atburða í gang sem verður til að ótrúlegt leyndarmál kemur í ljós – leyndarmál sem hefur róttækar afleiðingar í för með sér.
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Morgan Neville
Söguþráður Lífi Fred Rogers eru hér gerð skil, en hann stjórnaði vinsælum barnaþáttum í sjónvarpi um árabil.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Garry Marshall
Söguþráður Myndin gerist öll á einu kvöldi, gamlárskvöldi, og við kynnumst hér nokkrum ólíkum persónum sem þó eiga það sameiginlegt með okkur öllum hinum að leita að ást, hamingju og öryggi. Öll búa þau í borginni sem aldrei sefur, New York, og þótt fæst þeirra þekkist innbyrðis eiga leiðir þeirra eftir að skarast á mismunandi hátt þetta kvöld, með ólíkum en óvæntum afleiðingum.
Útgefin: 12. apríl 2012
Ævintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Fyrsti hlutinn í þessum epíska og margverðlaunaða þríleik sem byggður er á meistaraverkum J.R.R. Tolkien. Sagan segir frá magþrunginni ferð hobbitans Frodo að eldfjallinu hjá Mordor til að eyða hring sem að gæti dregið að sér illsku frá öllum heimshornum.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Miðkaflinn í þessum margverðlaunaða þríleik. Frodo og Sam halda áfram för sinni til Mordor meðan að aðrir bandamenn berjast við alla þá ógn sem að stefnir að þeim. Þeir félagar taka Gollum til fanga og halda áfram til Mordor með það að markmiði að eyða hringnum.
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Lokakaflinn í þríleiknum sem segir frá hinni æsispennandi baráttu gegn illskunni frá Mordor. Frodo þarf að ganga í gegnum erfiði, bæði andlega og líkamlega ef hann ætlar að eyða hringnum áður en of seint verður.
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Shane Carruth
Söguþráður Maður og kona laðast hvort að öðru í leit að fótfestu eftir að hafa bæði upplifað skelfilega misnotkun sem eyðilagði minningar þeirra.
DramaRáðgáta
Leikstjórn Asghar Farhadi
Söguþráður Íranskur maður hefur átt í erfiðleikum í hjónabandinu með franskri eiginkonu sinni. Hann yfirgefur konuna og tvö börn til að fara aftur heim til Írans. Í millitíðinni þá er eiginkona hans í sambandi við franskan mann og skrifar því eiginmanni sínum og biður um skilnað, sem neyðir manninn til að snúa aftur til Frakklands, aðeins til að sjá nýja manninn inni á heimili sínu með börnunum. Nýi maðurinn í lífi konunnar fyrrverandi er Arabinn Samir, sem reynist eiga son og eiginkonu sem liggur í dauðadái.
GamanmyndDramaHrollvekja
Leikstjórn Harmony Korine
Söguþráður Myndin er kolsvört og afar óvenjuleg kómedía eftir Harmony Korine, þar sem hópur gamalmenna og undirmálsfólks í Nashville í Tennessee hefur búið til sitt eigið litla samfélag, en fólkið sefur undir brúm, klæðir sig í búninga og hræðir vegfarendur eða finnur ruslatunnur í húsasundum og riðlast á þeim. Allt þetta er svo tekið upp á gamla VHS-upptökuvél og birtist áhorfendum í þessari mynd, sem hefur ferðast milli kvikmyndahátíða um allan heim.
Útgefin: 4. nóvember 2010
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Brian K. Roberts
Söguþráður Nýgift hjón halda upp á fyrstu Jólin sín saman. Þau bjóða fjölskyldum sínum að vera hjá sér um hátíðarnar, en þegar Steve missir vinnuna rétt fyrir Jólin og Cynthia kemst að því að hún er ófrísk, þá ákveða þau að segja engum frá til að spilla ekki jólagleðinni.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn David DeCoteau
Söguþráður Brooke Harris telur sig himin hafa höndum tekið þegar henni er boðin stöðuhækkun innan fyrirtækisins sem hún vinnur hjá og tvöföldun á launum. Vandamálið er að upphefðinni fylgir óvenjulegt og bindandi skilyrði. Skilyrðið sem forstjóri fyrirtækisins setur er að Brooke gangi í hjónaband með sér algjörlega ókunnugum manni sem að öðrum kosti yrði vísað úr landi. En eftir því sem þau kynnast betur, þá fara neistarnir að fljúga á milli þeirra.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þrívíddarteiknimyndin Monsters vs. Aliens hefst hjá Susan Murphy, sem býr í Kaliforníu. Hún verður fyrir loftsteini á leið í eigið brúðkaup og verður skyndilega 17 metra há. Hún verður skrímsli í augum annars fólks og er gripin af hernum, þar sem henni er skellt í einangrun með öðrum skrímslum, Dr. Kakkalakka, brjáluðum vísindamanni með pödduhöfuð, Týnda hlekknum, 20.000 ára gömlum mannfiski sem er kominn alveg úr formi, B.O.B., hlaupkenndu, óeyðanlegu en gagnslitlu skrímsli og Insectosaurus, meira en 100 metra hárri en afskaplega kjarklítilli pöddu Þegar geimverur ráðast skyndilega á Jörðina og hinn illi Gallaxhar krefst algerra yfirráða yfir mannkyninu verða þessi skrímsli skyndilega eina von þess, vilji það lifa af.
Útgefin: 15. október 2009