Nýtt á Stöð 2 Maraþon

Drama
Leikstjórn Ken Loach
Söguþráður Hér er sögð saga fjölskyldu í Newcastle sem er skuldum vafin eftir fjármálakreppuna. Fjölskyldufaðirinn vonast til þess að fjárhagurinn vænkist þegar hann byrjar í nýrri vinnu sem sjálfstætt starfandi sendill.
SpennumyndVestri
Leikstjórn Scott Martin
Söguþráður Landnemi frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, tveir utangarðsmenn og fjárhættuspilarar, og stórhættulegur predikari, mæta örlögum sínum í fyrrum gróskumiklum bæ sem kallast Big Kill. Í hönd fer róstursamur tími, hörð lífsbarátta og ákvörðun sem mun breyta lífi þeirra allra til frambúðar.
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Myndin dregur nafn sitt af samnefndri sjóorrustu á milli Bandaríkjanna og Japans í heimsstyrjöldinni síðari sem átti sér stað vestan við Midway-eyju á Kyrrahafi 4.–7. júní 1942, sex mánuðum eftir að japanski flugherinn hafði gert árás á og stórlaskað flota Bandaríkjanna í Pearl Harbour við Hawaii-eyjar. Í Midway-orrustunni öttu kappi bandarísku flotaforingjarnir Chester Nimitz, Frank Jack Fletcher og Raymond A. Spruance og japanskir kollegar þeirra, Isoroku Yamamoto, Chūichi Nagumo og Nobutake Kondō, og voru það þeir síðarnefndu sem gerðu árásina, en markmið Japana var sem fyrr að þurrka út allan flota Bandaríkjanna á Kyrrahafi svo þeir gætu verið þar einráðir.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Elizabeth Banks
Söguþráður Sabina Wilson, Elena Houghlin og Jane Kano vinna fyrir hinn dularfulla Charles Townsend, en öryggis- og spæjarastarfsemi hans hefur nú náð alheimsútbreiðslu. Hann ræður til sín klárustu, hugrökkustu, og best þjálfuðu konur um allan heim, og teymi af englum, undir stjórn Bosley, vinna hættuleg verkefni á alþjóðavettvangi. Verkefni englanna núna tengist því þegar ungur kerfisfræðingur ljóstrar upp um stórhættulega tækni.
Drama
Leikstjórn Ben Wheatley
Söguþráður Colin hefur tekið á leigu glæsilegt sveitasetur til að halda upp á nýja árið með stórfjölskyldunni. Hann er aðalmaðurinn á svæðinu, þar til bróðir hans David, sem hefur verið í litlu tengslum við fólkið sitt, birtist skyndilega. Koma hans, eftir fimm ára fjarvistir, veldur miklum óróa í fjölskyldunni.
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar vinalega geimveran Lu-La, sem er með ótrúlega ofurkrafta, lendir nærri Mossy Bottom sveitabænum, þá hefst viðburðaríkt kapphlaup Hreins og félaga við að koma henni heim aftur áður en útsendarar stjórnarinnar mæta á svæðið.
TónlistarmyndHeimildarmynd
Söguþráður Heimildarmynd þar sem bandaríska söngkonan Aretha Franklin kemur fram með kór New Bethel Babtistakirkjunnar í Watts, í Los Angeles í janúar árið 1972.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður Upprunasaga Arthurs Fleck og hvernig mótlætið sem hann mætti í lífinu breytti honum smám saman í stórglæpamanninn síhlæjandi, Joker, sem eins og flestir vita varð síðar að einum helsta andstæðingi Bruce Wayne/Batmans í Gothamborg.
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Grace er ung kona sem þykist hafa himin höndum tekið þegar hún giftist hinum myndarlega Alex Le Domas á óðalssetri fjölskyldu hans enda er hver fjölskyldumeðlimurinn öðrum auðugri. Það sem Grace veit ekki er að brúðkaupsnóttin verður að öllum líkindum sú síðasta sem hún lifir – eða hvað? Hún er orðin skotmark allra hinna fjölskyldumeðlimanna sem ætla sér að drepa hana áður en nýr dagur rennur upp.
RómantískÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Disneymyndin sem gerð var eftir hinu þekkta ævintýri um Öskubusku kemur hér út á ný með endurbættri mynd og hljóði á Blu Ray í fyrsta skipti. Allir þekkja söguna um Öskubusku, fallegu og góðu stúlkuna sem stalst til að fara á ballið, hitti þar prinsinn en varð að fara aftur heim áður en klukkan sló 12 á miðnætti. Þá missti hún af sér annan skóinn sem prinsinn síðan notaði til að finna hana á ný. Myndin var gerð árið 1950 og þótti snilldarverk frá öllum hliðum séð og þykir enn. Hún hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar á sínum tíma, þar á meðal útnefningu til þrennra Óskarsverðlauna.
Útgefin: 25. október 2012
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Eddie Alcazar
Söguþráður Eftir að hafa upplifað andlega erfiðleika og mikla geðshræringu, er Garrett sendur á ríkmannlegt meðferðarhæli, þar sem persónueinkennum er komið fyrir í líkama hans, og hann er losaður undan drungalegum draumsýnum og upplifunum. En það kostar sitt að öðlast fullkomnun.
DramaSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Sagan fjallar um óeirðirnar í Stonewall í New York árið 1969, en þær hrintu af stað réttindabaráttu samkynhneigðra í borginni. Fjallað er um Danny Winters, sem fer til New York, og skilur systur sína eftir heima. Hann fer inn á hommabarinn Stonewall Inn í Greenvich Village, þar sem hann hittir Trevor áður en hann kemur auga á Ed Murphy, framkvæmdastjóra barsins. Hann lendir upp á kant við spillta lögreglu og kynnist ungu fólki í hverfinu. En það er ólga undir niðri sem á eftir að brjótast upp á yfirborðið.
Gamanmynd
Leikstjórn Joshua Friedlander
Söguþráður Óvenjuleg gamanmynd sem segir frá tilraunum hjóna til að eignast barn, vinum þeirra sem eru búnir að missa neistann úr sambandinu, og spennunni sem byggist upp þegar gamall herbergisfélagi kemur í helgarheimsókn.
GamanmyndDramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Söguþráður Tveir viðvaningar brjótast inn á heimili í úthverfinu. Þar komast þeir á snoðir um drungalegt leyndarmál, sem tveir húsráðendur, sem haldnir eru kvalalosta, vilja vernda með öllum tiltækum ráðum.
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Kazuaki Kiriya
Söguþráður Myndin fjallar um stríðsmanninn sverðfima og bardagameistarann Raiden sem ásamt fámennu gengi sínu segir hinum illa harðstjóra Geza Mott stríð á hendur þegar Geza lætur taka meistara þeirra, Bartok, af lífi fyrir litlar sem engar sakir. Vandamálið er að Geza ræður yfir öflugum her og gríðarlega vel búnu og vel vörðu virki sem ekki er gott að sjá í fyrstu hvernig Raiden og menn hans eiga að vinna. Þeir hafa hins vegar málstaðinn og réttlætið sín megin og stundum dugar það ...
Útgefin: 24. september 2015
Spennumynd
Leikstjórn Nick Powell
Söguþráður Scott Filtenborg, sem vinnur við að veiða villt dýr og selja í dýragarða, á bókað far með suður- amerísku flutningaskipi, og með í för eru nokkur framandi en stórhættuleg dýr úr Amazon frumskóginum, þar á meðal mjög sjaldgæft hvítt tígrisdýr. En á skipinu er einnig leigumorðingi sem hefur verið framseldur á laun til Bandaríkjanna. Tveimur dögum eftir að skipið leggur úr höfn, þá sleppur leigumorðinginn úr haldi, og lætur dýrin laus, sem veldur miklum glundroða um borð.
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Sara Dosa
Söguþráður Sjáandinn og hið ósýnilega er nýstárleg umhverfisheimildarmynd sem segir sögu Ragnhildar, íslenskrar ömmu og sjáanda sem talar fyrir hönd berskjaldaðrar náttúru. Sagan er sögð út frá hennar sjónarhorni og ferðalag hennar verður að allegóríu fyrir samband mannsins við náttúru og framþróun í skugga alheimsfjármálakreppu.
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfisins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Claudio Giovannesi
Söguþráður Piranhas gerist í þriðju stærstu borg Ítalíu, Napólí, sem hefur löngum verið þekkt fyrir að vera að stóru leyti í klóm ítölsku mafíunnar. Hér fáum við ógnvekjandi innsýn í líf nokkurra fimmtán ára gamalla pilta sem ganga erinda mafíunnar og sjá framtíð sína fólgna í því að komast til metorða innan hennar.
Spennutryllir
Leikstjórn Kim Nguyen
Söguþráður Tveir frændur frá New York, Vincent og Anton, stunda háhraða verðbréfaviðskipti, þar sem milli sekúndur skera úr um hvort maður græðir eða tapar. Þá dreymir um að leggja ljósleiðara á milli Kansas og New Jersey, sem gæti gert þá moldríka. Anton er heilinn á bakvið framkvæmdina en Vincent er braskarinn, og saman ýta þeir hvor öðrum og öllum í kring út á ystu nöf.