Nýtt á Stöð 2 Leigunni

GamanmyndDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Reynir Lyngdal
Söguþráður Myndin gerist í Osló, sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík. Fylgst er með tveimur gerólíkum manneskjum gera tilraun til þess að stofna til náinna kynna; Haraldi verkfræðingi hjá Marel og Vilborgu, bankastarfsmanni og einstæðri móður. Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju.
Útgefin: 17. nóvember 2011
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Söguþráður Sönn saga glímudrottningarinnar Sarayu-Jade Bevis sem undir sviðsnafninu Britani Knight (síðar Paige) hóf atvinnuferil í glímu þrettán ára gömul og vann sig upp í bandarísku WWEatvinnumannaglímuna þar sem hún varð aðeins 21 árs að aldri yngsta konan til að vinna svokallaða Divas-glímukeppni. Þessi merka saga sem hér er sögð á gamansaman hátt sækir efnið að stórum hluta í samnefnda heimildarmynd frá árinu 2012 um bresku Bevis-fjölskylduna, en allir fimm fjölskyldumeðlimirnir voru atvinnumenn í fjölbragðaglímu.
Útgefin: 23. maí 2019
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona þar sem hann kemur þeim í hendur dreifenda. Sagan er byggð á sönnum atburðum og sækir efniviðinn í grein Sams Dolnick sem nefnist The Sinaloa Cartel’s 90-Year Old Drug Mule og birtist í The New York Times fyrir nokkrum árum. Þar sagði frá hinum níræða Leo Sharp (sem í myndinni er látinn heita Earl Stone) sem var handtekinn árið 2011 með hátt í 100 kíló af kókaíni í bíl sínum eftir að aksturslag hans hafði vakið athygli lögreglumanns. Í ljós kom að Leo hafði um tíu ára skeið stundað stórfellt kókaínsmygl beint fyrir framan nefið á landamæraeftirlitinu án þess að vekja nokkurn grun. Vakti málið að vonum athygli enda er Leo sennilega elsti maður sem handtekinn hefur verið sem burðardýr auk þess sem hann var nokkuð þekktur innan garðyrkjusamfélagsins í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir ræktun sína á liljum í ýmsum nýjum litaafbrigðum og er eitt þeirra meira að segja nefnt í höfuðið á honum.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Frank Darabont
Söguþráður Peter Appleton er handritshöfundur á sjötta áratug síðustu aldar sem er grunaður um að vera kommúnisti af ýmsu fólki í Hollywood ( sem er ekki rétt ). Hann lendir í bílslysi og missir minnið, og endar í litlum bæ í Kaliforníu. Þar býr hann í niðurníddu kvikmyndahúsi þar sem hann lærir að njóta kvikmynda. Fljótlega, þá finna kommúnista-sporhundarnir hann, og kalla hann inn til að bera vitni fyrir þingnefnd.
DramaSjónvarpssería
Söguþráður This is England ´86 er bresk sjónvarpsþáttaröð sem gerist, eins og nafnið gefur til kynna, árið 1986. Þá er verið að halda heimsmeistarkeppnina í knattspyrnu í Mexíkó, Chris de Burgh er efstur á vinsældalistum útvarpsstöðvanna og yfir þrjár milljónir Breta eru atvinnulausar. Lol (Vicky McClure) er enn í skóla og er að reyna að finna sér stefnu í lífinu. Hún og vinirnir, Woody, Smell, Gadget, Meggie og Shaun eru í svipaðri stöðu, en það er meira en að segja það fyrir alla að fá vinnu, en það sem allir geta gert er að skemmta sér. Hins vegar er stærri spurning hvort það muni færa þeim þá hamingju sem vonast er til...
Útgefin: 20. apríl 2011
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Nigel Cole
Söguþráður Oliver og Emily kynnast í flugi á leið frá Los Angeles til New York, en komast svo að því að þau passa illa saman. Næstu sjö árin hinsvegar, þá hittast þau aftur og aftur, og sambandið þróast úr því að vera kunningjar yfir í nána vini og yfir í ... elskendur?
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Judd Apatow
Söguþráður Rómantísk grínmynd frá leikstjóra 40 Year Old Virgin um ungan mann sem kemst að því að hann hefur barnað stúlku eftir einnar nætur gaman. Þegar Allison Scott fær sérstaka kynningu á E! sjónvarpsstöðinni þá fer hún á næturklúbb til að fagna ásamt eldri systur sinni Debbie, sem er gift. Debbie fer á undan henni heim en Allison verður eftir með Ben, og drekkur og dansar alla nóttinu. Þau eru bæði blindfull og enda með því að eiga saman einnar nætur gaman. Bend notar ekki smokk og átta vikum síðar þá uppgötvar Allison að hún er ófrísk. Hún hringir í Ben og þau ákveða að reyna að hefja samband og eignast barnið. En Ben þarf eiginlega fyrst að þroskast sjálfur áður en hann getur orðið fjölskyldufaðir.
GamanmyndRómantískBeint á vídeó
Leikstjórn Catherine Cyran
Söguþráður Ár er liðið síðan Edvard konungur (Chirs Geere) og Paige drottning (Kam Heskin) af Danmörku giftu sig. Þeim er boðið til brúðkaups prinsessunnar Myru af Sangyoon. Þegar komið er á áfangastað kemst Paige að því að Myra er alls ekki sátt við ráðahaginn og vill ekki giftast hinum kaldlynda Kah, heldur elskar á laun hinn unga fílahirði Alu. Þegar upp kemst um leynilegt ástarsamband þeirra Myru og Alu er fílahirðinum unga skellt í fangelsi. Þá hverfur hinn heilagi brúðkaups-fíll og Paige og Edvard þurfa að leggja á sig ferðalag inn í frumskóginn til að finna fílinn og bjarga Alu úr fangelsi svo hægt sé að sannfæra kónginn af Sangyoon að ástin er öllum máttarvöldum æðri.
Útgefin: 7. apríl 2011
GamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Prófessor Sherman Klump er að fara að gifta sig. Og Klump fjölskyldan gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd. En Buddy Love, partýskrýmslið sem býr innra með honum og brýst út þegar Klump innbyrðir efnablöndu sem hann hefur sjálfur þróað, brýst fram og reynir að eigna sér allt heila klabbið. Love kemur óforvandis fram þegar hans er síst von, og setur allar giftingaráætlanir Klumps í uppnám, en hans heittelskaða heitir Denise Gaines. Hann ákveður að nýta sér DNA rannsóknir Denise, og losa sig í eitt skipti fyrir öll við Buddy Love. En Buddy er ekki á þeim buxunum að hverfa, og stekkur fram og segist eiga allan heiðurinn af nýju yngingarlyfi sem Klump hefur verið að þróa. Til að reyna að koma í veg fyrir að Buddy finni lyfið, þá felur Klump lyfið á heimili Klump fjölskyldunnar, og telur að það verði öruggt þar. Buddy finnur að sjálfsögðu lyfið, en til að komast að því þá verður hann fyrst að eiga við alla Klump fjölskylduna.
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Stephen Sommers
Söguþráður Fyrir mörgum árum síðan, í Egyptalandi til forna, þá var þar uppi Sporðdrekakonungurinn og her hans, en þegar hann seldi sál sína til Anubis, þá var hann máður af spjöldum sögunnar. Núna er hann einungis goðsögn ... eða hvað? Rick og Evelyn O'Connell er enn að uppgötva nýja fornmuni, ásamt 8 ára syni sínum Alex. Þau finna armband Anubis. En það eru fleiri sem ágirnast armbandið. Æðsti presturinn Imhotep hefur verið reistur upp frá dauðum rétt einu sinni og hann vill fá armbandið, til að stjórna her Sporðdrekakonungsins. En þetta er ekki eina vandamálið. Imhotep heldur Alex föngnum, og á meðan hann er með armbandið fast við hann, þá á hann ekki langt eftir.
GamanmyndDramaÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný, óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins. Verkfræðingurinn Lárus er haldinn allnokkrum ranghugmyndum um eigin getu. Dag einn tekur hann upp á því að skella sér vestur í Dali þar sem hann er fljótlega búinn að ljúga því að heimamönnum að hann sé stórfiskur og snilli sem geti endurreist starfsemi sláturhússins á staðnum. Það sem Lárus veit ekki er að um leið og hann byggir upp skýjaborgirnar þá er hann samtímis búinn að stimpla sig inn í alls kyns flækjur því það er sannarlega ekki allt með kyrrum kjörum í samlífi og samstarfi heimamanna. Reyndar logar allt undir niðri í illdeilum út af hinum ýmsu málum og blandast þar einkamál saman við pólitískan réttrúnað sem á stundum verður svo svæsinn að ekki má á milli sjá hverjir eru orðnir geggjaðir á ástandinu og hverjir ekki.
Útgefin: 17. nóvember 2011
SpennumyndSpennutryllirRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Hjálmar Einarsson
Söguþráður Verkamaðurinn Páll heldur að hann sé eins og hver annar þar til hann byrjar að upplifa ljóslifandi vitranir um lífið eftir dauðann. Í fyrstu tekur hann þessum sérkennilegu vitrunum með opnum hug en uppgötvar svo djöfulleg áform sem gerjast í hans eigin samfélagi.
Útgefin: 18. nóvember 2010
GamanmyndRómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Lasse Hallstrom
Söguþráður Hinn alræmdi kvennamaður Casanova, reynir að finna út úr því hvað ást er, eftir að hafa mistekist að vinna ástir konu frá Feneyjum.
Gamanmynd
Leikstjórn Dennis Dugan
Söguþráður Tveir venjulegir slökkviliðsmenn þykjast vera samkynhneigt par til að njóta ýmissa fríðinda sem ætluð eru pörum. Þeir Chuck Levine og Larry Valentine eru vinir og félagar í slökkviliðinu. Larry, sem er ekkill, syrgir enn dauða eiginkonunnar, Paula, og á í erfiðleikum með pappírsvinnu vegna erfðamála. Hann hefur áhyggjur af framtíð barnanna ef hann myndi falla frá, og er að spá í að hætta í vinnunni og fara í áhættuminna starf. En þá myndi hann fórna góðum eftirlaunum, sem er einnig ákveðið öryggisnet. Larry bjargar lífi Chuck einn daginn í vinnunni, og þegar Chuck segir Larry að hann eigi inni hjá honum, þá tekur Larry hann á orðinu, og biður hann um að verða ástmaður sinn og sambýlismaður á pappírunum, til að tryggja framtíð barnanna.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Judd Apatow
Söguþráður Andy er fertugur og er, eins og titill myndarinnar gefur til kynna, enn hreinn sveinn. Frítíma sínum eyðir hann að mestu einsamall, spilandi tölvuleiki, horfandi á Survivor eða safnandi leikföngum. Einn dag kemur Andy þó upp um sig fyrir framan vinnufélaga sína og heita þeir honum því að koma honum saman með konu, hvað sem það kostar?
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Stephen Frears
Söguþráður Chéri gerist á gullöld Frakklands á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina, þar sem glæsikerrur, sveitasetur og þjónahjörð var nauðsynleg hverjum meðlimi þeirrar ríku kvenstéttar sem fylgdi konungum og milljónamæringum um allt. Ein af þeim mest áberandi af þeirri stétt var Lea de Lonval (Michelle Pfeiffer), en líf hennar tekur nýja stefnu þegar eldri vinkona hennar, Charlotte Peloux (Kathy Bates), biður hana að sinna 19 ára gömlum syni sínum (Rupert Friend), sem Lea hefur kallað Chéri síðan hann var smábarn. Þau verða svo skyndilega og óvænt elskhugar og endist samband þeirra í heil sex ár. Því lýkur svo jafn skyndilega þegar Charlotte skipar honum aðra brúður, dóttur vinkonu sinnar. Lea er niðurbrotin manneskja við þessar fregnir, enda er hún orðin yfir sig ástfangin. En á hún og Chéri einhverja valkosti aðra en að hlíta þrýstingi samfélagsins?
Útgefin: 18. nóvember 2010
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Robert Luketic
Söguþráður Kona á ferðalagi hittir draumaprinsinn, og þau ákveða að gifta sig í skyndi. Þegar heim er komið kemur babb í bátinn þegar þau uppgötva að nágrannarnir gætu verið leigumorðingjar sem hafa verið ráðnir til að taka þau af lífi.
Útgefin: 11. nóvember 2010
GamanmyndRómantískDrama
Söguþráður Solitary Man segir frá Ben Kalmen, New York-búa á sextugsaldri sem átti einu sinni mjög arðvæna bílasölu en náði að tapa henni vegna slæmra ákvarðana. Nú er Ben við það að geta komið til baka inn á markaðinn með stæl, en hans eigin persónuleiki veldur því að hann er á mörkunum með að taka nákvæmlega sömu ákvarðanir og ullu því að hann missti fyrirtækið sitt til að byrja með. Hann er skilinn við Nancy (Susan Sarandon), einu manneskjuna sem þekkir hann betur en hann sjálfur, og á í vægast sagt stormasömu sambandi við börnin sín. Ef Ben getur haldið sínu eigin ofuráliti á sjálfum sér í skefjum nær hann aftur fyrri stöðu, en við þær aðstæður sem hann er núna í gæti það reynst meira en lítið erfitt.
Útgefin: 4. nóvember 2010
GamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Ted Kotcheff
Söguþráður Richard og Larry eru bestu vinir, og komast að því að einhver hefur verið að svíkja peninga út úr fyrirtækinu sem þeir vinna hjá. Þegar þeir láta yfirmann sinn vita, Bernie Lomax, þá virðist hann vera svo ánægður með uppgötvunina, að hann býður þeim í strandhús sitt yfir helgina. En þegar þeir koma, koma þeir að honum látnum! Richard vill gera það sem rétt er og tilkynna andlátið til yfirvalda, en Larry vill frekar fá að njóta helgarinnar, og djamma og skemmta sér. Til að ekki líti út eins og þeir hafi drepið hann, þá búa þeir líkið út eins og brúðu, og láta fólk halda að hann sé enn á lífi. Morðinginn sem drap hann vill klára verkið, sem hann hélt hann hefði klárað, og nú þarf hann að drepa hann á nýjan leik, og aftur og aftur og aftur.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Jon S. Baird
Söguþráður Þeir Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett kvikmyndanna og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins, þ. á m. á Íslandi þar sem karakterarnir sem þeir léku voru yfirleitt kallaðir Gøg og Gokke, sem var danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir félagar koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood og ákveða að fara í sýningarferðalag um Bretlandseyjar. Sú ferð gengur hins vegar upp og niður, bæði vegna þess að ferill þeirra er á fallanda fæti þegar þarna er komið sögu og vegna þess Laurel var farinn að tapa heilsu.