Nýtt á Stöð 2 Maraþon

SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Joe Russo, Anthony Russo
Söguþráður Eftir hamfarirnar í Avengers: Infinity War þá er alheimurinn í rúst, og hetjurnar þurfa að standa saman til að koma lagi á hlutina á ný. Nú er markmiðið að leiðrétta hinar hörmulegu gjörðir Thanosar, sem eyddi helmingi alls lífs, og koma aftur á jafnvægi í heiminum.
DramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Carla Simón
Söguþráður Spánn, sumarið 1993. Í kjölfar andláts foreldra sinna stendur hin sex ára gamla Frida skyndilega frammi fyrir fyrsta sumrinu með nýrri fósturfjölskyldu í Katalóníu. Áður en sumarið er á enda þarf stúlkan að læra að takast á við tilfinningar sínar og nýju foreldrar hennar þurfa að læra að elska hana sem sína eigin dóttur.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Ulaa Salim
Söguþráður Kyngimagnaður pólitískur þriller sem gerist árið 2025 í Danmörku, þar sem hinn háttsetti stjórnmálamaður og þjóðernissinni Martin Nordahl er reiðubúinn til að sölsa undir sig völdin í komandi þingkosningum sem leiðtogi þjóðernisflokksins. Vinsældir flokksins og Martins hafa aukist til muna í kjölfar mannskæðrar sprengjuárásar árinu áður í hjarta Kaupmannahafnar af völdum íslamskra hryðjuverkamanna, en stefna Martins og flokksins hefur aðallega snúist um að ala á ótta og hatri í garð innflytjenda og múslimskra þegna í Danmörku. Mikil ólga ríkir í landinu vegna þessa og alda hatursglæpa hefur dunið á minnihlutahópum af öðru þjóðerni, en þar fara fremstir í flokki hópur hægriöfgamanna sem gengur undir nafninu Synir Danmerkur og eru þeir mjög hlynntir róttækum skoðunum þjóðernisflokksins. Á sama tíma er þolinmæði sumra arabískra minnihlutahópar brátt á þrotum, þeir taka því málin í sínar eigin hendur til að geta spornað við ógnvekjandi þróun og ógnun við fjölmenningarsamfélagið í Danmörku, en þær aðgerðir munu hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra.
RómantískSjónvarpsmynd
Leikstjórn Maura Anderson
Söguþráður Ung ekkja snýr heim í gamla heimabæinn í fyrsta skipti í þrjú ár til að aðstoða við brúðkaup systur sinnar. Nú þarf hún að horfast í augu við fortíðina, og þar á meðal manninn sem hún bjóst aldrei við að verða ástfangin af.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Samuel Collardey
Söguþráður Anders er ungur Dani, ókvæntur og barnlaus, sem ákveður að slá til þegar honum býðst kennarastaða í litlum og afskekktum bæ á Grænlandi. Til að byrja með telur hann sig ráða vel við aðstæðurnar en kemst brátt að því að hann er kominn í allt annan menningarheim sem hann á erfitt með að skilja.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Rob Reiner
Söguþráður Saga Bandaríkjaforsetans Lyndon Baines Johnson, allt frá því hann var ungur maður í West Texas og þar til hann er kominn í Hvíta húsið.
Drama
Leikstjórn Stephen Moyer
Söguþráður Systkini, sem missa yngstu systur sína, fara saman í ferðalag til að safna saman eigum hennar og púsla saman minningum um hana. Ekkert þeirra veit í raun hvernig hún dó. Var það slys, eða framdi hún sjálfsmorð?
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Eftir að Globe-leikhúsið í London brann 1613 flutti William Shakespeare aftur á æskuslóðirnar í Stratford ásamt eiginkonu sinni þar sem hann lést þremur árum síðar. Hér er fjallað um þessi þrjú síðustu ár í lífi stórskáldsins enska en hann lést af ókunnum ástæðum 16. apríl árið 1616, aðeins tæplega 52 ára að aldri. Hér reyna þeir Kenneth Branagh og handritshöfundurinn Ben Elton að varpa ljósi á þessi ár.
GamanmyndDramaGlæpamynd
Söguþráður Hinn 33 ára gamli Sam kemur að dularfullri konu á sundi í sundlauginni við heimili hans kvöld eitt. Daginn eftir er hún horfin. Sam fer af stað að leita hennar um alla Los Angeles borg, og á leiðinni uppgötvar hann stórfurðulega ráðgátu og samsæri í borg englanna.
Gamanmynd
Leikstjórn Olivia Wilde
Söguþráður Skólafélagarnir og vinkonurnar Amy og Molly eru fyrirmyndarnemendur sem hafa með mikilli elju uppskorið góðar einkunnir sem duga til að komast inn í bestu framhaldsskólana. En þessi árangur hefur einnig kostað þær miklar fórnir á félagslega sviðinu og nú er kominn tími til að bæta úr því í eitt skipti fyrir öll! Myndin gerist á lokadegi skólaársins þegar síðasta tækifærið til að skvetta úr klaufunum er runnið upp og það tækifæri ætla þær Amy og Molly ekki að láta sér úr greipum ganga. En hvernig fara námshestar eins og þær að því að bæta sér upp margra ára félagslega einangrun á einum degi?
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar eins og þær sjálfar. En eins og oft hefur verið sagt þá felst fegurðin ekki í útlitinu heldur því sem innra með brúðunum býr ...
Útgefin: 6. september 2019
Heimildarmynd
Leikstjórn Michael Moore
Söguþráður Michael Moore skoðar stöðuna í bandarískum stjórnmálum, einkum forsetatíð Donald J. Trump, og byssuofbeldi, auk þess að skoða völd grasrótarsamtaka innan demókrataflokksins.
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn David Yarovesky
Söguþráður Bændahjónin Kyle og Tori Breyer vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist loftsteini skellur á landareign þeirra. Við athugun á málinu finna þau kornabarn sem virðist hafa komið með þessari sendingu utan úr geimnum og ákveða að ganga því í foreldra stað. Það á ekki eftir að fara vel. Hafa ýmsir bent á að grunnsagan í myndinni líkist sögunni um það þegar Súperman kom til jarðar og var tekinn í fóstur af Kent-hjónunum. Munurinn er hins vegar sá að þegar þessi ungi maður utan úr geimnum, sem Breyer-hjónin nefna Brandon, vex úr grasi og uppgötvar að hann er gæddur nánast sömu ofurkröftum og Súperman nýtir hann þá ekki til góðs heldur til að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Þar eru skólafélagarnir efstir á blaði eftir að hafa veist að honum um árabil og beitt hann einelti og ekki síður skólayfirvöld sem sýndu honum lítinn skilning ...
Gamanmynd
Leikstjórn Laura Steinel
Söguþráður Kate Stone er framakona og nýtur lífsins. Það er ekkert pláss í hennar lífi fyrir börn eða maka. Þegar bróðir hennar biður hana um að passa dóttur sína, þá ákveður hún með semingi að gera honum þann greiða í einn dag. En þegar dagurinn verður að viku, fer allt í óreiðu, en að lokum bindast þær frænkum sterkum böndum.
RómantískDrama
Leikstjórn Sebastián Lelio
Söguþráður Gloria Bell er fráskilin kona á sextugsaldri sem er staðráðin í að láta hvorki skilnaðinn né aðrar kringumstæður í lífi sínu koma í veg fyrir að hún njóti þess til fulls. Hún býr í Los Angeles og hefur að undanförnu sótt bari og dansstaði í borginni sér til upplyftingar. Kvöld eitt hittir hún hinn fráskilda Arnold og áður en varir eru þau byrjuð saman. En þegar í ljós kemur að Arnold á við vandamál að stríða sem láta hann ekki í friði renna tvær grímur á Gloriu.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Chaves
Söguþráður Anna Garcia er félagsráðgjafi, ekkja og tveggja barna móðir sem lætur taka tvo syni úr umsjá móður sinnar á grunni rökstudds gruns um að hún hafi beitt þá harðræði. Anna lætur vista synina hjá fósturfjölskyldu og kemst ekki að því fyrr en of seint að þar með gerði hún skelfilegustu mistök ævi sinnar. Ásamt börnum sínum lendir hún í vægast sagt hrollvekjandi baráttu við skelfilega vofu sem ásælist börnin í þeim tilgangi að drekkja þeim. Anna bregður á það ráð að fá til liðs við sig særingamanninn reynda, Rafael Olvera, en jafnvel hann á fá svör við ofurmætti hinnar illu vofu ...
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Eftir að hafa lifað af fjarstæðukennda og stórhættulega hluti í atburðum fyrri myndarinnar, Happy Death Day, þá er Tree Gelbman nú aftur stödd á heimavistinni, þakklát fyrir að vera á lífi. En núna er það herbergisfélagi hennar, Ryan, sem segist upplifa sama daginn aftur og aftur, þar sem dularfullur, grímuklæddur morðingi myrðir hann daglega með stórum búrhníf. Nú þarf Tree að upplifa sömu martröðina á nýjan leik.
GamanmyndRómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Tina Gordon Chism
Söguþráður Kona fær tækifæri til að lifa aftur sem ung kona, á þeim tíma í lífi hennar þar sem álagið vegna fullorðinsáranna verður henni ofviða.
Söguþráður
DramaÆviágrip
Leikstjórn Dome Karukoski
Söguþráður Í myndinni verður fjallað um mótunarár rithöfundarins Tolkien, sem þekktastur er fyrir sögurnar Hringadróttinssögu og Hobbitann, sem munaðarlauss drengs. Vinina sem hann eignast, ástina, og innblásturinn sem hann fékk frá félögum sínum sem voru hornreka í skólanum eins og hann.