Nýtt á Stöð 2 Leigunni

GamanmyndDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Reynir Lyngdal
Söguþráður Myndin gerist í Osló, sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík. Fylgst er með tveimur gerólíkum manneskjum gera tilraun til þess að stofna til náinna kynna; Haraldi verkfræðingi hjá Marel og Vilborgu, bankastarfsmanni og einstæðri móður. Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju.
Útgefin: 17. nóvember 2011
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hilmar Oddsson
Söguþráður Aðalsöguhetjan Jonni (Tómas Lemarquis), hefur verið búsettur í Argentínu síðastliðin ár, er á heimleið til halda jól og taka upp plötu með gömlum félögum sínum. Hann vonast til að ná ástum söngkonunnar Ástu (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) á ný, en þeirra samband varð endasleppt þegar hann fór út í heim að finna sjálfan sig. Við fylgjumst með Jonna takast á við erfiðar aðstæður, kljást við ástina og hvernig fjölskyldunni tekst að halda gleðileg jól þrátt fyrir allt.
Útgefin: 2. desember 2010
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Neil Jordan
Söguþráður Frances er ung stúlka sem dag einn finnur handtösku sem einhver hefur gleymt í sæti lestar. Í töskunni er sem betur fer að finna nafnskírteini eigandans, Gretu Hideg, sem Frances ákveður í framhaldinu að finna og koma töskunni til. Hún gerir sér auðvitað enga grein fyrir að töskufundurinn er í raun lífshættuleg gildra sem hún er um það bil að fara að ganga í. Eigandi töskunnar, hin miðaldra Greta, virðist í fyrstu vera hin viðkunnanlegasta og svo fer að á milli hennar og Frances myndast ákveðinn vinskapur sem leiðir til þess að Frances fer að venja komur sínar á heimili hennar. Kvöld eitt rekst hún hins vegar á vísbendingar sem hringja öllum viðvörunarbjöllum – en kannski er það of seint?
GamanmyndDrama
Leikstjórn Neil Burger
Söguþráður Eftir að smáglæpamanninum Dell Scott er sleppt úr fangelsi á skilorði þarf hann að sýna fram á að hann sé að leita sér að vinnu til að eiga ekki á hættu að vera settur inn aftur. Sú viðleitni landar honum starfi hjá auðkýfingnum Philip Lacasse sem þarf á umönnun að halda þar sem hann er lamaður. Vandamálið er að Dell hefur hvorki menntunina til að sinna þessu starfi né nokkra hæfileika til þess heldur - eða hvað? Það óvænta gerist hins vegar að á milli þeirra byrjar að þróast innilegt vinasamband sem á eftir að gera líf þeirra beggja betra því báðir hafa þeir af miklu að miðla þótt lífshlaup þeirra hafi verið ólík fram að þeim tímapunkti þegar þeir hittast í fyrsta skipti ...
Útgefin: 29. maí 2019
Drama
Leikstjórn Pierre Schoeller
Söguþráður One Nation, One King (Un peuple et son roi) er sögulegt skáldverk sem gerist í Frönsku byltingunni á árunum 1789–1793. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna eins og t.d. Robespierres, Marats, Desmoulins og Dantons fléttast saman í aðdraganda byltingarinnar en þungamiðja sögunnar eru afdrif konungsins, Lúðvíks 16., og stofnun franska lýðveldisins. Hér er fjallað um aðdraganda og fyrstu ár Frönsku byltingarinnar frá mjög víðu sjónarhorni þar sem áhorfendur kynnast ekki bara fólki og þátttakendum af öllum stigum og stéttum þjóðfélagsins heldur og kjörum þeirra og daglegu lífi mitt í allri ringulreiðinni sem fylgdi þessari sögulegu byltingu – sem gjörbreytti síðan allri Evrópu.
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona þar sem hann kemur þeim í hendur dreifenda. Sagan er byggð á sönnum atburðum og sækir efniviðinn í grein Sams Dolnick sem nefnist The Sinaloa Cartel’s 90-Year Old Drug Mule og birtist í The New York Times fyrir nokkrum árum. Þar sagði frá hinum níræða Leo Sharp (sem í myndinni er látinn heita Earl Stone) sem var handtekinn árið 2011 með hátt í 100 kíló af kókaíni í bíl sínum eftir að aksturslag hans hafði vakið athygli lögreglumanns. Í ljós kom að Leo hafði um tíu ára skeið stundað stórfellt kókaínsmygl beint fyrir framan nefið á landamæraeftirlitinu án þess að vekja nokkurn grun. Vakti málið að vonum athygli enda er Leo sennilega elsti maður sem handtekinn hefur verið sem burðardýr auk þess sem hann var nokkuð þekktur innan garðyrkjusamfélagsins í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir ræktun sína á liljum í ýmsum nýjum litaafbrigðum og er eitt þeirra meira að segja nefnt í höfuðið á honum.
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Catherine Hardwicke
Söguþráður Förðunarmeistarinn Gloria er bandarísk kona sem er í heimsókn hjá vinkonu sinni í Mexíkó þegar henni er rænt af þarlendum eiturlyfja- og smyglhring, Las Estrellas, og neydd til að vinna fyrir þá. Hér er á ferðinni hörkuspennandi mynd frá upphafi til enda sem er lauslega byggð á sönnum en alveg ótrúlegum atburðum. Þetta hefst þannig að Suzu sem hefur skráð sig í fegurðarsamkeppni þiggur með þökkum þá aðstoð sem Gloria getur veitt henni. Málin taka hins vegar óvænta stefnu þegar þær fara saman út að skemmta sér og lenda þá í árás Las Estrellas glæpahópsins á skemmtistaðinn sem þær eru staddar á. Þar með breytist líf Gloriu að eilífu ...
SpennumyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn Stanley Kubrick
Söguþráður Tvískipt mynd sem segir frá ungum mönnum allt frá því þeir byrja í herþjálfun og þar til þeir eru komnir út á vígvöllinn í Víetnamstríðinu. Í fyrri hlutanum er fjallað um Joker, Pyle og aðra þegar þeir fara í gegnum hina hrikalegu USMC herþjálfun undir stjórn hins litríka en orðljóta Hartman liðþjálfa. Síðari helmingurinn hefst í Víetnam, nálægt Hue, um það leiti þegar Tet sóknin var gerð á bandaríska herinn, en það var ein stærsta hernaðaraðgerð í Víetnamstríðinu. Joker, ásamt Animal Mother, Rafterman og fleirum, þurfa að ganga í gegnum ógnir eins og fyrirsát, sprengjugildrur og leyniskyttur Viet Cong, þegar þeir fara í gegnum borgina.
RómantískDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Mikael Håfström
Söguþráður Cusack leikur bandarískan sendifulltrúa sem er sendur til Shanghai, en borgin er undir herstjórn Japana. Þar á hann að komast til botns í dularfullu máli þar sem vinur hans hefur verið myrtur. Hann fer að grafast fyrir um málið og er fljótlega kominn í hringiðu glæpa og svika í borginni á sama tíma og hann verður ástfanginn af fagurri konu sem tengist málinu. Fljótlega kemur í ljós að morð vinar hans tengist ríkisleyndarmálum sem gætu komið illa við bæði Kína, Japan og Bandaríkin, en þegar fregnir berast af árás Japana á Pearl Harbor verður ástandið í Shanghi fyrst virkilega eldfimt...
Útgefin: 24. mars 2011
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Andrew Jarecki
Söguþráður Myndin gerist á níunda áratugnum og hefst í New York-borg þar sem David Marks (Gosling) fellur fyrir hinni fögru Katie McCarthy (Dunst), háskólanema í borginni. David er sonur áhrifamikils fasteignarisa, Sanford Marks (Langella), en hann og Katie ákveða að flýja pressuna sem fylgir lífi Davids í borginni og flytja í sveitasæluna í Vermont-fylki, þar sem þau ætla að njóta lífsins. Sú sæla endist þó ekki lengi, því Sanford nær að draga þau aftur til borgarinnar, þar sem Katie hefur læknanám á meðan hún reynir að komast til botns í því af hverju David sé skyndilega orðinn svona skapstyggur og afhuga því að eignast börn. Þessar skapsveiflur Davids aukast svo mikið að Katie fer að óttast um öryggi sitt, en eftir því sem hún grefur dýpra í fortíð fjölskyldunnar setur hún sig í meiri hættu.
Útgefin: 17. mars 2011
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Anton Corbijn
Söguþráður Jack er mikill fagmaður þegar kemur að því að myrða fólk, enda er hann afburða leigumorðingi. Þegar verkefni í Svíþjóð endar harkalegar en hann bjóst við, strengir hann þess heit við tengilið sinn Larry, að næsta verkefni verði hans síðasta. Það verkefni er í ítölsku sveitaþorpi. Í þorpinu vingast Jack við prestinn á staðnum, séra Benedetto, og lendir í ástarsambandi við konu úr þorpinu, Clöru, en hvorutveggja er mjög óvenjulegt fyrir Jack sem kýs yfirleitt frekar að halda sig utan sviðsljóssins. Þetta gæti nú teflt hlutunum í tvísýnu.
Útgefin: 24. mars 2011
DramaSjónvarpssería
Söguþráður This is England ´86 er bresk sjónvarpsþáttaröð sem gerist, eins og nafnið gefur til kynna, árið 1986. Þá er verið að halda heimsmeistarkeppnina í knattspyrnu í Mexíkó, Chris de Burgh er efstur á vinsældalistum útvarpsstöðvanna og yfir þrjár milljónir Breta eru atvinnulausar. Lol (Vicky McClure) er enn í skóla og er að reyna að finna sér stefnu í lífinu. Hún og vinirnir, Woody, Smell, Gadget, Meggie og Shaun eru í svipaðri stöðu, en það er meira en að segja það fyrir alla að fá vinnu, en það sem allir geta gert er að skemmta sér. Hins vegar er stærri spurning hvort það muni færa þeim þá hamingju sem vonast er til...
Útgefin: 20. apríl 2011
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Waller
Söguþráður Hér segir frá öryggisfulltrúanum Thomas „Jack“ Jackman, sem hefur verið sendur til fyrrum gasborunarstöðvar í funheitri og harðbýlli Sahara-eyðimörkinni. Ástæðan fyrir förinni er sú að höfuðstöðvarnar hafa misst allt samband við stöðina og ekki heyrt í neinum af þeim starfsmönnum sem voru sendir til að breyta stöðinni úr gasborunarstöð í djúpborunar-rannsóknarstöð sem átti að bora dýpra ofan í jörðina en nokkrum hefur áður tekist. Þegar Jack mætir á svæðið er stöðin að því er virðist algerlega mannlaus og einu ummerkin eru rotin dýrahræ inni í stöðinni. Brátt rekst Jack þó á Kat (Amanda Douge), sem virðist vera eina eftirlifandi manneskjan og vinna þau í framhaldinu saman að því að komast til botns í málinu – eða hvað?
Útgefin: 14. apríl 2011
GamanmyndRómantískBeint á vídeó
Leikstjórn Catherine Cyran
Söguþráður Ár er liðið síðan Edvard konungur (Chirs Geere) og Paige drottning (Kam Heskin) af Danmörku giftu sig. Þeim er boðið til brúðkaups prinsessunnar Myru af Sangyoon. Þegar komið er á áfangastað kemst Paige að því að Myra er alls ekki sátt við ráðahaginn og vill ekki giftast hinum kaldlynda Kah, heldur elskar á laun hinn unga fílahirði Alu. Þegar upp kemst um leynilegt ástarsamband þeirra Myru og Alu er fílahirðinum unga skellt í fangelsi. Þá hverfur hinn heilagi brúðkaups-fíll og Paige og Edvard þurfa að leggja á sig ferðalag inn í frumskóginn til að finna fílinn og bjarga Alu úr fangelsi svo hægt sé að sannfæra kónginn af Sangyoon að ástin er öllum máttarvöldum æðri.
Útgefin: 7. apríl 2011
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Söguþráður Tónskáldið Thomas Adé stýrir þessari uppfærslu á eigin óperu fyrir Metropolitan og barítónsöngvarinn Simon Keenlyside fer með hlutverk Prosperós. Leikstjórinn Robert Lepage endurskapar La Scala óperuna á 18. öld með hugvitssamri sviðsmynd sinni.
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Stephen Sommers
Söguþráður Fyrir mörgum árum síðan, í Egyptalandi til forna, þá var þar uppi Sporðdrekakonungurinn og her hans, en þegar hann seldi sál sína til Anubis, þá var hann máður af spjöldum sögunnar. Núna er hann einungis goðsögn ... eða hvað? Rick og Evelyn O'Connell er enn að uppgötva nýja fornmuni, ásamt 8 ára syni sínum Alex. Þau finna armband Anubis. En það eru fleiri sem ágirnast armbandið. Æðsti presturinn Imhotep hefur verið reistur upp frá dauðum rétt einu sinni og hann vill fá armbandið, til að stjórna her Sporðdrekakonungsins. En þetta er ekki eina vandamálið. Imhotep heldur Alex föngnum, og á meðan hann er með armbandið fast við hann, þá á hann ekki langt eftir.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Andy Fickman
Söguþráður Bróðir Marni er búinn að kynnast konu sem hann er yfir sig ástfanginn af og ætlar að giftast sem allra fyrst. Gleði Marni yfir gæfu bróður síns snýst fljótt upp í andstæðu sína þegar hún sér konuna; fyrrum erkióvin sinn úr menntaskóla, Joönnu sem gerði henni lífið leitt á hverjum degi. Hún einsetur sér því að koma bróður sínum í skilning um raunverulegt eðli unnustunnar, og hikar ekki við að beita öllum mögulegum ráðum. Svo flækjast málin enn frekar þegar móðir systkinanna, Gail kemst að því að Ramona, eldri frænka Joönnu, er erkióvinur hennar frá þeim tíma þegar hún sjálf var í menntaskóla...
Útgefin: 17. mars 2011
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Jon S. Baird
Söguþráður Cass er sannsöguleg mynd um Cass Pennant, sem varð munaðarlaus barn að aldri á Jamaíku. Roskin bresk hjón ættleiddu hann og ólu hann upp í London, í hverfi þar sem hvítir voru í yfirgnæfandi meirihluta. Cass var stöðugt strítt í skóla, sem gerði hann mjög harðgeran. Eftir því sem hann óx úr grasi ávann hann sér meiri virðingu, enda kunni hann að slá frá sér og vel það. Aðeins unglingur að aldri var hann svo orðinn leiðtogi í sínu eigin gengi og var stuttu eftir það búinn að taka við leiðtogastöðu í stórhættulegu gengi fótboltabullna. Þegar hann var svo skotinn í vel skipulagðri launmorðstilraun þurfti Cass að gera einn hlut upp við sig: átti hann að leita blóðhefndar eða hætta þessu ofbeldislífi?
Útgefin: 3. mars 2011
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Jon Turteltaub
Söguþráður Ben Gates er úr fjölskyldu fjársjóðsleitarmanna. Núna segir afi hans honum að hann telji að forfaðir þeirra hafi grafið fjársjóð einhversstaðar í landinu og hafi skilið eftir vísbendingar út um allt en því miður séu þær duldar og þeim sé dreift út um allt. Ben telur nú að hann hafi fundið vísbendingu en hún leiðir hann aðeins að annarri vísbendingu, sem er staðsett á baksíðu sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Einn af samstarfsmönnum hans, Ian, stingur upp á því við hann að þeir steli yfirlýsingunni þannig að þeir geti komist yfir vísbendinguna um fjársjóðinn, en Ben hafnar því. Samstarfsmaðurinn bregst við með því að reyna að drepa Ben. En Ben kemst undan og reynir að vara yfirvöld við fyrirætlunum Ian, en enginn trúir honum. Ben ákveður því að stela þessu sjálfur til að reyna vernda yfirlýsinguna. Hann fer og tekst að stela sjálfstæðisyfirlýsingunni, en Abigail Chase, sýningarstjóri í Þjóðskjalsafninu þar sem yfirlýsingin er geymd, kemst að þessu og reynir að stöðva hann en lendir í miðju átaka á milli Ben og Ian, þannig að Ben tekur hana með sér. Hún trúir honum ekki þegar hann segir henni frá fjársjóðinum, en hann er ákveðinn í því að sanna mál sitt. En það verður ekki auðvelt þar sem Ian er alltaf rétt á eftir þeim auk þess sem alríkislögreglan, FBI, er á hælum þeirra einnig.
RómantískDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur "Strákarnir með strípurnar" og "Rótleysi, rokk og rómantík" sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Útgefin: 13. október 2011