Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Um daginn leygði ég mér drama/rómans/gaman myndina Mona Lisa Smile. Í rauninni hafði ég engar sérstakar væntingar en ef ég á að segja eins og er kom myndin mér verulega á óvart. Í megin atriðum fjallar myndin um listasögukennarann Katherine (Julia Roberts) sem kemur í afar strangan og frekar snobbaðan stúlknaskóla er nefnist Wellesley. Þar er aðalmálið að stúlkurnar klári skólann og giftist og verði heimavinnandi húsmæður. En Katherine finnst það vera sóun á menntun stórgáfaðra stúlknanna og reynir að víkka sjóndeildarhringinn hjá hinum ungu tilvonandi húsfreyjum. Flestir leikaranna til að mynda Julia Roberts, Maggie Gyllenhaal og Dominic West voru í ess-inu sínu en það sem mér fannst standa upp úr var myndatakan og leikstjórnin. Mike Newell (Four Weddings and a Funeral, Pushing Tin) fer afar vel með þessa mynd og gerir hana eftirminnilega og ánægjulega skemmtun. Þrjár og hálf stjarna.