Náðu í appið

MirrorMask 2005

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

An extraordinary dream quest to rescue a world out of balance.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 55
/100

Í ævinintýraheimi, þar sem tvö konungsdæmi ríkja, þarf fimmtán ára gömul stúlka, Helena, sem vinnur við fjölleikahúsið ásamt föður sínum og móður, að finna hina goðsagnakenndu speglagrímu, til að bjarga konungsríkinu og komast heim til sín.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Stórkostlega bizarre.
Ég fékk um daginn löngun til að sjá einhverja afar furðulega kvikmynd, þá mundi ég eftir skjáskotum úr ákveðnari mynd og sú mynd var einmitt Mirror Mask.
Mér fannst þessi mynd áhugavekjandi, en með það í huga að ég fengi að sjá eitthvað virkilega disturbing. Já, á sinn hátt má finna mjög undarlega hluti í Mirror Mask, en þegar að maður dettur inn í söguna, hættir manni að bregða eins við það. Handritið er þó ekki upp á marga fiska og hlaut það mikla gagnrýni á sínum tíma.
Í mjög stuttu máli, fjallar myndin um unga stúlku sem að dettur inní sinn eiginn fantasíu heim. Það má draga þá ályktun að hve líf hennar er umlukt sirkusarstarfsemi og hve listræn hún er, geri þennan ákveðna hugarheim stórfurðulegann.
Ég tel að þessi mynd sé mjög vel heppnuð með tilliti til þess hvað hún á að vera. Draumar eru ekki alltaf raunverulegir. Leikstjórn Dave McKean's er svosem allt í lagi, en myndin virkar best sem glaðningur fyrir augað. Leikararnir eru ekki beint á neinn sérstakan hátt grípandi eða að sýna nein sérstök tilþrif, en þá er ég ekki svo viss um að það hafi nokkuð verið ætlunin.
Þessi kvikmynd er vafalaust ekki hin hefðbundna ævintýramynd, öllu heldur er hún frekar litlaus og dauf, þó skondin á sinn hátt en einnig á marga vegu heillandi.
Yfir heildina þá get ég ekki sagt annað en að mér líkaði við þessa mynd og ég skora á þig til að láta reyna á það sama.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn