Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Shanghai Knights 2003

(Shanghai Noon 2)

Justwatch

Frumsýnd: 4. apríl 2003

A Royal Kick In The Arse

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Þegar kínverskur uppreisnarmaður myrðir föður Chon og flýr til Englands, þá fara þeir Chon og Roy til Englands til að hefna sín. Systir Chon, Lin, hefur sömu hugmynd, og kemur upp um allsherjar samsæri sem gengur út á að myrða bresku konungsfjölskylduna, en fáir trúa henni.

Aðalleikarar

Jackie Chan

Chon Wang

Owen Wilson

Roy O’Bannon

Fann Wong

Chon Lin

Aidan Gillen

Lord Nelson Rathbone

Donnie Yen

Wu Chow

Tom Fisher

Arthur "Artie" Doyle

Aaron Taylor-Johnson

Charlie Chaplin

Greg Strause

Debutante

Richard Bremmer

Master at Arms

Gemma Jones

Queen Victoria

Greg Strause

Head Waiter

Tom Wu

Lead Boxer Liu

Barbara Nedeljakova

Debutante #3

Oliver Cotton

Jack the Ripper

Eric Meyers

Front Desk Clerk

Barry Stanton

Lord Chancellor

Leikstjórn

Handrit


Sjaldgæft er að sjá svona góða og skemmtilega grín/hasarmynd nú á dögum. Þetta framhald af Shanghai Noon er bara mun betra en Shanghai Noon. Kímnin er mun fyndnari, bardagasenurnar ótrúlega góðar og ekki gleyma skondnar. Persónurnar afskaplega skemmtilegar en má ekki gleyma þetta er samt mynd með nokkuð típískan söguþráð. Jackie Chan (Chong Wang) er náttúrulega mjög fyndinn og mikil bardagahetja leikur hana eins og í fyrstu, mjög vel miðað við aðstæður. Owen Wilson (Roy O´Bannon) Það sama. Má taka eftir að þessi mynd notar sniðug tækifæri til að gera grín af sögulegu mannfólki eins og Jack the Ripper sem er laminn í rot. Charles Chaplin kemur fyrir og líka Arthur Conan Doyle sem skrifaði Sherlock Holmes sögunar. Með öllu þessu blandað þessi mynd að næla sér þrjár stjörnur frá mér fyrir rosalega skemmtun, húmor og skemmtilegar persónur, og það vel skilið. Shanghai Knights er tilvalin mynd til að skemmta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er hægt að segja það að Shangai knights er eins af bestu bradga myndum sem ég séð með honum Jackie Chan. ÞAð góða við það Owen Wilson er sá sem fyllir upp í myndina með frábærum húmor eins og mátti sjá í fyrri myndinni. Bardagaatriðin í þessari mynd eru alveg ótrúlega flott og það kom mér reyndar á óvart hve góð mynd þetta var, ég bjóst nú ekki við betri mynd en hinni. Ég mæli endilega með að fólk sjái þessa mynd því þetta er frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Shanghai Knights er fyndinn og skemmtileg mynd með góðum bardagaatriðum og góðum bröndurum. Ég mæli með henni enda fínsta grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst sjálfum þessi mynd mjög góð aðþví að jackie chan leikur í henni og owen wilson því þeir leika hana svo vel og það sem mér finnst skemmtilegast í henni er þegar þeir eru að renna sér á fánanum niður turnin og líka þegar hann owen fer upp og niður til skiptist í vatninu en ég ætla ekki að segja meira takk fyrir











Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.05.2020

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinn...

02.04.2020

Hver er staðan á Eurovision myndinni frá Netflix?

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki. Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision-myndina og er þetta fyrsta samsta...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn