Rush Hour 2
2001
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 10. ágúst 2001
The Mouth Of The West And The Hands Of The East Are Back!
90 MÍNEnska
51% Critics
74% Audience
48
/100 Lögregluforinginn Lee og rannsóknarlögreglumaðurinn James Carter eru mættir til leiks á nýjan leik! Í þetta sinn eru þeir í fríi í Hong Kong. Fljótlega eftir að þeir koma á staðinn þá springur sprengja í bandaríska sendiráðinu. Lee fær málið til rannsóknar, og það verður fljótt persónulegt þegar það kemur í ljós að sá sem stendur á bakvið... Lesa meira
Lögregluforinginn Lee og rannsóknarlögreglumaðurinn James Carter eru mættir til leiks á nýjan leik! Í þetta sinn eru þeir í fríi í Hong Kong. Fljótlega eftir að þeir koma á staðinn þá springur sprengja í bandaríska sendiráðinu. Lee fær málið til rannsóknar, og það verður fljótt persónulegt þegar það kemur í ljós að sá sem stendur á bakvið sprengjutilræðið er Ricky Tan, fyrrum félagi föður Lee. Tan, sem átti stóran þátt í dauða föður Lee, er núna leiðtogi Triads, hættulegustu mafíu í Kína. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Hong Kong fara fljótlega að berjast um yfirráð yfir málinu. Lee kemst að því að Ricky Tan á að mæta í kvöldverðarboð á báti sínum. Þegar Tan er spurður, þá segir Tan að einhver sé að reyna að koma á hann sök. Starfsmaður Tan, Hu Li, birtist skyndilega og skýtur Tan, og hann dettur af bátnum. Í eftirleiknum þá sleppur Hu Li í holræsakerfið og sést næst í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þeir félagar verða því að snúa aftur til Bandaríkjanna. Í Red Dragon spilavítinu er komið á Lee sök þegar Ricky Tan setti dauða sinn á svið, og er nú enn á lífi, en Hu Li lætur litla sprengju í munn hans. En mun Carter ná að bjarga málunum?... minna