Hercules
2014
(Hercules: The Thracian Wars)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 23. júlí 2014
Before he was a legend, he was a man.
98 MÍNEnska
58% Critics 47
/100 Fyrir fjórtán hundruð árum síðan gekk þjökuð sál um grundir, sem var hvorki maður né guð. Herkúles var hinn máttugi sonur Seifs konungs, en það færði honum ekkert nema þjáningar allt hans líf. Eftir harðræði og missi fjölskyldunnar, þá sneri þessi vera baki við guðunum og fann eingöngu huggun í að taka þátt í blóðugum bardögum. Í gegnum... Lesa meira
Fyrir fjórtán hundruð árum síðan gekk þjökuð sál um grundir, sem var hvorki maður né guð. Herkúles var hinn máttugi sonur Seifs konungs, en það færði honum ekkert nema þjáningar allt hans líf. Eftir harðræði og missi fjölskyldunnar, þá sneri þessi vera baki við guðunum og fann eingöngu huggun í að taka þátt í blóðugum bardögum. Í gegnum árin þá vingaðist hann við sex álíka sálir, en það sem batt þær saman var ást þeirra á bardögum og nálægð dauðans. Þessir menn og konur spurðu sig aldrei hvert þau þurftu að fara til að berjast, við hvern né afhverju, það eina sem skipti máli var að fá borgað. Núna hefur konungurinn í Þrakíu ráðið þessa málaliða til að þjálfa menn sína til að verða besti her allra tíma. Nú er kominn tími til að þessi hópur opni augun og átti sig á því hve djúpt þau eru sokkin, þegar þau eru byrjuð að þjálfa heilan her til að verða jafn miskunnarlaus og blóðþyrstur og þau eru sjálf. Allir þekkja goðsögnina um Hercules og hin 12 nær óyfirstíganlega erfiðu verkefni sem hann þurfti að leysa af hendi. Sagan í myndinni hefst eftir að verkefnunum er lokið og eftir goðsöguna ... Syndir fortíðar ásækja Hercules ( Hera gerði hann geðveikan, og hann drap svo konu sína og börn ). Hercules er orðinn málaliði. Ásamt fimm tryggum samferðamönnum þá ferðast hann til Grikklands til forna og selur þar þjónustu sína í skiptum fyrir gull og notar frægð sína og orðspor til að draga kjarkinn úr óvinum sínum. En þegar hinn góðviljaði konungur Þrakíu ( Thrace ) og dóttir hans leita aðstoðar hjá Hercules til að hjálpa sér að sigra illan stríðsherra, þá uppgötvar Hercules að til að réttlætið geti sigrað, þá verður hann aftur að verða sá sem hann var, hann þarf að verða aftur goðsögnin sem hann var og verða Hercules á ný. ... minna