Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rush Hour 3 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. ágúst 2007

This summer they're kicking it in Paris bigger time then ever

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Að þessu sinni eru félagarnir Jackie Chan og Chris Tucker staddir í París þar sem þeim tekst að blanda sér í mál kínversku mafíunnar, þeim til mikillar armæðu. Eftir tilraun til að myrða Han sendiherra, þá mæta þeir rannsóknarlögreglumaðurinn Carter og félagi hans Lee, til Parísar til að vernda franska konu sem hefur upplýsingar um leiðtoga Triads.... Lesa meira

Að þessu sinni eru félagarnir Jackie Chan og Chris Tucker staddir í París þar sem þeim tekst að blanda sér í mál kínversku mafíunnar, þeim til mikillar armæðu. Eftir tilraun til að myrða Han sendiherra, þá mæta þeir rannsóknarlögreglumaðurinn Carter og félagi hans Lee, til Parísar til að vernda franska konu sem hefur upplýsingar um leiðtoga Triads. Lee á leynilega fundi einnig með yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna, en persónuleg mál hans við kínverskan glæpamann að nafni Kenji blandast inn í, en í ljós kemur að hann er löngu týndur bróðir Lee. En eltingarleikur þeirra teygir sig um alla borg, allt til undirheima Parísar til hæða Eiffel turnsins. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Þegiðu, Chris Tucker!
Þriðja Rush Hour myndin er varla neitt annað en dæmigert afrit af afriti. Persónulega hafði ég sakleysislega gaman að hinum tveimur myndunum, en ég var ekki einu sinni kominn hálftíma inn í þriðju myndina þegar ég áttaði mig á því að þetta væri orðið löngu dautt.

Skotur á skemmtanagildi er versta lýsing sem svona mynd getur fengið og því miður á hún sterklega við hér. Söguþráðurinn er gamall og úldinn og ég er hræddur um að húmorinn fái að hljóta sömu lýsingu. Tvíeykið, sem að samanstendur af Jackie Chan og Chris Tucker, er bara að spila með það sama og í fyrri lotunum. Slagsmálaatriði eru síðan óvenju fá og engan veginn ásættanleg miðað við hvað Jackie getur. Ef ég ætti að segja eins og er þá tel ég þetta vera verstu mistök bardagasnillingsins síðan The Tuxedo, og held ég að það ætti að segja meira en nóg.

Annars er tilvist þessarar myndar alveg óskiljanleg í mínum augum þar sem að liðin eru heil 6 ár frá því að sú síðasta kom út. Tucker hafði heldur ekki mikið látið sjá sig í millitíðinni og helst vill maður halda því þannig. Rush Hour 3 fær fáeina kurteisispunkta fyrir misheppnuðu tökurnar í lokin, en þær bentu greinilega til þess að það hafi verið mikið fjör að gera myndina. Bara verst að sá fílingur endurspeglaði ekki áhorfið.

3/10 - Eitt annað: Hvað í fjandanum var Roman Polanski að gera þarna?? Hefur maðurinn ekki verið nógu oft niðurlægður?!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að vera ósammála þessum fyrir ofan því mér fannst Rush Hour 3 frekar skemmtileg. Lee og James Carter eru mættir hér aftur eftir 6 ára fjarveru og eru satt að segja frekar ferskir þrátt fyrir aldur Jackie Chans. Myndin byrjar ágætlega og heldur þessum ágæta húmor alla myndina og er það í langflestum tilfellum sem Cris Tucker stelur senunni og hafði ég mjög gaman af honum. En Rush Hour 3 er ekkert nýtt. Þetta er bara mjög venjuleg og auðveld mynd og söguþráðurinn er ekkert til að hrópa húrra yfir. En ég mæli samt með henni á leiðilegum rigningardegi eða eitthvað í þá átt. Semsagt Rush Hour 3 er skemmtileg,fersk og fyndin en samt enginn stórmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sumarið 2007 verður skráð í kvikmyndasögubækurnar sem sumar þríleikjamynda, þ.e.a.s. í sumar hafa verið sýndar Spiderman 3, Shrek 3, Pirates of the C... 3, Bourne Ultimatum og Rush Hour 3. Það verður að segjast eins og er að þessi mynd, Rush Hour 3 er virkilega slæm mynd. Í stuttu máli fjallar myndin um lögguparið James Carter (Chris Tucker) og Lee (Jackie Chan). Þeir eiga í höggi við hættulegustu glæpasamtök heims og eltingaleikurinn við vondu kallana ber þá félaga til Frakklands. Söguþráðurinn er einfaldur og fyrirsjáanlegur. Leikararnir eru svo slæmir að það var vandræðanlegt að horfa á myndina á köflum. Jackie Chan getur allst ekki leikið og Chris Tucker er engu skárri. Það er með ólíkindum að þungavigtaleikari á borð við Max von Sydow hafi ákveðið að leika í þessum ósköpum.

Brandararnir miðast nær eingöngu við samskipti þeirra félaga og það er bara orðið svo þreytt. Við höfum séð þetta allt áður.

Leikstjórinn Brett Ratner hefur átt ágæta daga eins og t.d. myndin Red Dragon sýnir. Með Rush Hour 3 hefur hann náð botninum og það er vonandi að hann rís heill upp aftur. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum á þessa mynd. Hún er skelfilega léleg.

Hún fær hálfa stjörnu fyrir að sína nokkur skondin mistök við framleiðslu myndarinnar í blálokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn