Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ladder 49
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég ekki við miklu. En ladder 49 kom mér bara mjög á óvart því þetta er hörku mynd. Það er náttúrulega soldið drama en verður samt aldrei of mikið og blandast vel saman við spennuna.Joquin Phoenix stendur sig bara nokkuð vel og john Travolta er betri en oft áður. Þetta er líka virkilega flott mynd og heiðrar slökkviliðsmenn vel. ég mæli því eindregið með þessari mynd því þetta er án efa ein af betri myndum ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Timeline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í fyrsta lagi vil ég segja að þegar ég fór á þessa mynd bjóst é ekki við mjög miklu. Timeline er hinsvegar ein allra lélegasta mynd sem ég hef séð lengi, leikararnir leika mjög illa, handritið er afar lélegt, léleg leikstjórn og svona mætti lengi telja. Ég skil ekki hvernig er hægt að klúðra þessu svona þegar bókin er svona góð. Ég mæli með að fólk fari ekki á hana í bío því þetta er tímasóun og peningasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secret Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Secret Window kom mér mjög á óvart því ég bjóst ekki við að hún væri svona góð. Johnny Depp og John Turturro eru mjög sannfærandi. Myndin fær mann til að verða mjög spenntann og maður hefur mjög gaman af henni. Handritið er vel skrifað og góð leikstjórn. Myndin fjallar um rithöfund sem býr einn upp í kofa, dag einn kemur síðan maður sem sakar hann um ritstuld og framhaldið verður mjög spennandi. Endirinn er líka mjög ófyrirsjánlegur og kemur manni á óvart. Eg mæli eindregið með henni enda ein besta spennumynd sem komið hefur lengi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
50 First Dates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér á óvart hvað hún er góð, hún er fyndin og rómantísk og Adam sandler og Drew Barrymore standa sig með prýði. Þetta er örugglega besta mynd Adam Sandlers.Rob Schneider og Sean Astin standa sig mjög vel og gefa myndinni mikið. Að lokum vil ég segja að ég mæli með henni fyrir alla jafnvel þótt þeir hati Sandler því þetta er ein besta gamanmynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

School of Rock er skemmtileg gamanmynd og aðallega út af leik Jack Black, hann fer hreinlega á kostum. Aðrir leikarar svosem krakkarnir og Joan Cusack leika líka vel, einnig er góð tónlist allan tímann. Samt er eins og vanti smá, handritið er ekki mjög frumlegt en samt hefur maður mjög gaman af myndinni og manni leiðist aldrei enda mörg góð atriði þar sem maður hlær mikið.Niðurstaðan er því fín gamanmynd sem flestir ættu að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Knights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Shanghai Knights er fyndinn og skemmtileg mynd með góðum bardagaatriðum og góðum bröndurum. Ég mæli með henni enda fínsta grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei