Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Romancing the Stone 1984

She's a girl from the big city. He's a reckless soldier of fortune. For a fabulous treasure, they share an adventure no one could imagine... or survive.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu klippingu. Vann Golden Globe sem besta mynd í flokknum gamanmynd/söngvamynd - og Kathleen Turner var valin besta leikkonan í bíómynd.

Joan Wilder er vinsæll en fremur óframfærinn rithöfundur sem skrifar ástarsögur. Hún fær fjársjóðskort í póstinum frá mági sínum, sem var myrtur nýlega. Á sama tíma er systur hennar Elaine rænt í Kolumbíu, og glæpamennirnir tveir sem eru ábyrgir fyrir verknaðinum, krefjast þess að Joan ferðist til Kolumbíu til að skiptast á kortinu og systurinni.... Lesa meira

Joan Wilder er vinsæll en fremur óframfærinn rithöfundur sem skrifar ástarsögur. Hún fær fjársjóðskort í póstinum frá mági sínum, sem var myrtur nýlega. Á sama tíma er systur hennar Elaine rænt í Kolumbíu, og glæpamennirnir tveir sem eru ábyrgir fyrir verknaðinum, krefjast þess að Joan ferðist til Kolumbíu til að skiptast á kortinu og systurinni. Joan gerir það, en verður fljótt týnd í frumskóginum eftir að Zolo, grimm og spillt Kolumbísk lögga, hefur gert henni fyrirsát, til að reyna að ná kortinu af henni. Þarna hittir hún Jack Colton sem samþykkir að hjálpa henni aftur til siðmenningarinnar. Saman lenda þau nú í ævintýrum sem gætu allt eins verið ættuð úr einni af skáldsögum Joan. ... minna

Aðalleikarar


Ég hef séð þessa mynd hátt í tíu sinnum og hún verður aldrei þreytt. Í mínum huga er hún í flokki með myndum á borð við Raiders of the Lost Arc og Goonies sem hin fullkomna 80´ævintýramynd. Katleen Turner er frábær leikkona og hefur sjaldan verið betri en einmitt hér. hún fær þvílíkt að njóta sín sem rómantíski skáldsagnahöfundurinn sem hefur aldrei stigið út fyrir borgarmörkin. Michael Douglas skemmtir sér greinilega vel sem einhverskonar Crockodile Indy. Efnablandan á milli þeirra er frábær enda gerðu þau War of the Roses nokkrum árum síðar. Danny DeVito er aðeins of silly í þessari mynd fyrir minn smekk og stundum er væmnin aðeins of mikil. Það var auðvitað gert framhald, þ.e. The Jewel of the Nile en hún var ekki næstum því jafn góð. Annars er þetta æðisleg mynd í alla staða sem væntanlega allir hafa séð. Mér finnst hún eldast vel, nostalgíuþáttur er á háu stigi, ég mæli með að þið grafið hana upp ef það er langt síðan þið sáuð hana.

"What did you do, wake up this morning and say, Today, I'm going to ruin a man's life?"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flott mynd með tríóinu góða Michael Douglas Kathleen Turner og Danny Devito.Þetta er í raun fyrsta myndin þar sem tríóið leikur saman en aðrar eru, framhaldið af þessari s.s. Jewel of the Nile sem að er skemmtileg fyrir það tímabil sem hún er frá, einsog tónlistin er frábær eighties tónlist og fötin og hárið eftir því, og svo War of the Roses. Sál þessarar myndar einsog ég sé það er fyrst og fremst gamanmynd og öðru lagi rómantísk spenna. Klassísk mynd sem svíkur ekki unnendur ævintýrakvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn