Náðu í appið

Nýtt á Stöð 2 Leigunni

Ævintýri
Leikstjórn Dave McKean
Í ævinintýraheimi, þar sem tvö konungsdæmi ríkja, þarf fimmtán ára gömul stúlka, Helena, sem vinnur við fjölleikahúsið ásamt föður sínum og móður, að finna hina goðsagnakenndu speglagrímu, til að bjarga konungsríkinu og komast heim til sín.
Útgefin: 17. maí 2006
SpennaDramaStríðSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Sagan hefst árið 1776 í nýlendunni Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Benjamin Martin, stríðshetja úr franska - og indía stríðunum, sem glímir við drauga fortíðar, vill ekkert frekar en að lifa rólegu og friðsömu lífi á litlu plantekrunni sinni, og hefur engan áhuga á stríði við voldugustu þjóð í heimi, Stóra Bretland. Á sama tíma geta tveir elstu synir hans, Gabriel og Thomas, ekki beðið eftir að skrá sig í nýstofnaðan nýlenduherinn. Þegar Suður Karólína ákveður að taka þátt í uppreisninni gegn Englandi, þá skráir Gabriel sig samstundis í herinn ... án leyfis föður síns. En þegar William Tavington ofursti, sem þekktur er fyrir grimmilegar aðferðir sínar, kemur og brennir niður plantekru Martin, þá upphefst mikill harmleikur. Benjamin er nú á milli tveggja elda. Hann þarf að vernda fjölskylduna, en á sama tíma vill hann hefna sín og verða hluti af myndun nýrrar og metnaðargjarnrar þjóðar.
Drama
Leikstjórn Jake Curran
Katherine Ann Watson gerist kennari í listasögu við hinn virta Wellesley miðskóla. Watson er nútímaleg kona, miðað við tímabilið sem myndin gerist á, þ.e. sjötti áratugur 20. aldarinnar, og hefur ástríðu, ekki bara fyrir myndlist heldur líka fyrir nemendunum, sem allar eru stúlkur. Að mestu þá virðast nemendurnir vera flestir þarna aðallega til að drepa tímann og bíða eftir að sá eini rétti birtist, og eru ekki mjög sjálfstæðar, þó þær séu vel gefnar. Watson finnst þær amk. ekki vera að nýta hæfileika sína og gáfur til fullnustu. Þó að sterk tengsl myndist á milli kennara og nemenda, þá eru nútímaleg og frjálsleg sjónarmið Watson á skjön við menninguna í skólanum.
SpennaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Keith Richards
Sem leyniþjónustumaður þá sór Evelyn Salt eið um að þjóna föðurlandi sínu. Það reynir á tryggð hennar þegar svikari ásakar hana um að vera rússneskur njósnari. Salt leggur nú á flótta og notar alla sína hæfileika og áralanga þjálfun og reynslu til að komast hjá því að verða handtekin. Þessar tilraunir Salts til að sanna sakleysi sitt hafa þó öfug áhrif og menn fara að spyrja sig, hver er hin raunverulega Salt?
Útgefin: 25. nóvember 2010
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Matthew Vaughn
Duglegur kókaínsali sem nýtur velgengni, er búinn að öðlast virðingu á meðal aðal mafíósanna í Englandi. Hann áætlar núna að hætta störfum. Mafíuforinginn Jimmy Price vill hinsvegar fá hann til að vinna fyrir sig verkefni; að finna Charlotte Ryder, dóttir vinar hans Edward sem hefur verið týnd, en Edward er stórtækur og valdamikill í byggingariðnaðinum og tíður gestur í slúðurpressunni. Það sem flækir málin er tveggja milljóna punda virði af alsælu, illskeyttur nýnasistahópur og allskonar svik og prettir. Titill myndarinnar, Layer Cake, eða lagkaka, vísar til þeirra mörgu laga sem þarf að fara í gegnum á leiðinni á toppinn.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Rob Reiner
Í þessum dramatíska réttarsals-spennutrylli, á liðþjálfinn Daniel Kaffee, lögmaður hjá hernum sem hefur aldrei komið inn í almennan réttarsal, að verja tvo þrjóska sjóliða sem hafa verið ákærðir fyrir morð á öðrum hermanni. Kaffee er þekktur fyrir leti og kæruleysi, og hafði verið búinn að semja um lausn málsins, gegn því að sjóliðarnir fengju minni refsingu. Ginny fær lögmanninn Galloway til að verja annan hermanninn, Downey, og í lögfræðingateyminu er einnig liðþjálfinn Sam Weinberg. Teymið rannsakar málið og kemst að ýmsu og Kaffee uppgötvar að vinna í réttarsal á í raun mjög vel við hann. Vörnin er upprunalega byggð upp á þeirri staðreynd að fórnarlambið, Santiago, hafi þótt misheppnaður og var búinn að fá reisupassann. Í Gitmo, þá eru einhverjir vesalingar ekki líklegir til að dvelja lengi við og liðþjálfinn Nathan Jessup, er sérstaklega lítið hrifinn af einhverjum væsklum. Á Kúbu, þá reyna Jessup og tveir aðrir yfirmenn að hjálpa til eins og þeir geta, en Kaffee skynjar að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Í lokin á myndinni þá fer allt í háaloft þegar Jessup og Kaffee takast á.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jeff Newitt, Peter Lord
Sjóræningjaskipstjóri leggur upp í ferð til að reyna að sigra sinn helsta óvin, Black Bellamy og Cutless Liz, til að vinna verðlaunin Sjóræningi ársins. Dag einn hittir hann sjálfan Charles Darwin sem segir honum að páfagaukurinn hans sé í raun svarið við draumum hans og fær Kaftein og áhöfn hans til að koma með sér til London á fund Viktoríu drottningar. Það hefði Kafteinn hins vegar ekki átt að gera því Darwin er bara að plata ... Ferðlagið berst allt frá ströndum Blóðeyjunnar, Blood Island, og til þokufylltra gatna Lundúna á Viktoríutímanum.
Útgefin: 20. september 2012
TónlistHeimildarmyndÆviágrip
Mynd um líf og starf söngvarans og lagahöfundarins Leonard Cohen, útfrá sjónarhóli þekktasta lags hans, Hallelujah. Cohen samþykkti gerð myndarinnar á 80 ára afmælisdegi sínum árið 2015 og í myndinni sjáum við margvíslegt efni sem aldrei hefur áður komið fyrir sjónir almennings.
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Rob Cohen
Xander "XXX" Cage er spennufíkill sem hingað til hefur verið lýstur ósnertanlegur af lögregluyfirvöldum. NSA fulltrúinn Gibson neyðir XXX til að vinna með ríkisstjórninni og blanda sér inn í rússneska glæpaklíku, og sleppa þar með við fangelsisdóm. Gibbons sendir XXX inn í klíkuna, og þarf nú að berjast gegn henni, en henni er stjórnað af hinum miskunnarlausa, tómhyggjumanni Yorgi sem hefur ákveðið að ráðast fyrst á Prag.
SpennaRómantíkÆvintýri
Leikstjórn Brian Helgeland
Heath Ledger (Patriot), er William Thatcher, bóndasonur með drauma um að verða riddari í burtreiðum en það er íþrótt fyrir virta aðalsmenn, ekki bóndasyni. Þetta stoppar aftur á móti ekki drauminn hans, og gerir hann það sem þarf til að fá að keppa, jafnvel þótt að það þýði að svindla og ljúga örlítið.
GamanDramaUnglingamynd
Leikstjórn Richard Linklater
Það er lokadagur miðskólans í litlum bæ í Texas árið 1976. Eldri nemendur níðast á nýnemunum, og allir eru að reyna að komast í vímu, verða drukknir eða komast í bólið með einhverjum, jafnvel fótboltastrákarnir sem hafa skrifað undir samning um að láta allt slíkt vera.
RómantíkDramaStuttmynd
Leikstjórn Ryan Murphy
Byggð á metsölubók Elizabeth Gilbert. Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili - en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim.
Útgefin: 27. janúar 2011
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Wayne Wang
Marisa Ventura er einhleyp móðir, fædd og uppalin í New York, og vinnur sem þerna á fyrsta flokks hóteli á Manhattan. Örlögin haga því svo til að Marisa hittir Christopher Marshall, myndarlegan erfingja valdamikillar fjölskyldu, sem heldur fyrir misskilning að hún sé gestur á hótelinu, og þau eyða kvöldi saman. Þegar í ljós kemur hver Marisa er í raun og veru, þá komast þau að því að þau koma úr tveimur gjörólíkum heimum, þó svo að vegalengdin á milli þeirra sé ekki svo löng, á milli Manhattan og Bronx.
GamanRómantík
Leikstjórn Dennis Dugan
Danny er lýtalæknir sem þykist vera óhamingjusamlega giftur til að ná í kvenfólk, og hefur gert það í langan tíma með afar góðum árangri. Einn daginn hittir hann hins vegar konu sem heillar hann algerlega upp úr skónum, hina fögru Palmer. Hann notar ekki þessa siðlausu aðferð til að næla í hana en þau ná brátt vel saman og hefja ástarsamband. Þegar hún finnur svo „giftingarhring“ Dannys í buxnavasanum hans eru góð ráð dýr fyrir Danny, sem vill ekki hrekja hana burt. Hann segist vera á lokastigum skilnaðar og fær í framhaldinu skrifstofustjórann sinn, Katherine, til að þykjast vera eiginkona hans þegar Palmer krefst þess að hitta hana. Þessi lygi leiðir svo óhjákvæmilega til fleiri lyga og brátt hefur Danny komið börnum Katherine í vefinn og ferðast með þau öll til Hawaii í frí til að sannfæra Palmer um ágæti sitt. Það á eftir að reynast erfiðara en hann hélt...
Útgefin: 9. júní 2011
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Kirk Jones
Myndin er innblásinn af metsölubókinni What to Expect When You´re Expecting og fjallar um fimm pör, og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarps-líkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningarstjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Rithöfundur sjúkur í börn og lögfræðingurinn Wendi fá að kynnast nýrri hlið á Wendy þegar hormónarnir flæða um líkamann þegar hún verður ólétt, en maður hennar Gary, rembist við að vera ekki eftirbátur föður síns, sem einnig á von á barni, eða tvíburum öllu heldur, með ungri eiginkonu sinni, Skyler. Ljósmyndarinn Holly er tilbúin að ferðast um heiminn þveran og endilangan til að ættleiða barn en Alex eiginmaður hennar er ekki jafn viss, og leitar hjálpar í stuðningshópi fyrir karlmenn.
Útgefin: 11. október 2012
TeiknaðÍslensk mynd
Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga.
RómantíkDramaSöngleikurDansmynd
Leikstjórn Chris Columbus
Þessi rokkópera er byggð á óperunni “La Boheme” eftir Puccini, en hún segir frá ári í lífi vinahóps í fátækrahverfum New York borgar og baráttu þeirra við örbirgð og alnæmi.
GamanTónlist
Leikstjórn Paul Weitz
Martin Tweed stjórnar vinsælli hæfileikakeppni í sjónvarpi, American Dreamz, og þó að hann þoli ekki í hvert sinn þegar ný þáttaröð byrjar, þá er keppnin alltaf gríðarlega vinsæl. Tweed ákveður að nú sé kominn tími til að fá inn nýja og spennandi þátttakendur og sendir starfsmenn sína útaf örkinni til að finna skrýtnasta fólkið sem það finnur, til að taka þátt í þáttunum. Á meðan þetta er að gerast þá er forseti Bandaríkjanna að verða sífellt þunglyndari, og stólar á starfsmannastjóra sinn í einu og öllu, jafnvel þegar kemur að því að verða dómari í hæfileikakeppninni. Þetta eru frábærar fréttir fyrir hryðjuverkamennina sem sjá hæfileikakeppnina sem fyrirtaks leið til að komast í tæri við forsetann.
DramaÆvintýriSöngleikurSöguleg
Leikstjórn Julie Taymor
Jude er ungur maður frá Liverpool sem ferðast til Bandaríkjanna til að finna föður sinn. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er aðeins upphafið á miklu ævintýri sem að snýst í kringum stríð, byltingu og ást. Myndin einkennist af Bítlalögum sem flutt eru í nýjum og glæsilegum útgáfum.
GamanRómantíkTónlist
Leikstjórn Ed Harris
Myndin gerist árið 1973 þegar rokkið lifir enn í gömlum glæðum. William Miller er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni er að skrifa um hljómsveitina Stillwater. Hann kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane. Hann hrífst af henni en líka af tónlistinni. William fær síðan að ferðast með bandinu og lendir hann í ýmsum ævintýrum.