Fræga Home Alone atriðið er skáldskapur

Nú þegar aðfangadagur og jóladagur eru liðnir, þá er kannski allt í lagi að opinbera eitt leyndarmál sem þó einhverjir hafa sjálfsagt vitað af, en þó ekki allir. Kvikmyndaleikarinn Seth Rogen skrifaði tíst í gær sem snertir eina kvikmynd sem margir horfa á um öll jól, Home Alone. Myndin fjallar um það þegar hann Kevin […]

Matur étinn lifandi í Pulsupartýi – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir teiknimyndina Sausage Party, eða Pulsupartý í lauslegri snörun, er komin út, en myndin er sögð vera fyrsta bannaða ( R-rated ) tölvuteiknaða bíómyndin. Eins og sést í stiklunni, sem líka er bönnuð börnum, þá er það líklega miskunnarlaus slátrun matarins og ljótt orðbragð, sem er ástæða bannsins. Með helstu hlutverk fara þekktir gamanleikarar, […]

Seth Rogen leitar að Valla

Hollywood vefsíðan The Tracking Board segir frá því að Seth Rogen og Evan Goldberg muni framleiða kvikmyndagerð barnabókanna Hvar er Valli, eða Where´s Waldo, eins og bækurnar heita á frummálinu, í gegnum fyrirtæki sitt Point Grey.   Bækurnar fjalla um Valla sem er klæddur hvít- og rauðröndóttri rúllukragapeysu, með húfu og staf. Valli er jafnan staddur í fjölmenni, og […]

Rogen með ofskynjanir í nýrri stiklu

Ný stikla úr jóla-gamanmyndinni The Night Before með þeim Seth Rogen, Joseph Gordon-Levitt og Anthony Mackie í aðalhlutverkum, er komin út.  Rogen og ofskynjanir vegna eiturlyfjanotkunar hans eru áberandi í stiklunni. Meðal annars sér hann kolkrabba í stað handa. The Night Before er gerð af þeim sömu og sendu frá sér hina vel heppnuðu 50/50. Leikstjórinn […]

Leikstýrir mynd um eina verstu mynd allra tíma

Kvikmyndaverið New Line Cinema er í viðræðum um réttinn á The Disaster Artist. James Franco mun leikstýra myndinni, sem fjallar um gerð The Room frá árinu 2003 sem er af mörgum talin ein besta versta mynd allra tíma. Franco mun einnig leika aðalhlutverkið, leikstjórann Tommy Wiseau, og Seth Rogen mun bæði framleiða og fara með eitt hlutverk. Franco […]

The Interview í bíó!

Sagan endalausa um grínmyndina The Interview, sem hætt var við að sýna vegna hótana Norður – Kóreumanna, sem voru óhressir með efnistök sem ganga út á það að menn eru gerðir út af örkinni til að myrða leiðtogann Kim Jong-Un, og sem sagðir eru hafa ráðist á Sony í tölvuárás, heldur áfram. Sony, sem áður […]

The Interview sýnd frítt á netinu

Kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures áætlar að sýna gamanmyndina The Interview frítt á vefsíðunni Crackle.com, en síðan er í eigu fyrirtækisins. New York Post greinir frá þessu. The Interview skartar þeim James Franco og Seth Rogen í aðalhlutverkum og hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu vikur sökum þess að yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað öllu illu ef myndin yrði sýnd, t.a.m. […]

Fékk milljarð fyrir The Interview

Seth Rogen fékk rúman milljarð íslenskra króna og James Franco rúmar 800 milljónir króna fyrir leik sinn í The Interview. Þetta kemur fram í gögnum sem Bloomberg fréttaveitan hefur undir höndum og fengust í tölvuárás sem gerð var á Sony kvikmyndafyrirtækið á dögunum. Myndin, sem kostaði að sögn 5,5 milljarða íslenskra króna, borgaði fyrrum eiginmanni Britney Spears, […]

Rogen leikur Wozniak

Gamanleikarinn góðkunni, Seth Rogen, mun fara með hlutverk meðstofnanda tölvurisans Apple, Steve Wozniak, í nýrri kvikmynd frá Sony um Steve Jobs og Apple. Rogen mun þar leika á móti Christian Bale sem fer með hlutverk Jobs. Danny Boyle mun leikstýra myndinni, en hann á að baki kvikmyndir á borð við Trainspotting, 127 Hours og Slumdog Millionare. Sagan um Steve Jobs […]

James Franco frumsýnir The Sound and the Fury

Ný kvikmynd í leikstjórn James Franco verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Venice sem fer fram í enda mánaðarins. Myndin ber heitið The Sound and the Fury og skartar m.a. stjörnum á borð við Seth Rogen, Danny McBride og Franco sjálfum. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir William Faulkner og er oft talin meðal merkustu […]

Gordon-Levitt og Rogen í jólamynd

Joseph Gordon-Levitt og Seth Rogen munu fara með aðalhlutverkin í nýrri jólamynd frá leikstjóra 50/50, Jonathan Levine, en leikararnir fóru einnig með aðalhlutverkin í þeirri mynd. Myndin mun fjalla um þrjá æskuvini sem hafa gert það að sið að hittast ár hvert á jóladagskvöld. Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Anthony Mackie sem margir […]

Norður-Kórea hótar stríði gegn BNA vegna Rogen og Franco

Norður-Kórea hefur opinberlega hótað stríði gegn Bandaríkjunum vegna nýjustu mynd grínleikaranna Seth Rogen og James Franco, aðalleikara mynda eins og Pineapple Express og This is The End. Hótunin kemur vegna nýrrar myndar sem væntanleg er frá þeim félögum, The Interview, en þar leika þeir fræga blaðamenn sem fá viðtal við hinn stórkostlega leiðtoga Norður Kóreu, […]

Norður-Kórea fordæmir Rogen og Franco

Norður Kórea hefur opinberlega fordæmt nýjustu mynd grínleikaranna Seth Rogen og James Franco, aðalleikara mynda eins og Pineapple Express og This is The End. Fordæmingin kemur vegna nýrrar myndar sem væntanleg er frá þeim félögum, The Interview, en þar leika þeir fræga blaðamenn sem fá viðtal við hinn stórkostlega leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, […]

Taka viðtal við Kim Jong-un

Leikararnir og vinirnir Seth Rogen og James Franco leika í nýrri gamanmynd sem er væntanleg seinna á þessu ári. Myndin fjallar um viðtalsþáttastjórnandann Dave Skylark (Franco) og framleiðandann Aaron Rapoport (Rogen), en þeir fá þann „heiður“ að fara til Norður-Kóreu til þess að taka viðtal við sjálfan einræðisherrann, Kim Jong-un. Bandaríska leyniþjónustan hefur samband við […]

Rogen vill gera framhald Bad Neighbours

Seth Rogen segist vera að kanna möguleikann á því að gera framhald Bad Neighbours.  „Það hafa verið viðræður í gangi. Að sjá til þess að mynd verði gerð er miklu erfiðara en að búa til sjálfa myndina,“ sagði Rogen á ráðstefnunni Produced By. Rogen sagði að hann og samstarfsfélagar hans ætli að halda áfram að […]

Rogen er loðinn Kardashian – Myndband

Leikararnir og vinirnir Seth Rogen og James Franco gerðu sér lítið fyrir og gerðu grínútgáfu af tónlistarmyndbandi tónlistarmannsins Kanye West við lag hans Bound 2, en í upprunlega myndbandinu leikur kærasta hans og barnsmóðir, Kim Kardashian, aðalhlutverk ásamt West. Í upprunalega myndbandinu fljúga neistar á milli þeirra West og Kardashian, enda lagið hálfgerður ástaróður söngvarans […]

Pulsupartý hjá Seth Rogen

Sony Pictures og fyrirtæki Megan Ellison,  Annapurna Pictures, munu framleiða nýja mynd eftir gamanleikarann Seth Rogen og Evan Goldberg, „Sausage Party“ eða Pulsupartý.     Leikstjóri verður Conrad Vernon sem gerði Monsters vs. Aliens, og Greg Tiernan.  Pulsupartý á að vera „subbuleg“ teiknimynd um leit pulsu að sannleikanum um eigin tilveru. Eftir að hafa dottið […]

Emma Watson varar við faraldri uppvakninga – Myndbrot

Gamanleikarinn Seth Rogen er bráðum að fara að senda frá sér myndina This Is The End og er um að ræða fyrstu mynd hans sem leikstjóri. Myndin verður frumsýnd í sumar og fjallar um nokkra fræga leikara sem eru að velta fyrir sér yfirvofandi heimsendi þar sem þeir eru staddir í veislu á heimili James Franco í […]

Heimsendir þekktra leikara

Gamanleikarinn Seth Rogen er bráðum að fara að senda frá sér sína fyrstu mynd sem leikstjóri, myndina This Is the End. Í myndinni leikar ýmsir þekktir leikarar sjálfa sig, og eins og sjá má af meðfylgjandi plakati fyrir myndina sem er nýbúið að birta, hafa nokkrir þeirra troðið sér þar inn á, í orðsins fyllstu […]

Frumsýning – Take This Waltz

Fimmtudaginn 20. desember nk. frumsýnir Bíó Paradís kvikmyndina Take This Waltz í leikstjórn Sarah Polley (Away From Her) með Michelle Williams, Luke Kirby, Seth Rogen og Sarah Silverman í aðalhlutverkum. Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að myndin fjalli um Margot (Michelle Williams). „Þegar hún hittir Daniel (Luke Kirby) fljúga neistar á milli þeirra. En Margot verður […]

George Lucas óttast heimsendi 2012

Í nýlegu viðtali við Toronto Sun tímaritið talaði gamanleikarinn Seth Rogen um fund sem hann hafði átt með leikstjórunum George Lucas og Steven Spielberg. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli er að Rogen segir Lucas hafa talað lengi um að heimurinn myndi enda á næsta ári. „George Lucas sest niður og byrjar í alvöru […]

Framhald að Knocked Up í bígerð

Tímaritið Variety greinir frá því að leikstjórinn sívinsæli Judd Apatow undirbúi framhald að stórsmellinum Knocked Up frá árinu 2007. Apatow, sem er maðurinn bakvið myndir á borð við 40-Year Old Virgin og Funny People, leikstýrði sem og skrifaði Knocked Up en hún sló allsvakalega í gegn og varð næsttekjuhæsta mynd leikstjórans. Framhaldið af henni verður […]