Frumsýning – Take This Waltz

Fimmtudaginn 20. desember nk. frumsýnir Bíó Paradís kvikmyndina Take This Waltz í leikstjórn Sarah Polley (Away From Her) með Michelle Williams, Luke Kirby, Seth Rogen og Sarah Silverman í aðalhlutverkum.

Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að myndin fjalli um Margot (Michelle Williams). „Þegar hún hittir Daniel (Luke Kirby) fljúga neistar á milli þeirra. En Margot verður að hemja sig því hún er hamingjusamlega gift Lou (Seth Rogen). Margot kemst að því að Daniel býr hinum megin við götuna og þetta setur hina daglegu rútínu hennar í uppnám. Þau Daníel eiga marga leynifundi saman þetta heita sumar og þrá þeirra eftir hvort öðru vex í réttu hlutfalli við stillinguna sem þau verða að sýna.“

Fróðleiksmoli til gamans:

Þetta er önnur myndin sem hin hæfileikaríka leikkona Sarah Polley leikstýrir, en fyrri mynd hennar,Away From Her, var tilnefnd til Óskarsverðlauna. „Take This Waltz hefur ekki síður fengið einróma lof og því er óhætt að kalla Polley einn eftirtektarverðasta leikstjóra samtímans af yngri kynslóð.“

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: