Norður-Kórea fordæmir Rogen og Franco

Norður Kórea hefur opinberlega fordæmt nýjustu mynd grínleikaranna Seth Rogen og James Franco, aðalleikara mynda eins og Pineapple Express og This is The End.

seth rogen ja

Fordæmingin kemur vegna nýrrar myndar sem væntanleg er frá þeim félögum, The Interview, en þar leika þeir fræga blaðamenn sem fá viðtal við hinn stórkostlega leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, en ríkisstjórn Bandaríkjanna fær þá í staðinn til að ráða einræðisherrann af dögum.

Talsmaður Kim Jong Un hefur sagt að norður kóreska ríkið sé allt annað en ánægt með myndina. „Það er ákveðin kaldhæðni í söguþræðinum þar sem hann sýnir örvæntinguna í bandarísku ríkisstjórninni og í bandarísku samfélagi,“ sagði talsmaðurinn við breska blaðið The Telegraph.

„Mynd um tilræði við erlendan leiðtoga endurspeglar hvað Bandaríkin hafa gert í Afghanistan, Írak, Sýrlandi og Úkraínu,“ bætti hann við. „Og gleymum því ekki hver myrti [John F. ] Kennedy – Bandaríkjamenn.

„Í rauninni ætti [ Barack ] Obama forseti að hafa varann á, ef bandaríski herinn vildi kannski ráða hann af dögum sömuleiðis,“ bætti talsmaðurinn, Kim Myong -chol, við.

Þrátt fyrir þetta sagði hann að leiðtoginn glæsilegi myndi líklega kíkja á myndina. Og Rogen hlakkar til að heyra hvað honum finnst um myndina.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: