Taka viðtal við Kim Jong-un

interviewLeikararnir og vinirnir Seth Rogen og James Franco leika í nýrri gamanmynd sem er væntanleg seinna á þessu ári.

Myndin fjallar um viðtalsþáttastjórnandann Dave Skylark (Franco) og framleiðandann Aaron Rapoport (Rogen), en þeir fá þann „heiður“ að fara til Norður-Kóreu til þess að taka viðtal við sjálfan einræðisherrann, Kim Jong-un. Bandaríska leyniþjónustan hefur samband við þá í kjölfarið og biður þá um að ráða hann af dögum, en leyniþjónustan hefur engan grun um það hversu félagarnir eru óhæfir í verkið.

Fyrsta stiklan úr myndinni, sem ber heitið The Interview, var sýnd í dag og má búast við afbrags skemmtun frá þessum leikurum sem færðu okkur m.a. Pineapple Express og This Is the End.

Stikluna má sjá hér að neðan.