Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hills Have Eyes 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. apríl 2006

The lucky ones die first.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Hin lífsglaða Carter fjölskylda er á ferðalagi í gegnu suð-vesturríki Bandaríkjanna. En þegar þau fara inn á svæði utan alfararleiðar, þá lenda þau á stað sem er lokaður almenningi, og frá samfélaginu almennt. Á þessu svæði eru kjarnorkutilraunir, og enginn átti að vera þarna, eða það var það sem þau héldu amk. Þegar bíll fjölskyldunnar bilar... Lesa meira

Hin lífsglaða Carter fjölskylda er á ferðalagi í gegnu suð-vesturríki Bandaríkjanna. En þegar þau fara inn á svæði utan alfararleiðar, þá lenda þau á stað sem er lokaður almenningi, og frá samfélaginu almennt. Á þessu svæði eru kjarnorkutilraunir, og enginn átti að vera þarna, eða það var það sem þau héldu amk. Þegar bíll fjölskyldunnar bilar þarna þá eru þau föst á þessu svæði ... eða hvað? Þau komast fljótlega að því að mögulega hafi þetta ekki verið bíllinn að bila, heldur gildra. Gildran gæti verið sett upp af íbúðum staðarins, sem eru ekki bara að stríða þeim, heldur ætla sér eitthvað miklu hræðilegra og blóðugra!... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

"Ógeðslega" skemmtileg
Það má segja að hryllingsmyndageirinn sé farinn að taka góðan kipp. The Hills Have Eyes er ein af skárri myndum sinnar tegundar sem að ég hef séð lengi, a.m.k. hvað bandaríska framleiðslu varðar.

Þó svo að myndin sé kannski mun meira í splatter-kategoríunni og treystir meira á spennuuppbyggingu frekar en nokkuð óhugnanlegt, þá kemur hún fjandi vel út. Þegar um er að ræða lýsingu myndarinnar, þá þarf ég persónulega varla að taka annað fram en að mér hafi liðið óþægilega meðan ég horfði á hana.

Uppbyggingin er fremur hæg, sem reyndar þykir ekki slæmur hlutur því persónur og aðstæður komast vel til skila. En um leið og allt fer af stað, þá eru engin takmörk fyrir því hversu langt myndin gengur. Eitt tiltekið atriði (þið vitið alveg hvað ég er að tala um!) er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur, og ég er ekki frá því að segja að það hafi næstum því beygt helstu siðferðisreglur hryllingsmynda. Það er tæplega mannskemmandi til áhorfs (hlakka til að sjá Unrated-útgáfuna!) og vinkona mín sem sat við hliðina á sér er enn að jafna sig.

Myndin dettur samt aldrei niður í dauða punkta og heldur þar með fastri athygli út í gegn. Leikararnir standa sig allir mjög vel, leikstjórnin er nett brjáluð og óþægileg. Upptökustíllinn á myndinni er stundum svo ákafur að óþægindin sitja e.t.v. meira í manni.

Ég stend við þessa lýsingu á myndinni. Hún er brengluð, subbuleg en sömuleiðis helvíti spennandi og alveg nógu sturluð til að vinna sér inn meðmæli frá mér.

7/10


Verð nú bara að segja að þetta var alveg þrusugóð mynd. Og kom mér verulega á óvart. Maður telur sig heppinn, ef maður fær að sjá góða hryllingsmynd í bíó þessa dagana. Því að hryllingsmyndir hafa ekki verið upp á marga fiska seinustu árin. En það koma ávallt einhverjar inn á milli, eins og t.d. Capin fever, Hostel, Saw og svo Hills Have Eyes. Myndin er lauslega um fjölskyldu sem er á leið til California, og fallegustu borg bandaríkjana, San Francisco. En faðirinn vill endilega sjá eyðimörkina fyrst. Svo þau ákveða að taka sér krókaleið í gegnum hana. Það höfðu þau átt að láta ógert. Þessi mynd er nú ekki fyrir viðkvæmar sálir. Þó svo að svona ógeð fer nú ekki fyrir brjóstið á mér. Nema reyndar þá getur hún verið mjög svo siðferðislega ógeðsleg, sem fer stundum svolítið í brjóstið á mér. En það er mikið blóð, og mikið drepið, sem hefur svolítið vantað í hryllingsmyndir seinustu árin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The hills have eyes fjallar í stuttu máli um venjulega fjölskyldu sem eru á leiðinni til kaliforníu að halda upp á brúðkaupsafmæli foreldranna.



Þau ákveða að keyra, og á leiðinni eru þau leidd í gildru, af stökkbreyttu fólki sem kom illa út úr kjarnorku-æfingum yfirvalda Bandaríkjanna.



Góð hryllingsmynd sem slík, finnst hún samt ekki nálægt því jafn ógeðsleg og margir hafa lýst.

Þessi mynd virkar mjög á mann, að minsta kosti mig. Þar sem fjölskyldan er svo eðlileg, og skemmtileg á sinn hátt, að maður vill engan veginn að þetta fólk lendi í þessum aðstæðum.

Sem er meira en ég get sagt um margar myndir af þessum toga.



Eitt er þó víst að það er gert mikið úr því að bregða manni, er feginn að ég fékk mér ekki popp á þessari sýningu því ég hefði sennilega kafnað.



Góð mynd fyrir bregðu/hrollvekju fýkla.






Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég áhvað að fara á þessa mynd bjóst ég við eihverju týpísku ameríksu. En vitið menn þessi mmynd var bra frekar góð

og stenst allgjörlega þá prófíla sem góð hrollvekja þarf að hafa. Nema hvað hún er soldið mjög creepy og frekar viðbjóðsleg og er ekkert sétaklega fyrir viðkvæma, en þessi mynd er nokkkuð spenndandi og bra skemmtileg. Ég virkilega hélt að söguþráðrurinn væri ekkert séstakur og tengdidst eihvað djöflinum eins og næstum allar amerískar hrollvekjur nú til dags, en sögu þráðurinn var mjög frunlegur, creepy, scary, og skemmtilegur. Myndin fjallar um fjölskyldu sem er á leið til San diego og fara fara það sem þau halda er styttri leið í gengum eiðimörkina en dekkin sprínga á bílnum og bíllinn rústast þannig að þau komast ekkert nema að ganga á bensýn stöðina eða leita eftir hjálp. Svo komast þau af því að í þessum hæðum er stökkbreytt fólk frá kjarnoruksprengju prufun, Og fara þá ljótir atburðir að gerast þar. Mér fannnst þessi mynd bra fín og gef henni 3 stjörnur fyrir úrvals hrollvekju takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi var að virka fínt fyrir mig. Hún var skemmtilega byggð upp. Fyrri helmingur myndarinar fer í að byggja upp spennu og bregða manni dálítið, seinni helmingurinn er fullur af viðbjóð þannig að þessi mynd stendur vel fyrir sínu.

Myndinn snýst um fjölskyldu sem keyra út í eyðimörkina og viti menn bíllinn bilar og þá sjá þau fljótlega að þau eru ekki einn í eyðimörkinni og svo ......... æi ég mæli með að þið sjáið myndina.

Ég gef henni 3 stjörnur fyrir að hræða mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.07.2019

Þétt og hröð B-mynd

Í stuttu máli er "Crawl" einföld, beinskeytt og hröð spennumynd sem heldur dampi allan tímann. Sundkappinn Haley (Kaya Scodelario) heldur til heimabæjar föður síns Dave (Barry Pepper) þrátt fyrir að verið sé að tæm...

16.05.2017

Áhugaverðir költ- og hryllingstitlar á Blu

Nokkrir áhugaverðir titlar eru væntanlegir á Blu-ray fyrir hryllingsmynda- og költ unnendur. Arrow Films í Bretlandi gefur út Lucio Fulci myndina „Don‘t Torture a Duckling“ frá árinu 1972. Fulci fékk viðurnefið „The Go...

01.09.2015

Wes Craven minnst

Kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven lést 30. ágúst af völdum illkynja heilaæxlis. Hans verður sárt saknað af hryllingsmyndaunnendum um heim allan. Hann var 76 ára gamall. Það eru ekki margir leikstjórar sem ná að marka stefnu í ákveðnum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn