Species II
1998
(Species 2)
Frumsýnd: 9. október 1998
Mating season begins...
93 MÍNEnska
Sonur öldungadeildarþingmanns og fyrsti maðurinn sem steig fæti á Mars, Patrick Ross, kemur heim úr ferð sinni til Mars og er hylltur sem hetja. Hann hefur unnið ótrúlegt afrek, en er um leið hýsill fyrir hættulegustu litningasamsetninguna í alheiminum. Eitthvað hefur yfirtekið líkama hans, einskonar afbrigði af geimverulitningum sem áður hefur komist til jarðar,... Lesa meira
Sonur öldungadeildarþingmanns og fyrsti maðurinn sem steig fæti á Mars, Patrick Ross, kemur heim úr ferð sinni til Mars og er hylltur sem hetja. Hann hefur unnið ótrúlegt afrek, en er um leið hýsill fyrir hættulegustu litningasamsetninguna í alheiminum. Eitthvað hefur yfirtekið líkama hans, einskonar afbrigði af geimverulitningum sem áður hefur komist til jarðar, og menn hafa þróað áfram í rannsóknarstofum.
Núna er eina von mannkynsins, konan sem reyndi að eyða litningnum. Dr. Laura Baker sem er búin að endurskapa geimverur úr frosnum fósturvísi á rannsóknarstofu, en það er nákvæmlega eins og það sem geimfarinn hefur í líkama sínum, nema að hennar geimvera, Eve, er í dvala og er hálf geimvera og hálfur maður.
Þegar önnur lífvera af sama kyni og Eve hefur samband við hana þá fer hún í tilfinningalegt uppnám.
Hún vill sýna mannkyninu trygglyndi, en á sama tíma þá hefur hún gríðarlega þörf fyrir að fjölga sér.
Ross er ýtt út í stjórnmál af föður sínum, öldungardeildarþingmanninum.
Hver einasta kona sem fer í rúmið með Ross, sem nú er orðinn haldinn mjög mikilli kynþörf, verða umsvifalaust ófrískar, og fóstrin þroskast hratt og drepa móðurina.
Ross felur þessi afkvæmi á fjölskyldubúgarðinum, og lögreglan fer að uppgötva mynstur í dauða fjölskyldumeðlima.
Á rannsóknarstöðinni eru vísindamenn að rannsaka Eve, og Dr. Laura Baker áttar sig á að Eve hefur tengsl við Ross með fjarskynjun. Press Lennox og Colonel Burgess átta sig á að hægt er að nota Eve til að ná í skottið á Ross. Geimfarinn Dennis Gamble slæst í hóp með Lennox og Baker og smátt og smátt þrengist hringurinn um Ross. ... minna