Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Alien 1979

(Alien 1)

In space no one can hear you scream...

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Áhöfn námuvinnslugeimskipsins Nostromo, vaknar eftir djúpsvefn, og fer að rannsaka undarlegt neyðarkall frá nálægri plánetu. Á meðan á rannsókninni stendur, þá uppgötva þau að neyðarkallið var í raun viðvörun, en ekki neyðarkall. Þau lenda á plánetunni og finna stórt geimskip sem virðist alveg líflaust. Einn úr áhöfninni snýr þó til baka í... Lesa meira

Áhöfn námuvinnslugeimskipsins Nostromo, vaknar eftir djúpsvefn, og fer að rannsaka undarlegt neyðarkall frá nálægri plánetu. Á meðan á rannsókninni stendur, þá uppgötva þau að neyðarkallið var í raun viðvörun, en ekki neyðarkall. Þau lenda á plánetunni og finna stórt geimskip sem virðist alveg líflaust. Einn úr áhöfninni snýr þó til baka í skipið sitt með einhverja lífveru fasta framan í sér. Hann er í dái þangað til veran lætur sig hverfa og allt virðist vera í lagi. Stuttu seinna brýst geimvera út úr honum við matarborðið og hefst þá spennandi atburðarás.... minna

Aðalleikarar

Fín mynd
Fyrsta Alien myndin segir frá áhöfn í geimskipi á leið til jarðar sem pikkar upp lífveru sem verður brátt gríðarstór og heldur óvinveitt og hefst nú barátta upp á líf og dauða. Þessi mynd hefur elst vel, er myrk og leikstjórinn Ridley Scott gerði það að sýna lítið af geimverunni og byggja þess í stað upp spennu og óhugnað þannig að mætti líta á þessa mynd sem hrollvekju. Allar persónurnar hér eru vel skrifaðar en að sjálfsögðu er Sigourney Weaver best sem hin góðkunna Ellen Ripley. Góð mynd á marga vegu en nær þó ekki ofar en þremur stjörnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Alien 1 allt of lengi að byrja hún er samt vel gerð fyrir utan geimskipin en skeppnan er mikklu betur gerð. Þetta byrjar þannig að áhöfnin á geimskipinu fer á órannsakaða plánetu og þar stekkur eithvað skrímsli á andlitið á einn mannin og hann veikist. Eftir þegar '' búið'' er að lækna hann brýst alien út um brjóstkassan á honum og hann deyr. Þá reykar skrímslið um geimskipið og drepur flesstab í áhfninni en samt er mynndi góð þegar hún byrjar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alien er klassísk vísindaskáldsöguhrollvekja sem er byrjun á frábærri seríu af hrollvekjum en þessi er ekki jafn góð og Aliens (Alien 2) en samt er þessi snilld. Geimskipið Nostromo stoppar á óvenjulegri plánetu til að skoða sig um. En einn gaur í áhöfninni deyr út af litlu fyrirbæri sem líkist kolkrabba. Þegar þau rannsaka skrímslið deyr allt í einu annar kall (við nánari athugun kemur ormur upp úr maganum á honum) og þá kemur í ljós að þarna er risastór sýruspúandi geimvera sem étur og drepur alla á geimskipinu. Eins og Aliens byrjar hún með allt of miklu tali en í seinni partinum kemur ofbeldið. Alien virkar frekar eins og tölvuleikur en kvikmynd, geimveran er mjög vönduð og var valinn sem eitt af ógnvænlegustu skrímslum kvikmyndasögunnar og sviðsettið er mjög vel skipulagt og flott ásamt tæknibrellunum sem fengu Óskarsverðlaun. En þeir sem hafa áhuga á slími,ofbeldi og ófrýnum fyrirbærum ættu að sjá þessa (og kannski Aliens í leiðinni).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta geimmynd allra tíma.

Eg verð bara að hrósa Ridley Scott fyrir afbragðs leikstjórn.

Þessi mynd var upphaf allra geimhryllingsmynda.

Enginn mynd sem eg hef nokkurn tíma séð og það eru ekki fáar koma nálægt þessari snilld.

Skildueign í DVD safnið.

Allar fjórar alien myndirnar eru frábærar enginn eins góð og þessi samt.

Ótrulega spennandi og aldrei lángdreginn.

Mæli Potþétt með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd finnst mér, sem mikill Ridley Scott aðdáandi, ein af bestu myndum hans með Gladiator, Hannibal og fullt af öðrum myndum. Þessi mynd er samt ekki nálægt því jafngóð eins og Aliens, en hún skilar samt mikilli spennu, þó sérstaklega í endanum. Og atriðið þar sem að geimveran fer úr líkamanum úr gaurnum, það er náttúrulega orðið klassa atriði sem að enginn gleymir. Þótt, eins og ég sagði hér fyrr að Aliens væri betri en þessi, fær þessi samt 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn