Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Piranha 3D 2010

(Piranha)

Frumsýnd: 24. september 2010

This Summer 3D Shows Its Teeth

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Eftir að skyndilegur neðansjávarjarðskjálfi leysir úr læðingi heilu torfurnar af forsögulegum mannætufiskum, verður mislitur hópur strandgesta að taka höndum saman til að forða sér frá því að verða étinn af hinum stórhættulegu en vel tenntu fiskum.

Aðalleikarar

Ehh... tímasóun á hæsta og versta stigi???
ég hafði ENGAR vonir um þessa mynd en samt náði hún að valda mér vonbrigðum... í fyrri helmingnum var fullt af fullum allsberum gellum að synda í hringi undir bát og svo framvegis... fólk dó á óáhugaverðan og hallærislegan hátt, fullt af hálfétnu fólki og meira blóð í seinni helmingnum... lélegustu hryllingsmyndatæknibrellur sem ég hef séð leeengi... hvað ef þetta átti nú einu sinni að vera hryllingsmynd? Hún var svo mikið EKKI hræðileg, bara kjánaleg og með algjörum týpískum cheese endi... þessar 88 mín liðu eins og 3 klukkutímar.. en ég með minn smekk gat allavega hlegið að hræðilegum tæknibrellum og hallærislegum hálfum berum gellum sem voru þarna eitthvað að öskra og flippa yfirum....

Waste_of_time.com fær alls ekki meira en 3 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reynir bara að skemmta
Það er svo skemmtilegt hvað þessi mynd er svo ekki alvarleg. Ég án djóks elska drasl myndir sem hægt er að hrópa húrra fyrir, en því ég er að gagnrýna hana þá þarf ég að vera frekar alvarlegur. Okei, horfum á þetta svona: Þessi mynd er með hroðalegt handrit, fokk random leikaraval og ömurlega illa leikin af mörgum. En þessi mynd hafði tvennt gott sem gerði hana svaðalega skemmtilega: Brjóst og Gore ! og mikið af því. En hvað hefur þessi mynd sem gerir það að verkum að ég gef henni drasl-einkunnina 8? Hún minnir mig á gömlu B-skrímsla myndirnar frá 50' til 80's. Það gerir mig ofsalega glaðan. En með margt annað gerði það mig pirraðan.

Útlitið er rosalega flott og Baxter gerði snilldar klippihannanir. Tökurnar voru frekar ógeðslega flottar, þá meina ég, geðveikt flottar. Frakkar kunna að kvikmynda og ég held að allt þetta þrennt (sem sagt útlit, klippingar og tökur) náðu að redda myndinni. Ef leikstjórar eins og Uwe Boll, Brett Ratner (afhverju hann? hann er svo hrokafullur náungi að hann hafi kannski reynt að troða einnhverju 'viti' í þetta), George A. Romero eða Wes Craven hefðu gert þessi mynd þá hefði hún ekki verið eins mikið spoof og þessi var. Alexandre Aja elskar hryllingsmyndir svo mikið að ég held að hann sé að leika sér að þeim smátt og smátt. Eins og með Haunte Tension, The Hills Have Eyes og Mirrors. Allar gerðar eftir sama manninum en engar af þeim eins. Hann er bara leika sér, þessi mynd er kannski lélegust en hún stendur samt upp úr.

Áður var mjög mikið 3-D í skrímsla myndum í gamla tíma og ég held að Piranha sé að stæla það, sem er mjög awesome á kjánalegan hátt. Eins og ég segji, útltið awesome. Jæja, núna hætta að sleikja myndina upp eins og motherfucker, eftir þennan 'dálk' þá verður bara skítur og ekkert annað.

Leikararnir eru með þeim ÖMURLEGUSTU sem að ég hef séð. Ég sá fjóra leikara sem voru 'stór leikarar' og sá lengsti var Jerry O'Connell og hann var ekkert það lengi. Svo voru gestaleikarar á borð við Christopher Lloyd, Eli Roth og Ving Rhames, þeir voru mjög stutt og það fannst mér sorglegt. Allir aðrir sugu typpi, það var hræðilegt, höfðu engar tilfinningar í neinu sem þau voru að gera. Ég skammaðist mín, en margir dóu á svo góðan hátt að maður nærri því hrópaði af gleði. En ég held samt að þetta sé ekki beinilís þeim að kenna, handritið átti stóran þátt í þessu. Höfundarnir eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, allaveganna ekki fyrir Good Luck Chuck og Sorority Row. Mér þótti mjög leiðinlegt að fá ekki eitt gott steikt handrit frá þeim snillingum Aja og Levasseur, þeir gera bara svo skemmtileg handrit. En þetta var hræðilegt. Það var fyrirsjáanlegt, kjánalegt og hafði engar persónur.

Einkunn er mjög mixuð þannig að ég gef henni tvær einkunnir. Mjög basic, það er serious hliðin og andstæðan.

Drasl einkunn 8/10 - Aja náði að taka klisjuna og gerði hana að 80's klisjustæl, hann reddaði þessu með marga hluti sem gerði mig súper glaðan og horfa á hana á góðan hátt, líka bara snilldar drasl mynd. Horfa á framhjá göllunum.

Serious einkunn 5/10 - Framleiðslan góð, allt hitt: skítur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blóð, brjóst og skemmtun?
Þegar við erum með mynd um risastóra Piranha fiska sem éta manneskjur þá held ég að við þurfum ekkert að búast við eitthverji über raunverulegri mynd. Í alvöru talað þá eru meiraðsegja voðalega litlar líkur á því að Piranha fiskur ráðist á manneskjur. En nóg um alvöru staðreyndir, því þessi mynd hendir öllum staðreyndum út um gluggan og leikur sér bara með efnið. Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég hafði engan áhuga á því að sjá þessa mynd þegar auglýsingar byrjuðu að sýna sig á veraldarvefnum. Hún inniheldur sæmilega leikara (fyrir utan Christopher Lloyd auðvitað), þunna sögu og morðóða piranha fiska. Hinsvegar þegar gagnrýnin byrjuðu að streyma inn og gáfu Piranha 70% á Rotten Tomatoes (þar sem myndir eins og þessi fá ekki nema kannski 10% á þeirri síðu) þá gat maður ekki annað an en verða smá spenntur, þar sem hún lofaði nú ekki öðru en blóði,brjóstum og brjálaðri skemmtun.Hún uppfyllti tvo af þessum þrem hlutum.

Skulum aðeins ræða um þessa þrjá hluti sem hún lofar okkur, blóð, brjóst og skemmtun. Ég get sagt ykkur það að það er nóg, nóg, nóg af blóði (þegar það kemur). Meira en nóg af brjóstum og kannski aðeins of mörg meiraðsegja. Þannig að hvernig í ósköpunum getur myndin ekki staðið upp fyrir þriðja loforðinu ; skemmtun. Við fáum helling og ég meina helling af blóði og brjóstum. Þegar svona helmingurinn af myndinni er búinn þá var maður nú orðin leiður á öllum þessum gellum og vildi bara fara sjá smá ofbeldi. Sem betur fer þá fór það allt í gang á þeim tíma, en þetta var bara svo alltof seint. Ég hefði helst viljað sjá blóðið svona 20 min inní myndina. Þá er búið að kynna allar tilgangslausu sögupersónurnar sem maður er nú þegar byrjaður að giska hver deyr fyrst. En alls ekki taka þessu á rangan veg, myndin er alls ekki mjög löng. Hún nær þó að fylla upp tvo tímana með hléi, og á þeim tvem tímum hefði ég viljað sjá klukkutíma af B-mynda ofbeldi. En þegar ofbeldið kemur, þá kemur gott ofbeldi. Það var alls ekkert sparað þegar kom að brellunum, þær eru flottar og mjög svo grófar. Þó að fiskarnir séu ekkert Avatar raunverulegir, þá var stúdíóið nú ekkert með 900 milljónir dollara til að eyða í tæknibrellurnar, en þeir vinna vel með peninginn sem þeir fá. Sérstaklega þegar við erum að tala um manneskjurnar, við erum með fólk að rifna í tvennt, fólk með engar lappir, fólk með engar hendur, fólk með engin augu... Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Ég er svona manneskja sem lítur ekki oft frá þegar ég sé eitthvað ógeðslegt, Hostel var t.d. meira óþæginleg heldur en ógeðsleg, en ég gerði það yfir þessari mynd. Mér var lofað blóði og ég fékk svo mikið meira en það.

Christopher Lloyd og Richard Dreyfus. Þetta eru einu góðu leikararnir í þessari mynd og þeir fá báðir aðeins eitt atriði á mann. Sættið ykkur við það. Ég er samt ekkert að segja að allir aðrir séu alslæmir, bara sæmilegir. Það er mikið af kjánaskap í sumum leikurum þarna, þó að karakterarnir eru eflaust skrifaðir þannig, sem getur farið smá í taugarnar á manni en er oftast fyndið. Ég ætla nú samt að segja að Ving Rhames sé líklegast skársti leikarinn af þessum hóp, ég ætla ekki að fara blanda honum saman við restina af hópnum þar sem hann var nú í Pulp Fiction og stendur líka aðeins upp úr sem, kaldhæðnislega, eini svarti maðurinn í allri myndinni (þó að ég sé ekkert að segja að þeir þyrftu að vera fleiri, bara fyndið). En annars er þetta mest bara hópur af fólki sem við höfum aldrei séð áður.
Ég ætla ekki að segja að myndin hafi verið leiðinleg, en ég ætla heldur ekki að segja að myndin hafi verið voðalega skemmtileg. Hún var svona mitt á milli. Gellurnar voru heitar, ofbeldið var gróft, brellurnar voru góðar, en aðal sýningin var of sein á svæðið (fiskarnir, ef þið fattið ekki hvað ég meina). Síðan fær hún bæði plús og mínus fyrir að innihalda atriði sem hefur ekki látið mig líða svona illa síðan ég horfði á „yndislegu“ myndina Teeth, en það lét mig samt hlæja á sama tíma. Síðan thumbs-up fyrir fulla nekt í 3-D...Í VATNI!

Einkunn: 5-6, svona 5.3, eða 5.6...kannski
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Subbuleg, fyndin en viðburðarlítil
Maður veit hvað maður er að fara að sjá þegar mynd heitir Piranha 3D og það er nákvæmlega það sem ég fékk. Eina er að væntingarnar mínar voru orðnar aðeins hærri en þær áttu að vera enda hefur myndin fengið mjög fína dóma.

Það sem pirraði mig hvað mest við myndina er hversu lengi hún er að fara almennilega í gang og hversu hratt það er búið. Það er eitt atriði í myndinni í seinasta hálftímanum sem hefði frekar átt að vera í fyrsta hálftímanum og myndin hefði grætt mjög mikið á því að byrja fljótt. Myndin er lengi að byggja upp söguþráðinn sem gerir ekki neitt því myndin er ekki spennandi, það er ekki persónusköpun og þess vegna spyr ég: Af hverju að eyða tímanum í eitthvað svo tilgangslaust?

En nóg um gallana. Kostirnir eru þeir: Flestir í stóru rullunum eru fínir og betri en flestir leikarar í hryllingsmyndum nú til dags. Það eru stórkostleg Cameo(?) í myndinni. Hefðu samt mátt fá meiri skjátíma. Myndin er mjög gory og flestir dauðdagar voru frumlegir og nær aldrei voru tveir eins. Svo var ofbeldið svo ýkt og öfgakennt að það er eiginlega bara fyndið á sumum stöðum. Það er mikið af brjóstum sem gleður graða unglinga (ég!) og mjög heitar konur í aukarullum, enda er þetta Hollywood. Síst, hún var mjög fyndin á köflum.

Veit ekki hvað ég á að halda um enda myndarinnar.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Köld og bragðlaus súpa af blóði og brjóstum
Hvers konar markmið setur maður sér þegar maður býr til mynd sem nefnist PIRANHA (3D)? Það er ekki mikið í boði. Eina sem áhorfendur koma til að sjá eru dráp og ef leikstjórinn er góður við þá, þá fylgja með fullt af tilgangslausum brjóstaskotum, sem einungis eru skellt inn til að kæta gröðu unglingana og C-mynda nördana þar sem þeir eru helsti markhópurinn. En þarna erum við einmitt komin með sérgrein þessarar Piranha-myndar. Hún kastar framan í þig (reyndar bókstaflega) eins mikið af ógeði og nekt og hún getur mögulega komið fyrir á 80 mínútum án þess að breytast í snöff klám. Annars, ef þið þekkið eitthvað til hryllingsmyndaleikstjórans Alexandre Aja, þá er það sjálfsagður hlutur að hér sé eitthvað brútalt og grimmt á ferðinni. Maðurinn hefur auðvitað sinn húmor líka, en hann er déskoti svartur.

Ég get að vísu ekki sagt að mér hafi fundist þessi mynd eitthvað svakalega skemmtileg. Það er margt skemmtilegt í henni og ég naut þess að sjá hvað henni er skítsama um allt sem tengist ekki drápsatriðum eða sílíkoni. Það er samt líka stærsti galli hennar. Allt annað í kringum safaríku atriðin er ekki upp á marga fiska (*glott*). Persónurnar eru allar grútleiðinlegar og manni finnst þær aldrei fá nógu mikið til að gera. Ég er alls ekki að búast við einhverri persónusköpun frá þessari mynd, langt frá því. Samt, ef myndin ætlar að bjóða upp á einhvern graut af einföldum karakterum, þá er eins gott að þeir séu eitthvað minnisstæðir eða í það minnsta skemmtilegir. Ég vildi persónulega sjá meira af Richard Dreyfuss, Ving Rhames og hiklaust Christopher Lloyd, en þeir eru þarna bara í gestarullum nánast. Þeir leikarar sem éta upp skjátímann eru frekar þurrir (Elizabeth Shue - því miður) eða hreint út sagt óþolandi (Jerry O'Connell hefði þarna aaaaðeins mátt tóna niður asnaskapinn).

Brellurnar eru stórkostlega hallærislegar, eins og þær eiga að vera, og tónn myndarinnar kemst fljótt til skila. Fínir kostir í sjálfu sér, en uppbyggingin er síðan aðeins of lengi að tefja að óþörfu. Svo þegar fjörið fer almennilega af stað þá er alveg sorglega lítið eftir af myndinni. Mér leið heldur ekki eins og myndin ætti að vera búin þegar hún var að klárast. Þetta kallast að sjálfsögðu Anti-Climax, og þetta vandamál er svo stórt hér að ég á erfitt með að horfa framhjá því þegar heildin er skoðuð.

En eins og ég segi þá skilar myndin því sem hún lofar. Piranha á að vera markviss og einföld poppkornsþvæla en skringilega þá fannst mér hún eiginlega of einföld fyrir jafnvel slíka mynd, eins og það hafi vantað alveg annan helminginn af myndinni. Ojæja, að minnsta kosti fengum við listræn skot af fullum stelpum að nudda sér upp við hvor aðra.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2012

Mjallhvítur toppur

Snow White and the Huntsman, sem fjallar um Mjallhvíti og dvergana sjö, er toppmyndin á DVD listanum fyrir vikuna 8. - 14. október á Íslandi.  Myndin er búin að vera í tvær vikur á lista, fór beint í annað sætið í síðustu viku, en er núna komin alla leið á toppinn. Það er Kriste...

13.06.2012

Syndandi sorp með skoppandi túttum

Mér líður alltaf eins og sjúskuðu fórnarlambi þegar ég horfi á myndir sem sýna hvorki metnað né áhuga fyrir neinu sem sést á skjánum. Mesta hugmyndaflugið í kringum þessa mynd virðist hafa farið í það að bæta v...

17.05.2012

Elijah Wood er morðingi

Stikla fyrir næstu mynd leikarans Elijah Wood var birt á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fer fram um þessar mundir og það er vægast sagt hægt að segja að hún sé ansi sturluð. Myndin ber nafnið Maniac og fjallar um eiganda gínubúða...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn