Fréttir

Klikkaðir kvikmyndatitlar: Hefur þú séð Killer Condom?


Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil?

Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; titlar sem segja allt sem þarf í einu orði. Sumir titlar eru einfaldlega bara svalir, eins og t.d. There Will be Blood og A Fistful of Dollars. En oft eru eftirminnilegustu titlarnir þeir skrítnustu og klikkuðustu sem láta mann halda… Lesa meira

Hvað fór fram á settinu hjá Clint?


Sigurjón og Tómas velta þessu fyrir sér í níunda þætti Poppkúltúrs. Reynslusaga er þar innifalin.

Sumarið 2005 var Sandvík hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood en þá mætti Clint Eastwood hingað til landsins með teymi sitt og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. Fjöldi Íslendinga fengu það tækifæri að gerast bandarískir um nokkurt… Lesa meira

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix


Glæný þáttaröð Ófærðar verður afhjúpuð á Netflix árið 2021

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun bera erlenda heitið Entrapped. Atburðarásin gerist tveimur árum eftir atburði síðustu seríu og verða þau Ólafur Darri Ólafsson og… Lesa meira

Hvað einkennir fræga Íslandsvini?


Hvaða flökkusögur hafa myndast hér á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“?

Átt þú þér einhverja neyðarlega sögu að segja af þér og heimsfrægum „Íslandsvini?“ Hvaða flökkusögur hafa myndast hér almennt á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Hvað með þær stjörnur sem eiga vonda reynslu af okkar landi og hvernig verður frægt fólk annars að Íslandsvinum? Og hvað með óvinina?... Poppkúltúr… Lesa meira

Stórleikarar í nýjustu mynd Gríms


Um er að ræða pólitíska ádeilu og hefjast tökur í mars næstkomandi.

Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, The Fence.  Það er fréttamiðillinn Deadline sem greindi fyrst frá þessu en þar kemur fram að söguþráður myndarinnar snúist um kostulegar nágrannaerjur. Þau Teller og Woodley fara með hlutverk nýgifts pars sem stangast á… Lesa meira

Hvað er málið með Nicolas Cage?


Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er?

Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er? Er maðurinn í algerum sérflokki hvað leikhæfileika varða eða bara gjörsamlega úti á túni og með ekkert áttarskyn? Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood… Lesa meira

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix


Grínarinn stórvinsæli er væntanlegur á streymið 2. desember.

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umrædd sýning var kvikmynduð sumarið 2019 í Þjóðleikhúsinu. Á árunum 2017-2018 var uppistandið alls sýnt 50… Lesa meira

Stórleikarinn Sean Connery látinn


Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn

Skoski stórleikarinn Sir Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri. Connery var sá fyrsti sem lék spæj­ar­ann James Bond á hvíta tjald­inu.Hann fór með hlut­verk í alls sex Bond-kvik­mynd­un­um á ár­un­um 1962 til 1971 og í Bond-kvik­mynd­inni Never Say Never Again árið 1983. Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn en… Lesa meira

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?


Merkilegt nokk er ýmist jákvætt að finna í Halloween-túlkun Zombie.

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sinn stimpil en þótti útkoma beggja kvikmynda hans sérlega umdeild - og fráhrindandi að mati margra. Fyrri Halloween mynd Zombies frá… Lesa meira

Teiknimynd Gísla sópar til sín verðlaunum: „Hugsa að South Park hafi eitthvað spilað inn í þetta“


Föndur við Flash kveikti á perunni.

„Það sem heillar mig líklegast mest við „animation“ ferlið er þessi fullkomna stjórnun á römmunum. Það er gefið að ef þú hefur tíma, þá geturðu í rauninni gert hvað sem er.“ Þetta segir Gísli Darri Halldórsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er leikstjóri og handritshöfundur teiknimyndarinnar Já-fólkið en saman framleiða þeir Arnar Gunnarsson… Lesa meira

Hitamál í kringum spennumynd um Covid-23: „Talandi um ósmekklegheit“


Saklaust eða ósmekklegt?

Stikla fyrir rómantísku spennumyndina Songbird hefur farið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum og þykir vægast sagt umdeild, líkt og margt sem kemur úr smiðju ofurframleiðandans Michael Bay. Tökur á Songbird fóru fram í sumar og gerist sagan á tímum kórónuveirunnar, þar sem faraldurinn hefur farið gegnum ýmsar stökkbreytingar.… Lesa meira

Jafnrétti að leiðarljósi í nýrri kvikmyndastefnu


„Þegar þessi mál koma upp þá hlustar maður sérstaklega”

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta kemur fram á vef RÚV og og segir Lilja þar að megi betur gera á þessu sviði.Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut… Lesa meira

Fyrsta sýnishornið lent fyrir The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Vísindaskáldsagan The Midnight Sky í leikstjórn George Clooney nálgast óðum og hefur nú tekið á sig skýrari mynd með fyrstu stiklunni. Myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix og fóru tökur meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust. The Midnight Sky er gerð eftir skáldsögunni Good Morning, Midnight… Lesa meira

Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?


Poppkúltúr stóðst ekki mátið að stúdera furðulegan prófíl og feril Krúsarans.

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúar-ríki sínu.Hvað liggur þó á… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Jared Leto snýr aftur sem Jókerinn


Umdeildasti Jókerinn til margra ára mætir á ný.

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun snúa aftur í hlutverki Jókersins og þá í væntanlegri leikstjóraútgáfu Justice League. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og segir þar að Leto sé á meðal leikara sem eru áætlaðir fyrir sérstakar aukatökur á stórmynd Snyders sem sýnd verður á HBO Max á næsta… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira

Kraftur og kjaftur sjömenninga Sorkins


The Trial of the Chicago 7 er vel tímans virði.

Aaron Sorkin, hinn virti og sífellt hvassi bandaríski handritshöfundur, er algjörlega engum líkur þegar kemur að því að rífa kjaft með skrifum sínum, að minnsta kosti ekki síðan David nokkur Mamet var upp á sitt besta. Eins og sjá má í öðrum verkum Sorkin, A Few Good Men, The West… Lesa meira

Smárabíó opnar á morgun með meiri sjálfvirkni


Vegna veirunnar bætir Smárabíó enn meiri sjálfvirkni við þjónustu sína.

Smárabíó opnar á morgun, þriðjudag, eftir 2ja vikna lokun vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja. Í tilkynningu frá bíóinu segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta einkenni þá þróun sem Smárabíó hafi tileinkað sér, og nú er boðið upp á enn fleiri snertilausar lausnir og sjálfvirka þjónustu. Sjálfvirk hlið hafa verið sett… Lesa meira

Þorsti verðlaunuð á Screamfest


„Gay-vampírumyndin“ verðlaunuð vestanhafs.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest. Um er að ræða stærstu og elstu hryllingsmyndahátíð vestanhafs og eru þar sýndar kvikmyndir frá öllum heimshornum í þeim geira.  Bæði verðlaun Þorsta á Screamfest voru fyrir brellur; hlaut þá  Geir Njarðarson… Lesa meira

Hvers vegna tölum við ekki oftar um Before-þríleikinn?


Ástin, tilveran og eitt meiriháttar skjápar.

Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur“ í flokki okkar hlaðvarps þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna, ef svo mætti að orði komast. Til umræðu núna er litli þríleikurinn sem gat; með litla peninga, mikla einlægni og þolinmæði að vopni ásamt krafti góðs samspils og lúmska bíótöfra.… Lesa meira

Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?


Hvenær og hvar er ásættanlegt að draga línu á milli listafólks og vafasams einkalífs þess?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og annarra þekktra úr skemmtanaiðnaðinum. Bandaríski leikarinn Kevin Spacey er þó sérstaklega settur undir smásjá þáttastjórnenda. Er það til dæmis almennt litið hornauga í… Lesa meira

Sigraði hjörtu víða og hreppti hlutverk Napóleons


Árið 2020 hefur reynst Phoenix afar gefandi.

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix hefur verið ráðinn í hlutverk smávaxna stórmennisins Napóleons Bónaparte í væntanlegri kvikmynd frá Ridley Scott. Myndin mun bera heitið Kitbag og segir frá yngri árum Napóleons og upprisu hans sem herforingi frönsku byltingarinnar.  Áætlað er að tökur á Kitbag hefjist ekki fyrr en eftir að Scott hefur lokið við kvikmyndina The Last Duel. Handritið er þar í höndum félaganna Matt Damon og… Lesa meira

Borat kominn á samfélagsmiðla


„Trump vildi ekki særa tilfinningar covid.“

Borat nokkur Sagdiyev, dáðasta persóna leikarans Sacha Baron Cohen, er mættur á samfélagsmiðla og ekki lengi að sópa að sér fylgjendum. Á Twitter-síðunni hefur Donald Trump og kórónuveiran verið í brennidepli hjá bragðarefnum frá frá Kasakstan. Eins og margir vita er Borat væntanlegur í framhaldsmynd og var sprellfjörugt sýnishorn gefið út á dögunum. Myndin verður gefin úr á næstu vikum í aðdraganda… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng – Annar hluti


Hér kemur annar skammtur af syngjandi leikurum.

Á dögunum fjölluðum við um syngjandi leikara en það var auðvitað bara hægt að koma þar fyrir broti af þeim fjölmörgu skemmtilegu dæmum sem hægt er að finna um leikara að syngja á eftirminnilegan hátt í einni grein, og svo fengum við þónokkrar ábendingar. Því var ákveðið að gera framhald… Lesa meira

Hvað heillar okkur við raunveruleikaþætti?


Nú skal grannskoða gullaldartíð raunveruleikasjónvarps.

Hvenær var gullaldartíð raunveruleikasjónvarps? Hvers vegna skammast fólk sín oft fyrir að fíla slíka þætti, eða afskrifar þá sem „guilty pleasure“? Hvað er það sem vantar í flóru íslensks raunveruleikasjónvarps?  Þetta og fleira er til umræðu í Poppkúltúr vikunnar. https://open.spotify.com/episode/7wj9kiU1SkfZumbHOcWmRw Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar,… Lesa meira

Soul gefin beint út á Disney+


Fyrsta Pixar-myndin sem frumsýnd verður á Disney+

Teiknimyndin Soul verður sú fyrsta frá kvikmyndaverinu Pixar sem frumsýnd verður á Disney+ streyminu. Í tilkynningu frá Bob Chapek, forstjóra Disney, kemur fram að myndin verður gefin út þann 25. desember. Upphaflega átti að frumsýna myndina í bíó síðastliðið sumar en þá var hún færð til 20. nóvember vegna útbreiðslu… Lesa meira

Möguleiki á framhaldi – Vill fjalla um myrku hliðar Facebook


Myndir þú vilja sjá framhald af The Social Network?

Handritshöfundurinn Aaron Sorkin vill ólmur skrifa framhaldssögu kvikmyndarinnar The Social Network. Höfundurinn virti hefur verið afar opinskár með að kominn sé tími á nýja sögu um samfélagsmiðilinn Facebook og helstu aðstandendur hans.Í The Social Network rekur atburðarásin sögu frumkvöðulsins Mark Zuckerberg (Jesse Eisenberg), samskipti hans við teymi sitt og lögsóknir… Lesa meira

No Time to Die færð til næsta árs


Þá er það staðfest. Enginn Bond í ár.

Framleiðendur nýju kvikmyndarinnar um James Bond hafa ákveðið að fresta útgáfunni til næsta árs vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, en áætlað var að frumsýna myndina næstkomandi nóvember, þar áður í vor. Að öllu óbreyttu má nú búast við njósnaranum þann 2. apríl 2021.  Þessar vendingar koma sjálfsagt fáum á óvart, enda er… Lesa meira

Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?


Poppkúltúr spyr hvort hið hámenningarlega Ísland sé alltof meðvirkt.

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson,… Lesa meira