Fréttir

Giskaðu á jólamyndirnar – Veglegir vinningar í boði!


Sjáðu hversu margar þú finnur. Þrír heppnir verða dregnir út 15. des.

*uppfært* Vilt þú vinna gjafakort í Kringluna, Blu-Ray diska, opna bíómiða, inneign í leikhús eða fleira skemmtilegt?Á myndinni hér að neðan eru tilvísanir í ýmsar og mismunandi jólamyndir.Sjáðu hversu margar þú finnur, settu komment hér að neðan og þú gætir átt von á glaðningi frá okkur. Einnig er hægt að… Lesa meira

Hvaða jólamyndir skara fram úr?


Drengirnir í Poppkúltúr granskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda.

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið]. Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa… Lesa meira

HBO Max á Íslandi: Aðgengilegt seinni hluta næsta árs


Bara tæpt ár til stefnu!

Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg á Íslandi árið 2021. Í fréttatilkynningu frá Andy Forssell, forstjóra HBO Max Global, kemur fram að streymið muni stækka við sig og verða fáanlegt á Evrópumarkaði og Suður-Ameríku upp úr síðari hluta næsta árs. Litla Ísland fær að fljóta með í þeim hópi. Streymið opnaði… Lesa meira

Mads um brottför Depps: „Þetta eru dapurlegar kringumstæður“


Depp hafði einungis lokið tökum á einni senu áður en hann steig frá.

Á dögunum bárust óvæntar fregnir um að danski leikarinn Mads Mikkelsen myndi taka við hlutverki Johnnys Depp í þriðju Fantastic Beasts-myndinni. Depp var gert að segja sig frá hlutverki galdraskúrksins Grindelwald eftir að meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun var vísað frá. Depp hafði krafist skaðabóta vegna fullyrðinga blaðsins… Lesa meira

Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“


Íslendingar og fleiri víða hafa tjáð sig. Þar á meðal The Guardian.

Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne… Lesa meira

Kvikmynd Jóhanns verðlaunuð í Kanada


„Esseyjumynd“ Jóhanns heldur áfram að vekja athygli.

Kvikmyndin Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson hlaut á dögunum FIPRESCI verðlaunin á Festival du Nouveau Cinéma de Montréal í Kanada. Jóhann vann að myndinni áður en hann lést árið 2018 en þetta var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Jóhann leikstýrði. Sögumaður myndarinnar er leikkonan Tilda Swinton en í verkinu er sagt frá síðustu dögum hjá mannkyni framtíðarinnar. Hermt er að myndin… Lesa meira

Dune, Matrix 4 og fleiri Warner Bros. myndir á HBO Max


Beint í bíó. Beint á streymi.

Kvikmyndasamsteypan Warner Bros. Pictures Group tilkynnti í dag að allar komandi stórmyndir frá fyrirtækinu verði gefnar út á streymisveitunni HBO Max. Frá þessu var meðal annars greint á vef IndieWire. Skipulagið hjá Warner Bros. verður út næsta ár með svipuðu sniði og útgáfa Wonder Woman 1984. Sú mynd verður sýnd… Lesa meira

Mad Max leikarinn Hugh Keays-Byrne látinn


Immortan Joe er fallinn frá.

Ástralski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Það var bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ted Geoghegan sem tilkynnti andlátið og fór hann fögrum orðum um leikarann á Twitter-síðu sinni. https://twitter.com/tedgeoghegan/status/1334197878915538944 Keays-Byrne er þekktastur fyrir að leika tvö ólík illmenni í Mad Max-seríunni. Fyrst kom hann við sögu sem karakterinn Toecutter… Lesa meira

Nýr Van Helsing í bígerð


Leikstjóri spennumyndarinnar Overlord mun sitja við stjórnvölinn.

Kvikmyndaverið Universal Pictures hefur ekki enn gefist upp á því að blása nýju lífi í sígilda skrímslasafn sitt (sem samanstendur af Drakúla, múmíunni, sköpun Frankensteins o.fl.) og þeirra tilheyrandi fígúrur. Á meðal þeirra er skepnuveiðarinn alræmdi, Abraham Van Helsing, sem nú á að endurlífga með nýjum áherslum. Leikstjórinn Julius Avery… Lesa meira

Dinklage verður Toxic Avenger


Költklassíkin verður sett í nýjan búning.

Bandaríski leik­ar­inn Peter Dinklage, sem er þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk Tyrion Lannister í þátt­un­um Game of Thrones, hefur verið ráðinn í endurgerð myndarinnar The Toxic Avenger. Frá þessu hefur víða verið greint í erlendu pressunni en staðfest er að Dinklage muni fara með titilhlutverkið góða. Eins og mörgum… Lesa meira

Hildur landar nýrri stórmynd


Ekki er leikaravalið nú amalegt.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir mun semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans David O’Russell. Ekki er enn komið heiti á myndina en áætlað er að tökur hefjist snemma árið 2021. Þau Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington fara með helstu hlutverkin. Fyrr á þessu ári braut Hildur blað í sögu… Lesa meira

Var Marilyn langt á undan sinni samtíð?


Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin.

Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin. Marilyn Monroe var algjörlega engum lík og átti bæði ótrúlegan feril og harmi slegið líf. Í Poppkúltúr vikunnar er farið yfir ímynd, feril og merkilegu staðreyndirnar sem fylgdu einhverri athyglisverðustu og þekktustu manneskju í sögu poppmenningar. Þáttinn má heyra hér að… Lesa meira

Dagbækur Rickmans gefnar út


Einn ástsælasti leikari Breta þótti duglegur að halda utan um rit um líf sitt.

Til stendur að gefa út dagbækur breska leikarans Alan Rickman árið 2022. Fram kemur á vef The Guardian að leikarinn virti hafi í áraraðir haldið utan um minnisbækur í áratugaraðir, nánar til tekið frá lok níunda áratugarins. Talið er að síðasta dagbókarfærsla Rickmans hafi verið skrifuð skömmu áður en hann… Lesa meira

Klikkaðir kvikmyndatitlar: Hefur þú séð Killer Condom?


Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil?

Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; titlar sem segja allt sem þarf í einu orði. Sumir titlar eru einfaldlega bara svalir, eins og t.d. There Will be Blood og A Fistful of Dollars. En oft eru eftirminnilegustu titlarnir þeir skrítnustu og klikkuðustu sem láta mann halda… Lesa meira

Hvað fór fram á settinu hjá Clint?


Sigurjón og Tómas velta þessu fyrir sér í níunda þætti Poppkúltúrs. Reynslusaga er þar innifalin.

Sumarið 2005 var Sandvík hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood en þá mætti Clint Eastwood hingað til landsins með teymi sitt og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. Fjöldi Íslendinga fengu það tækifæri að gerast bandarískir um nokkurt… Lesa meira

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix


Glæný þáttaröð Ófærðar verður afhjúpuð á Netflix árið 2021

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun bera erlenda heitið Entrapped. Atburðarásin gerist tveimur árum eftir atburði síðustu seríu og verða þau Ólafur Darri Ólafsson og… Lesa meira

Hvað einkennir fræga Íslandsvini?


Hvaða flökkusögur hafa myndast hér á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“?

Átt þú þér einhverja neyðarlega sögu að segja af þér og heimsfrægum „Íslandsvini?“ Hvaða flökkusögur hafa myndast hér almennt á klakanum í kjölfar komu góðra „celebba“? Hvað með þær stjörnur sem eiga vonda reynslu af okkar landi og hvernig verður frægt fólk annars að Íslandsvinum? Og hvað með óvinina?... Poppkúltúr… Lesa meira

Stórleikarar í nýjustu mynd Gríms


Um er að ræða pólitíska ádeilu og hefjast tökur í mars næstkomandi.

Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, The Fence.  Það er fréttamiðillinn Deadline sem greindi fyrst frá þessu en þar kemur fram að söguþráður myndarinnar snúist um kostulegar nágrannaerjur. Þau Teller og Woodley fara með hlutverk nýgifts pars sem stangast á… Lesa meira

Hvað er málið með Nicolas Cage?


Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er?

Er til skýring fyrir því hvers vegna Nicolas Kim Coppola (e. Nicolas Cage) er eins og hann er? Er maðurinn í algerum sérflokki hvað leikhæfileika varða eða bara gjörsamlega úti á túni og með ekkert áttarskyn? Hvernig fór Nic annars vegar úr því að vera einn heitasti furðuleikarinn í Hollywood… Lesa meira

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix


Grínarinn stórvinsæli er væntanlegur á streymið 2. desember.

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umrædd sýning var kvikmynduð sumarið 2019 í Þjóðleikhúsinu. Á árunum 2017-2018 var uppistandið alls sýnt 50… Lesa meira

Stórleikarinn Sean Connery látinn


Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn

Skoski stórleikarinn Sir Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri. Connery var sá fyrsti sem lék spæj­ar­ann James Bond á hvíta tjald­inu.Hann fór með hlut­verk í alls sex Bond-kvik­mynd­un­um á ár­un­um 1962 til 1971 og í Bond-kvik­mynd­inni Never Say Never Again árið 1983. Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn en… Lesa meira

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?


Merkilegt nokk er ýmist jákvætt að finna í Halloween-túlkun Zombie.

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sinn stimpil en þótti útkoma beggja kvikmynda hans sérlega umdeild - og fráhrindandi að mati margra. Fyrri Halloween mynd Zombies frá… Lesa meira

Teiknimynd Gísla sópar til sín verðlaunum: „Hugsa að South Park hafi eitthvað spilað inn í þetta“


Föndur við Flash kveikti á perunni.

„Það sem heillar mig líklegast mest við „animation“ ferlið er þessi fullkomna stjórnun á römmunum. Það er gefið að ef þú hefur tíma, þá geturðu í rauninni gert hvað sem er.“ Þetta segir Gísli Darri Halldórsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er leikstjóri og handritshöfundur teiknimyndarinnar Já-fólkið en saman framleiða þeir Arnar Gunnarsson… Lesa meira

Hitamál í kringum spennumynd um Covid-23: „Talandi um ósmekklegheit“


Saklaust eða ósmekklegt?

Stikla fyrir rómantísku spennumyndina Songbird hefur farið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum og þykir vægast sagt umdeild, líkt og margt sem kemur úr smiðju ofurframleiðandans Michael Bay. Tökur á Songbird fóru fram í sumar og gerist sagan á tímum kórónuveirunnar, þar sem faraldurinn hefur farið gegnum ýmsar stökkbreytingar.… Lesa meira

Jafnrétti að leiðarljósi í nýrri kvikmyndastefnu


„Þegar þessi mál koma upp þá hlustar maður sérstaklega”

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta kemur fram á vef RÚV og og segir Lilja þar að megi betur gera á þessu sviði.Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut… Lesa meira

Fyrsta sýnishornið lent fyrir The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Vísindaskáldsagan The Midnight Sky í leikstjórn George Clooney nálgast óðum og hefur nú tekið á sig skýrari mynd með fyrstu stiklunni. Myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix og fóru tökur meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust. The Midnight Sky er gerð eftir skáldsögunni Good Morning, Midnight… Lesa meira

Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?


Poppkúltúr stóðst ekki mátið að stúdera furðulegan prófíl og feril Krúsarans.

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúar-ríki sínu.Hvað liggur þó á… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Jared Leto snýr aftur sem Jókerinn


Umdeildasti Jókerinn til margra ára mætir á ný.

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun snúa aftur í hlutverki Jókersins og þá í væntanlegri leikstjóraútgáfu Justice League. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og segir þar að Leto sé á meðal leikara sem eru áætlaðir fyrir sérstakar aukatökur á stórmynd Snyders sem sýnd verður á HBO Max á næsta… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira