Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sinn stimpil en þótti útkoma beggja kvikmynda hans sérlega umdeild – og fráhrindandi að mati margra.

Fyrri Halloween mynd Zombies frá 2007 náði prýðis vinsældum en úlfúðin hófst með framhaldinu tveimur árum seinna. En var þessi vinkill Zombies einfaldlega misskilinn eða tilgerðarlegur út í eitt? Hvað einkenndi almennt stílíseringu þessara mynda og af hverju er John Carpenter svona andvígur þeim?

Í Poppkúltúr vikunnar eru hrekkjavökur Zombies undir smásjánni og fært eru rök fyrir hvort þær réttlæta sína tilvist. Tómas Valgeirsson ræðir við Hörð Fannar Clausen kvikmyndagerðarmann, sem hikar ekki við að fullyrða að Halloween II (2009) sé með betri hryllingsmyndum allra tíma.

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan gegnum Spotify, en hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu veitum.

Stikk: