Dagbækur Rickmans gefnar út

Til stendur að gefa út dagbækur breska leikarans Alan Rickman árið 2022.

Fram kemur á vef The Guardian að leikarinn virti hafi í áraraðir haldið utan um minnisbækur í áratugaraðir, nánar til tekið frá lok níunda áratugarins. Talið er að síðasta dagbókarfærsla Rickmans hafi verið skrifuð skömmu áður en hann lést úr krabbameini árið 2016.

Rickman hafði gert garðinn frægan sem sviðsleikari í London, en sló í gegn árið 1988 þegar hann fór með hlutverk illmennisins Hans Gruber í fyrstu Die Hard myndinni, þá 41 árs gamall. Var honum boðið hlutverkið tveimur dögum áður en tökur hófust í Los Angeles.

Í þessum dagbókum er hermt að Rickman hafi verið duglegur að tjá sig um leikferil sinn, stjórnmál og veitir innsýn í persónulegra líf sitt auk þess að hafa verið virkur í skrifum um leikhús. Kemur einnig fram að Rickman hafi skrifað þessar dagbækur með útgáfu í huga og hafi hann sinnt þessum skrifum af miklum krafti í kjölfar þeirrar velgengni sem hann hlaut eftir frammistöðu sína í Die Hard.

Dagbækurnar voru 27 talsins og verða gefnar út sem ein bók undir umsjón bandaríska fjölmiðlamannsins og rithöfundarins Alan Taylor. Í yfirlýsingu Taylors lýsir hann þessum skrifum Rickmans sem hreinskilnum, hnyttnum, beinskeyttum og uppfullum af skemmtilegu slúðri í þokkabót.