Hvaða jólamyndir skara fram úr?

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?
Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið].

Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa jólaandann og vera almennt í takt við tíðarandann. Allir eiga þó sitt eigið litla safn af titlum sem rata árlega ef ekki reglulega á skjáinn.

Drengirnir í Poppkúltúr grandskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda, telja upp sínar uppáhalds, fáein rotin eintök og Sigurjón sviptir hulunni af hugrakkri áskorun sem hann tók í þágu góðrar rannsóknarvinnu.

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og meðal annars Apple og Spotify. Hann má heyra hér.

Hægt er að nálgast fleiri þætti á undirsíðu hlaðvarpsins hér á Kvikmyndir.is.