Á hverju eru streymisveitur að klikka?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur formlega hafið göngu sína og verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple, Stitcher og Spotify.

Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi sjónrænnar poppmenningar; þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Tómas Valgeirsson og Sigurjón Ingi Hilmarsson, stofnendur Fésbókarhópsins Bíófíklar, sem stýra þættinum og munu taka á móti þekktum gestum af og til.

Hverju eru streymisveiturnar að klikka á og hvernig stendur á því að Disney+, sem var loks orðið löglegt og aðgengilegt á Íslandi, er strax fremst í þessu kapphlaupi? 

Hvar eru samt íslensku talsetningarnar?? 

Einnig er það krufið hvers yrði ekki saknað við kvikmyndahús, skildu þau einn daginn (/fyrr en síðar) heyra sögunni til. Þar að auki fylgja harmsögur úr salnum og móment sem þáttastjórnendur deila sem hvorugur er stoltur af. 

Þáttinn er að finna hér að neðan.