Stórleikarinn Sean Connery látinn

Skoski stórleikarinn Sir Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri.

Connery var sá fyrsti sem lék spæj­ar­ann James Bond á hvíta tjald­inu.Hann fór með hlut­verk í alls sex Bond-kvik­mynd­un­um á ár­un­um 1962 til 1971 og í Bond-kvik­mynd­inni Never Say Never Again árið 1983. Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn en hann var gjarn­an út­nefnd­ur sem slík­ur í skoðana­könn­un­um. 

Fer­ill Connery var ára­tuga­lang­ur og vann hann til fjölda verðlauna, þar á meðal hlaut hann eina Ósk­arsstyttu, tvö Bafta-verðlaun og þrjú Gold­en Globe-verðlaun. Einnig vakti hann athygli fyrir hlutverk sín í The Hunt for Red October, Indiana Jones and the Last Crusade, Zardoz, The Rock og The Untouchables.

Hann hlaut riddaratign árið 2000.