Allt klárt með Kingsman 2 og Mother/Daughter

Kvikmyndaverið Fox hefur ákveðið frumsýningardaga myndanna Kingsman 2 og Mother/Daughter með Amy Schumer í aðalhlutverki.  Sú síðarnefnda er gamanmynd sem kemur út á mæðradagshelginni en frumsýningardagur er 12. maí 2017, samkvæmt Variety. Hún fjallar um samband mæðgna. Jonathan Levine mun leikstýra eftir handriti Katie Dippold (The Heat). Síðasta mynd Schumer, Trainwreck, náði inn 110 milljónum dala […]

Tökur á Kingsman 2 hefjast í apríl

Tökur á framhaldsmyndinni Kingsman: The Secret Service 2 hefjast í apríl á næsta ári.  Fyrri myndin sló í gegn og hefur Taron Egerton, sem lék stórt hlutverk í henni, verið mjög eftirsóttur að undanförnu. Í febrúar á næsta ári hefjast tökur á Robin Hood: Origins og þar verður Egerton í aðalhlutverkinu. Talið er ólíklegt að […]

Meira Kick-Ass á leiðinni

Kingsman: Secret Service og Kick-Ass leikstjórinn Matthew Vaughn varpaði ljósi á það í nýju myndbandsviðtali við Yahoo! Movies, hver staðan væri á fleiri Kick-Ass myndum. Aðdáandi spurði að því á Twitter hvort að leikstjórinn væri búinn að segja sitt síðasta orð á þeim vettvangi, eða hvort von væri á fleiri Kick-Ass myndum. Vaughn svaraði og sagði:  „Við viljum […]

Kingsman 2 komin í gang

Hin stórskemmtilega gaman- leyniþjónustu – spennumynd Kingsman: The Secret Service sló í gegn sl. vetur og því eru menn, eins og ekki óalgengt er í Hollywood, þegar svona vel gengur, byrjaðir að huga að framhaldi. Leikstjórinn, Matthew Vaughn, hefur staðfest þátttöku sína í framhaldsmynd og segir við Yahoo!  að hann sé nú þegar byrjaður að skrifa handrit […]

Matthew Vaughn aftur í leikstjórann

Matthew Vaughn, leikstjóri X-Men: First Class og Kick-Ass, handritshöfundur X-Men: Days of Future Past og framleiðandi Kick-Ass 2 og næstu Fantastic Four myndar svo eitthvað sé nefnt, virðist vera á leiðinni í leikstjórastólinn á nýjan leik. Vefsíðan Deadline.com segir að kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hafi keypt dreifingarréttinn að kvikmyndagerð leikstjórans breska á teiknimyndabókum Mark Millar […]

Segir Vaughn leikstýra Star Wars

Ef eitthvað er að marka orð breska leikarans Jason Flemyng þá mun framleiðandinn og leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýra næstu Star Wars mynd. Flemyng átti spjall við blaðamenn við frumsýningu myndarinnar Seven Psychopaths á dögunum, og missti þá út úr sér orð sem má túlka sem staðfestingu þess að Vaughn hafi þegar verið ráðinn í starfið. […]

Tveir Star Wars-leikstjórar koma til greina

Listinn yfir mögulega leikstjóra Star Wars: Episode VII hefur þrengst til muna. Núna koma aðeins tveir til greina. Þetta sagði framleiðandinn Frank Marshall, eiginmaður Kathleen Kennedy, nýs eiganda Lucasfilm, í viðtali við MTV News. Hún tók við sem eigandi af George Lucas eftir að Disney gleypti fyrirtækið hans í einum bita. Orðrómur er uppi um […]

Matthew Vaughn hættur við X-Men

Breski kvikmyndaleikstjórinn og ofurtöffarinn Matthew Vaughn hefur samkvæmt nýjustu fréttum ákveðið að stíga niður úr leikstjórastól X-Men: Days of Future Past, framhaldi hinnar velheppnuðu X-Men: First Class sem hann gerði eftirminnilega á ellefu mánuðum. Hermt er að efstur á óskalista Fox um staðgengil hans sé enginn annar en Bryan Singer, sem eins og kunnugt er […]

Verður tímaflakk i næstu X-Men mynd?

Skráningar af ýmsu tagi gefa vökulum kvikmyndaaðdáendum oft upplýsingar um ýmislegt sem ekki átti að tilkynna strax. Titill Skyfall, upgötvaðist til dæmis vegna lénskráninga Sony áður en hann var tilkynntur síðasta haust, og það sama gilti um Quantum of Solace á undan henni, svo eitthvað sé nefnt. 20th Century Fox skráði á dögunum titilinn Days […]

Illmennin ráða í Kick-Ass 2

Það virðist sem að því meira sem við fáum að vita um hina hugsanlegu Kick-Ass 2 (Balls to the Wall?), því einkennilegri verður staðan. Myndin er hvorki komin með staðfestan leikstjóra, leikhóp eða handrit, en samt vill höfundur myndasagnanna, Mark Millar, meina að hún fari í tökur nú í sumar. Nýlega var Mark í viðtali […]

Kick-Ass 2 fer í tökur í sumar

Myndasöguhöfundurinn Mark Millar átti innihaldsríkt viðtal við Daily Record fyrir stuttu, þar sem hann talaði meðal annars um það að tvær myndir, byggðar á eigin verkum, færu í tökur núna í sumar. Önnur þeirra er Kick-Ass 2, og þykja þær fréttir býsna merkilegar þar sem enn er óvíst um hver muni leikstýra henni. Matthew Vaughn […]

Vaughn leikstýrir framhaldi X-Men: First Class

Matthew Vaughn hefur skrifað undir samning við 20th century Fx um að snua aftur í leikstjórastól X-Men seríunnar. Myndin yrði að sjálfsögðu framhald af hinn velheppnuðu X-Men: First Class frá því nú í sumar, sem endurlífgaði upp á X-Men seríuna eftir tvær heldur slappar myndir. Áður vissum við að handritshöfundurinn Simon Kinberg hefði verið ráðinn […]

Vaughn leitar að nýjum Kick-Ass leikstjóra

Matthew Vaughn fékk ekki lítið lof þegar hann kynnti heiminum fyrir einni djörfustu og siðlausustu „ofurhetjumynd“ síðustu ára, og að hugsa til þess að hann ætli ekki að leikstýra framhaldsmyndinni hljómar næstum því jafnfúlt og ef Kenneth Branagh myndi ekki gera aðra Thor-mynd. Nei, alveg rétt. Andskotinn! Vaughn (alveg eins og Branagh reyndar) setti fullkomlega […]

Handritshöfundur ráðinn fyrir X-Men framhald

20th Century Fox hafa ráðið Simon Kinberg til þess að skrifa handrit að framhaldi sumarsmells þeirra X-Men: First Class. Allt frá því löngu áður en myndin kom út hafa aðstandendur hennar og aðdáendur velt vöngum um framhald, en þetta er fyrsta staðfestingin á því að það sé í vinnslu. Simon Kinberg hefur áður komið við […]

Vaughn og Millar vinna aftur saman

Glöggir kvikmyndaunnendur vita að leikstjórinn Matthew Vaughn gerði myndina Kick-Ass á síðasta ári en hún var gerð eftir samnefndri myndasögu úr smiðju Marks Millar. Framhald af Kick-Ass er nú þegar í vinnslu en ólíklegt er að Vaughn leikstýri henni. Vaughn er hins vegar búinn að tryggja sér kvikmyndaréttinn á annari bók eftir Millar sem ber […]

Tvö ný plaköt fyrir X-Men: First Class

Nú styttist óðum í að næsta myndin um stökkbreytingana í X-Men lendi í bíóhúsum, en nýlega lenti stikla úr myndinni á vefnum og sló heldur betur í gegn. Vefsíðan FilmZ hefur sett tvö ný plaköt fyrir myndina á netið, en myndin fjallar um samband þeirra Magneto og Professor X áður en upp úr sauð. X-Men: […]

Vaughn heldur sig við ofurhetjur

Leikstjóranum Matthew Vaughn finnst greinilega ansi gaman af ofurhetjum, en næsta verkefnið sem hann mun taka að sér er myndin Golden Age. Vaughn, sem leikstýrði Kick-Ass og hinni væntanlegu X-Men: First Class, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á samnefndri myndasögu eftir spjallþáttastjórnandann Jonathan Ross, en myndasagan hefur ekki enn verið gefin út. Golden Age fjallar um […]

Fyrsta stikla úr X-Men: First Class!

Nú er fyrsta stiklan úr stórmyndinni X-Men: First Class lent á netinu. Myndin, sem er í leikstjórn Matthew Vaughn, sem færði okkur Kick-Ass, gerist á undan atburðum fyrri myndanna þriggja og fjallar um samband þeirra Charles Xavier (Professor X) og Erik Lensherr (Magneto) áður en til átaka þeirra kom. Samkvæmt Vaughn er myndin ekki beintengd […]

Fyrsta mynd úr X-Men: First Class

Leikstjórinn Matthew Vaughn vinnur nú hörðum höndum að næstu mynd sinni, X-Men: First Class. Myndin gerist mörgum árum fyrir fyrst X-Men myndina en í henni fáum við að sjá hvernig samband þeirra Charles Xavier og Magneto þróaðist og, að lokum, brast. Nú hefur fyrsta myndin úr X-Men: First Class lent á netinu og á henni […]

Tilnefningarnar skoðaðar – Besta gaman- eða söngvamynd

Tilnefningarnar fyrir hvern flokk Kvikmyndaverðlauna Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða skoðaðar nánar, ein í einu næstu daga, til að hjálpa lesendum að glöggva sig á hverjum flokki fyrir sig. Fyrst verða tilnefningarnar fyrir bestu gaman- eða söngvamynd skoðaðar. Við höfum þetta í stafrófsröð, til að gæta sanngirni. Get Him to the Greek Myndin var auglýst […]