Meira Kick-Ass á leiðinni

Kingsman: Secret Service og Kick-Ass leikstjórinn Matthew Vaughn varpaði ljósi á það í nýju myndbandsviðtali við Yahoo! Movies, hver staðan væri á fleiri Kick-Ass myndum.

kick-ass 2

Aðdáandi spurði að því á Twitter hvort að leikstjórinn væri búinn að segja sitt síðasta orð á þeim vettvangi, eða hvort von væri á fleiri Kick-Ass myndum. Vaughn svaraði og sagði:  „Við viljum koma aftur að þessu .. við erum að vinna að hugmynd um forsögu, um það hvernig Hit Girl og Big Daddy urðu Hit Girl og Big Daddy.“

Vaughn vonast til að hann og samstarfsmenn sínir nái að klára verkefnið, og vinna þannig aðdáendur Kick-Ass, sem voru óánægðir með Kick-Ass 2, aftur á sitt band, og halda svo áfram og gera Kick-Ass 3.

Sjáðu viðtalið við Vaughn hér fyrir neðan: