Allt klárt með Kingsman 2 og Mother/Daughter

Kvikmyndaverið Fox hefur ákveðið frumsýningardaga myndanna Kingsman 2 og Mother/Daughter með Amy Schumer í aðalhlutverki. Comedy Central Roast of Donald Trump - Arrivals

Sú síðarnefnda er gamanmynd sem kemur út á mæðradagshelginni en frumsýningardagur er 12. maí 2017, samkvæmt Variety. Hún fjallar um samband mæðgna. Jonathan Levine mun leikstýra eftir handriti Katie Dippold (The Heat).

Síðasta mynd Schumer, Trainwreck, náði inn 110 milljónum dala fyrir kvikmyndaverið Universal á heimamarkaði og 28 milljónum dala utan hans.

Kingsman 2 verður frumsýnd 16. júní 2017. Hún er framhald Kingsman: The Secret Service, sem sló rækilega í gegn og náði inn 400 milljónum dala um heim allan. Ekki er ljóst hvort leikstjórinn Matthew Vaughn verður með í framhaldinu eða hvaða leikarar munu snúa aftur.