Tökur á Kingsman 2 hefjast í apríl

Tökur á framhaldsmyndinni Kingsman: The Secret Service 2 hefjast í apríl á næsta ári. kingsman

Fyrri myndin sló í gegn og hefur Taron Egerton, sem lék stórt hlutverk í henni, verið mjög eftirsóttur að undanförnu.

Í febrúar á næsta ári hefjast tökur á Robin Hood: Origins og þar verður Egerton í aðalhlutverkinu.

Talið er ólíklegt að tökum á Robin Hood ljúki áður en tökur á Kingsman 2 hefjast og því gætu hlutverkin tvö skarast á. Verið er að leita lausnar á vandamálinu en samkvæmt samingi þarf Egerton að vera tilbúinn til að leika í framhaldi Kingsman þegar kvikmyndaverið óskar eftir því.

Matthew Vaughn, sem leikstýrði fyrri Kingsman-myndinni er enn að skrifa handritið að framhaldinu. Enn á eftir að ráða leikstjóra myndarinnar en svo gæti farið að Vaughn endurtaki leikinn.