Vaughn leikstýrir framhaldi X-Men: First Class

Matthew Vaughn hefur skrifað undir samning við 20th century Fx um að snua aftur í leikstjórastól X-Men seríunnar. Myndin yrði að sjálfsögðu framhald af hinn velheppnuðu X-Men: First Class frá því nú í sumar, sem endurlífgaði upp á X-Men seríuna eftir tvær heldur slappar myndir. Áður vissum við að handritshöfundurinn Simon Kinberg hefði verið ráðinn til þess að penna sögu myndarinnar, og að líklegt væri að allur leikhópurinn myndi snúa aftur. Nú fyrst er hinsvegar staðfest að Matthew Vaugn verði með á ný, og búast má við því að hann og Jane Goldman (þessi rauðhærða á myndinni) muni pússa yfir handrit Kinbergs líkt og þau gerðu með fyrri myndina. Þá er tekið fram að Bryan Singer (leikstjóri X-Men og X-Men 2) muni vera framleiðandi myndarinnar líkt og síðast.

Þetta hljóta að teljast góðar fréttir fyrir aðdáendur X-Men seríunnar, en nýjasta myndin fékk bæði fyrirtaksdóma og góðar viðtökur frá almenningi, auk þess sem að nördum eins og undirrituðum þótti hún vel heppnuð. Hvað mun gerast í framhaldinu? Það getum við bara giskað á, en ljóst er að kvikmyndagerðarmönnunum bíður talsverð áskorun að finna skemmtilega og grípandi sögu, sem breytir samt ekki neinu um örlög persónanna, sem voru við enda First Class allar komnar nokkurnvegin á þann stað sem þær voru í byrjun fyrstu X-Men myndarinnar. Fyrir þá sem voru að Vaughn myndi frekar gefa sér tíma í Kick-Ass 2, þá er sú von með þessu orðin að nánast engu. En Vaughn lét hafa þetta eftir sér um framhald við kynningu á fyrri myndinni:

„Það væri gaman að byrja á morðinu á Kennedy, og sýna það að töfrakúlunni var stjórnað af Magneto. Það myndi skýra eðlisfræði atriðisins, og við myndum sjá að Magneto væri fúll yfir því að Kennedy tók allan heiðurinn af því að bjarga heiminum og minntist ekki einu sinni á hina stökkbreyttu.“

Hafa lesendur betri hugmyndir?