Fyrsta mynd úr X-Men: First Class

Leikstjórinn Matthew Vaughn vinnur nú hörðum höndum að næstu mynd sinni, X-Men: First Class. Myndin gerist mörgum árum fyrir fyrst X-Men myndina en í henni fáum við að sjá hvernig samband þeirra Charles Xavier og Magneto þróaðist og, að lokum, brast. Nú hefur fyrsta myndin úr X-Men: First Class lent á netinu og á henni má sjá allar helstu persónurnar úr myndinni.

Frá vinstri til hægri; Michael Fassbender sem Magneto, Rose Byrne sem Moira McTaggart, January Jones sem Emma Frost, Jason Flemyng sem Azazel, Nicholas Hoult sem Beast, Lucas Till sem Havoc, Zoe Kravitz sem Angel, Jennifer Lawrence sem Mystique og James McAvoy sem Charles Xavier.

-Bjarki Dagur