X-Men First Class trailer-gleði!

20th Century Fox hafa heldur betur verið duglegir að punga út stiklum fyrir X-Men First Class, en nýverið lenti sú nýjasta á vefnum. Mikið erum af nýju efni í stiklunni og er spennan meðal aðdáenda X-Mannanna að ná hámarki.

Eins og flestir vita er X-Men First Class fimmta myndin sem gerist í X-Men heiminum og fjallar um þá daga er Charles Xavier og Erik Lensherr, betur þekktir sem Professor X og Magneto, unnu saman að bættri framtíð fyrir stökkbreytta. Á leiðinni þurfa þeir og hinir ungu X-Menn að koma í veg fyrir kjarnorkustríð, en á sama tíma gera þeir Erik og Charles sér grein fyrir því að vinátta þeirra hangir á bláþræði.

Myndin skartar þeim James McAvoy og Michael Fassbender í aðalhlutverkum, en með önnur hlutverk fara meðal annars Kevin Bacon, January Jones, og Jessica Lawrence sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Winter’s Bone.