Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

After the Sunset 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. nóvember 2004

Who will walk away?

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Myndin fjallar um tvo fyrrverandi gimsteinaþjófa og alríkislögreglumann sem hefur einsett sér að klófesta þá. Max Burdett og Lola Cirillo, hafa nýlega hætt störfum sem gimsteinaþjófar, eftir eitt loka verkefni sem var mjög vel heppnað. Þau hafa komið sér vel fyrir í suðrænni hitabeltisparadís, þegar gamall erkióviniur þeirra, alríkislögreglumaðurinn... Lesa meira

Myndin fjallar um tvo fyrrverandi gimsteinaþjófa og alríkislögreglumann sem hefur einsett sér að klófesta þá. Max Burdett og Lola Cirillo, hafa nýlega hætt störfum sem gimsteinaþjófar, eftir eitt loka verkefni sem var mjög vel heppnað. Þau hafa komið sér vel fyrir í suðrænni hitabeltisparadís, þegar gamall erkióviniur þeirra, alríkislögreglumaðurinn Stan P. Lloyd birtist skyndilega til að athuga hvort að þau séu örugglega hætt störfum. Í höfn á staðnum er skip sem heitir Diamond Cruise, og um borð í því er risastór gimsteinn, Napóleon þriðji, og Stan er sannfærður um að þau séu ekki með réttu hætt störfum, og þau hafi í hyggju að ræna demantinum. Lola notar tíma sinn núna til að koma sér fyrir í þessu nýja lífi en Max er að velta fyrir sér hvort að hann eigi að láta til skarar skríða við demantinn góða. En nú er spurningin - mun hann reyna að ræna demantinum? Mun Stan loksins hafa hendur í hári hans eftir átta ára eltingarleik? Mun Lola hjálpa Max að stela honum? Og hver er dularfulli aðilinn sem sagði Max að hann yrði að stela gimsteininum fyrir sig.... minna

Aðalleikarar

Pierce Brosnan

Max Burdett

Salma Hayek

Lola Cirillo

Woody Harrelson

Stan Lloyd

Don Cheadle

Henri Mooré

Russell Hornsby

Jean-Paul

Rex Linn

Agent Kowalski

Michael Bowen

FBI Driver

Mark Moses

Lakers FBI Agent

Harald Schmidt

Zacharias

Kate Walsh

Sheila

Chris Penn

Rowdy Fan

Gianni Russo

Clippers Fan

Andrew Fiscella

Popcorn Victim

Karl Malone

Karl Malone

Mykelti Williamson

Agent Stafford

Alan Dale

Security Chief

Robert Curtis Brown

Lakers FBI Agent

Gillian Vigman

Exhibit Guide

Leikstjórn

Handrit

Heitt landslag, heitari Salma
Látum okkur nú sjá; Hér höfum við Pierce Brosnan, Woody Harrelson, Don Cheatle, Sölmu Hayek og hinn prýðilega leikstjóra Brett Ratner (The Family Man, Red Dragon). Umbúðirnar eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Hvað stendur þá eftir? Jú, innihaldið...

Helsti veiki hlekkur þessarar myndar er sá að hún hefur ekki hugmynd um hvort hún vilji vera glæpasöm gamanmynd eða kómísk spennumynd. Sama hvort hún reynir að vera þurfti alvarlega að gera betur. Sem spennumynd er hún ekki nógu spennandi og sem gamanmynd er hún einfaldlega ekki nógu fyndin. Aftur á móti eru þeir Brosnan og Harrelson báðir ótrúlega skemmtilegir saman og þar að auki hef ég aldrei, ALDREI séð Sölmu Hayek eins heita og hér.

Boðskapur sögunnar er einnig ágætur en handritið angar samt af klisjum og ófrumleika. Maður skynjar flétturnar í órafjarlægð og þar af leiðandi skilur myndin ekkert eftir sig. Myndin fær þessa einkunn fyrir leikaranna en þegar um pjúra afþreyingarmynd er að ræða er það engan veginn nóg.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki sagt annað en að þessi mynd hafi komið mér á óvart og það all hressilega. Ég átti von á copy/paste af The Thomas Crown Affair en svo var nú aldeilis ekki. Ég endaði á að grenja úr hlátri við og við alla myndina og þá sérstaklega af Woody Harrelson. Brosnan og Hayek leika kærustupar sem hafa það að atvinnu að stela demöntum, þau flytja til Bahamas eða einhverrar álíka eyju og eru hætt í bransanum, Harrelson leikur svo FBI löggu sem hefur eytt mörgum árum í að ná þeim. Þetta hljómar kunnulega en svo kemur í ljós að atburðarrásin verður æ furðulegri og er hreint út sagt þrælfyndin á köflum sem gerir myndina að því sem hún er.... brilliant afþreying. Ekki er hægt að tala um þessa mynd án þess að minnast á kroppasýningu Sölmu Hayek... úff.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá þessa mynd á óvissusýningu. Hún fjallar um par sem eru þjófar (Pierce og Salma) og washed up löggu (Woody Harrelson) og gæti myndin varla verið fyrirsjáanlegri og innihaldslausari. Gerið sjálfum ykkur greiða og sleppið því að sjá þessa mynd því hún er algjör tímasóun. Já ágætis afþreying, en þrátt fyrir það svo mikil afþreying að persónulega hefði ég frekar viljað eyða kvöldinu í að spila rommý en að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

After the sunset er ágætis skemmtun og ef maður vil sjá ágætis afþeyingarmynd getur maður skellt sér á hana. Aðalleikararnir skila sínu og fannst mér Woody Harrelson skara fram úr og Salma Hayek sýndi á sér hlið sem ég ef ekki séð hún var alveg sjóðheit skvísa í þessari mynd.Þessi mynd er mjög fyndin á köflum en mér finnst botninn detta úr henni í blálokinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.11.2011

Gagnrýni: Tower Heist

Ég hef venjulega ofsalega gaman af ránsmyndum, ekki síður þegar þær eru hnyttnar, skarpar og skemmtilegar. Það virðist vera að því lengra sem líður frá því að Ocean's-þríleikurinn var gerður, því meira fer ma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn